Skólablaðið - 01.04.1919, Blaðsíða 5
SKÓLABLAÐIÐ
53
sem umgengst börn, kennari þeirra, þvi að börnum er meSskap-
aS aS herma eftir þaö sem fyrir þeim er haft, og orðin og at-
hafnirnar, sem þau hafa eftir —■ hugsunarlaust, ef til vill —
þau setja mótiS á hjartalagið smátt og smátt. í þessu efni þurfa
heimilin að vera í góðri sam'vinnu við skólann. Hann kennir
barninu fagra lærdóma í orði, væntanlega líka i verki, svo langt
sem hann nær, en miklu meira má þar sjálfsagt heimilið með
áhrifum sínum.
En það sem fullorðna fólkið er í þessu efni fyrir börnin, það
eiga bækurnar að vera fyrir þau síðar. 1 bernskunni geta þau
engu um það ráðið, hvaða orð þau heyra og hvers konar fólk
þau umgangast, og þannig ekki aö því gert, hvort þau sæta í
því efni illum áhrifum eða góðum. En þegar þau hafa lært að
nota bækur, þá geta þau kosið um menn til að hlusta á, valið
sjer til viðtals skáld og rithöfunda, sem hafa holl og góð áhrif
á hjartalag og hugsunarhátt. Og uppeldið og skólinn getur
nokkru ráðið um, hvernig þau kjósa, bæði í hverja átt hugs-
unin snýst yfirleitt og leiðbeint um bókavalið. En það verður
að gera með nærgætni og lagi. Fullorðna fólkið verður að muna,
að börn eru börn, og þeim fellur ekki alt sama sem fullorðnu
fólki; þar á bernskan og æskan sinn rjett, alveg eins og fullorð-
insárin. Og það er ekki heldur ráð, að bjóða eða banna með
valdi unglingum bækur; það hefir oft öfugan árangur við það
sem til er ætlast; leiðbeiningar og umtal og ráðleggingar verða
að nægja.
Þetta, sem jeg hefi sagt, er nú ekki annað en þið öll
getið sagt ykkur sjálf. En þetta umtalsefni býður sig ósjálfrátt
fram, þar sem maður bæði er staddur í skólahúsi og á kvenfje-
lagssamkomu. Það tvent fer svo ágætlega saman. Hjer á landi
hafa konurnar löngum orðið að koma í staðinn fyrir skóla. Og
um allan heim hafa löngum mæðurnar verið bestu og áhrifa-
niestu kennararnir. Áhrif mæðra á framfarir mannkynsins og
á gang veraldarsögunnar eru ómæld og engum kunn nema guði,
Það er meira en vafasamt, hvort áhrif þeirra þar vaxa hót eða