Skólablaðið - 01.04.1919, Blaðsíða 12
6o
SKÓLABLAÐIÐ
Sum kvæöin í safni þessu eru gullfalleg barnakvæöi. Fylgist
aö í þeim ljómandi mál og lifandi myndir. Til dæmis má nefna:
„Af öllum löndum jeg elska mest“ (P. J.), „Ljósiö loftin fyllir“
(Þ. G.), „Jeg fæddist upp til fjalla“ (G. G.), „í snörunni fugl-
inn var fastur (S. J. J.) — og fleiri.
Undarlegt er, aö safnandi hefir tekiö stórmikið eftir suma
höfunda, jafnvel gallaö, en ekki snert neina dýrindisperlu hjá
öörum.
Hvernig gat safnandi gengiö fram hjá Bjarna Thorarensen,
Jóni Thoroddsen, Jóni ólafssyni, Þorsteini Erlingssyni, Hann-
esi Hafstein, Einari Benediktssyni, Theodóru Thoroddsen, Guö-
mundi Friðjónssyni, St. G. St. og mörgum, mörgum fleirum?
— Vel heföi mátt taka eitthvað hjá öllum þessum, án þess að
stækka kveriö að nokkrum mun, en láta suma aöra ekki taka
eins mikið rúm.
Sjálfsagt hefði safnandi getað haft fleiri kennara í verki
meö sjer, en þá hefði kverið, að öllum líkindum, ekki orðið
eins einhæft.
Ferskeytlur Helga Valtýssonar á bls. 46 eru nafnlausar, og
mætti ímynda sjer, að Bjarni Jónsson frá Vogi hefði kveðið
þær eða þýtt, af því að efst á næstu síðu er erindi eftir Arna
Garborg, sem B. J. hefir snúið á íslensku.
En þessi ónákvæmni er ekki það lakasta. Ferskeytlur Helga
eru færðar úr hendingum. Þetta verða allir þeir, sem nota kverið,
að lagfæra, skrifa inn í það aðalhendingar fyrstu ljóðlínu
hverrar vísu, ,,minn“ í 1., 3. og 4. vísu og „öll“ í 2., svo að
stökurnar verði óbrjálaðar.
Ferskeytlan er svo þjóðleg, að hún má ekki víkja fyrir ein-
hverjum hjegóma. Mörg lög eru til við ferskeytluna* og lá
* Sjálft lagið mun hafa verið höfuðatriði fyrir höf., en ekki vís-
urnar. Þær hefði þurft að yrkja undir lagið. Tilgangur höf., að kenna
börnum leiksöngva, er lofsverður. En þetta, um ferskeytluna, er engu
síður þarflega mælt hjá H. J. Ritstj.