Skólablaðið - 01.04.1919, Blaðsíða 9
SKÓLABLAÐIÐ
57
haft málið með höndum. Þar stóð mikið til. Skólinn átti aS vera hjeraÖs-
eign, eða jafnvel ríkiseign. En grundvöllinn vantaði. Þessir menn þektu
ekki lýðháskólahugmyndina; þeir þektu hara nafnið.
Mín skoðun var: heldur engan lýðháskóla, en skóla, sem að eins flagg-
aði með nafninu.
Og meira tjón væri ekki auðið að gera lýðháskólamálinu á Islandi,
en að ;,leggja lýðháskólanafnið við hjegóma“. Annars fór um þessa
ráðagerð eins og mig grunaði. Hún stefndi svo hátt, að hún náði aldrei
niður á jörðina. Og ekki varð neitt úr neinu.
Vestur-íslendingur einn kom til Björgvinjar; hann var á leð frá
íslandi heim til Ameríku. Hann spurði mig uppi. Hann var góður ís-
lendingur, og vildi gera landinu eitthvað til gagns og þrifa. Einkum hafði
hann skólana fyrir augum og vildi leggja fje til skólahalds þar. Af
eigin reynd þekti hann teknisku skólana í Ameríku og vissi, að frá
þeim koma dugandi verkamenn og menn, sem kunnu praktisk tök á
lífinu. En það þótti honum íslendinga vanta. Til lýðháskóla þekti hann
lítið, og hjelt, að þeir væru ekki nógu praktiskir.
Hjer mættust og skildu okkar leiðir. Jeg vildi ekki gera litið úr prak-
tiskri mentun, cn jeg vildi byggja hana á lýðháskóla grundvelli.
„Skólinn minn“ átti að vera andlega vakandi praktiskt heimili, þar
sem „börnin“ fengju undirbúning undir lífið með andlegri vakningu og
vinnu og mikilli og góðri líkamstamningu. Fullkomlega sjálfhjarga áttu
nemendurnir að vera, þegar þeir skildu við skólann. Skólatíminn átti
að vera að minsta kosti 2 vetur. Vestur-íslendingurinn hafði reynslu fyrir
þvi, að uppeldi teknisku skólanna gerði menn færa til samkepni í
lífinu, og til að afla fjár. En jeg vissi fullvel, að þetta var ekki nóg
fyrir bændaþjóðina. Hún varð þar að auki að fá þá andlegu vakningu og
þekkingu á landi og sögu, sem tekniskur skóli getur ekki veitt.
Við áttum stöðug hrjefaviðskifti um þetta áhugamál okkar, en þá
komu brjefatafirnar og í hálft annað ár höfum við þagað.
Góður háskolamaður og íslandsvinur sagði eitt sinn við mig: Það
væri ekki nema fjöður af fati ungmennanna norsku, að gefa íslandi
lýðháskólahyggingu! Nei, þetta er satt. Og hugsunin er stór 'og fögur,
gjöfin hefði verið höfðingleg. Jeg hefi ekki viljað kasta þessari hugsun
fram við Norðmenn. Jeg liefi geymt þennan draum minn sem dýrmæta
sjereign.
Ýmsar orsakir Hggja til þess, að jeg geri nú þessa játningu. Meðal