Skólablaðið - 01.04.1919, Blaðsíða 7
SKÓLABLAÐIÐ
55
er þar traustari en hjá flestum öðrum þjóðum; andlegur þroski og
fróðleiksfýsn er vöggugjöf íslendinga, og hið lifandi orð hefir verkað
þar meira og máttugar heldur en — ef til vill — nokkurstaðar annar-
staðar. Þó er nú svo, að ísland hefir enn ekki eignast nokkurn lýð-
háskóla. Að vísu eigum við unglingaskóla, sem kallar sig lýðháskóla,
og hefir hann unnið mikið gagn. Skólastjórinn er dugnaðarsál og
vinnuhestur, en þeir, sem þekkja hann, segja að hann sje enginn
„háskólamaður“.
Á þessum alvörutímum, þegar öll Norðurálfan fer í deigluna, til —
hreinsunar — eða til að brenna, hvarflar hugurinn tíðum vestur um
haf, til fósturlandsins míns, sem stendur nú ungt og óþroskað frammi
fyrir öllum heimi, og á enn eftir að átta sig, Og jeg finn sömu sterku
þrána, sem eitt sinn brann mjer svo heitt í brjósti, Þessi þrá hefir aldrei
kafnað. Guði sje lof fyrir það! Hún hefir verið lífs míns mesta
sorg og sæla. En án hennar hefði það líklega verið autt og snautt.
Háskólahugmyndin tók mig snemma föstum tökum í Noregi. Þá
dreymdi mig um ríka og sæla framtíð við vinnu í þarfir fósturjarð-
ar minnar. Draumarnir þeir uxu og þróuðust með mjer. Þeir urðu
partur af sjálfum mjer. — Og þeir eru það enn. — Og þeir gerðu
hvorki að blikna nje týnast, þegar ylgjunni svölu sló yfir mig, svo
að jeg varð að fara utan að nýju, til að bjarga lífi mínu. — Draumnum
mínum barg jeg með mjer. Hann leikur mjer í huga hverja stund, sem
jeg hvíli mig við dægurstritið. — En útlagi hefi jeg verið síðan.
Það var íslenskur lýðháskóli, sem mig dreymdi um! Ósvikinn, ram-
íslenskur lýðháskóli, runninn af rótum þess, sem best er og einkennt-
legast í íslenskum bókmentum og mentalífi íslendinga. Og þennan skóla
vildi jeg hvorki setja í Odda nje í Skálholti, nje á Hólum. Skólanum
mínum vildi jeg kjósa stað á
Þingvöllum.
Svo ágætan lýðháskólastað á ekkert land í heimi! Svo minningaríkan
og heilagan stað á engin þjóð. Þingstaður i 900 ár, íslenskt Olympus
og Sínaí. Þar var og íslenskur háskóli í aldir. Hvergi hefir íslenskt
þjóðlíf blómgast betur og fagurlegar en þar. Þar blasir enn í, dag við
saga forfeðranna. Þar sjáum vjer fótspor þeirra, þar finnum vjer and-
artak þeirra.
í Fögrubrckku á húsið að standa; í neðri fossinum er aflstöðin til