Skólablaðið - 01.04.1919, Blaðsíða 8
56
SKÓLABLAÐIÐ
ljósa og hitunar. Náttúran sjálf hefir lagt þetta tilbúið upp i hendurn-
ar á okkur
Jeg vil ekki byrja stórt; skólinn á að vaxa. 25—30 nemendur er nóg
til að byrja nieð. Talan eykst fyr en varir. Nemendnr koina alstaðar
að. Eftir s—10 ár hefir skólinn náð fullum vexti. Hvílíkri breytingu
mundu sveitirnar taka! Þjóðlegur eldmóður ætti þar heima. Ramís-
lenskt heimili ætti skólinn að vera. Langar, ánægjulegar kvöldvökur,
með handavinnu og allskonar þjóðlegri næringu. Þetta stóra heimili er
lifandi fyrirmynd sveitaheimilanna. Þó að sniðinn sje stakkur eftir vexti,
fá þau á sig svip fyrirmyndarinnar.
Miðstöð íslenskra bókmenta og mentalífs á skólinn að vera, endur-
speglun Islands. Þar vildi jeg taka á móti útlendum íslandsvinum. Jeg
vildi láta þá finna þar ljós og yl með húsrúmi og hjartarúmi eftir
föngum.
En jeg vildi vera óháður, standa frjáls og óbundinn af öðrum. Stuðn-
ingslaust vildi jeg koma skólanum á laggirnar. Seinna mundi nægilegur
stuðningur koma sjálfkrafa og sjálfsagður. Efniviður frá Noregi, svo
sem þeir gerðu áður, er reisa vildu stóran gestaskála eða höfðingja-
setur. Stundum ljet jeg mjer detta í hug að fara sjálfur til Noregs
til viðarhöggs, svo að jeg ætti sjálfur hvert axarhögg i skólanum mín-
um; vinna að byggingunni með eigin höndum og fossinn mundi jeg
að mestu geta beislað eigin hendi.
Ó! það voru fagrir og yndislegir draumar altsaman.
Jörðin hreyfist á ýmsa vegu, og vjer jarðarbörn verðum að taka þátt
í hreyfingunni, hvort ljúft er eða leitt. 12 ár vann jeg á íslandi og varð
þá að fara til Noregs, til að bjarga lífi konu og barna. En jeg var ungur
og heimskur og átti kannske ekki betra skilið.
En skólinn, sem mig dreymdi um, er lífsnauðsyn íslenskum bænda-
sonum. Alþjóðar kraftur og blessun mundi hann vera. En jeg var ekki
maður til að taka Grettistakið. Og þegar jeg hvarf heiman, 1913, fanst
mjer jeg hafa brent skip mín, og þó reyndi jeg að sefa sáran harm
með því, að jeg mundi eiga eftir að sjá landið mitt aftur, sem þrátt
fyrir alt átti enn allan minn hug.
Svo kom heimsstyrjöldin og öll sund lokuðust. Tvivegis hefi jeg þó
átt þess kost, að taka þátt í háskólavinnu á íslandi. En bæði skiftin
hlaut jeg sjálfs mín vegna að segja nei. Háskólahugmyndin hefir svo
sem verið uppi á teningnum; jafnvel nefndir fyrir 3—4 hjeruð hafa