Skólablaðið - 01.09.1919, Qupperneq 3

Skólablaðið - 01.09.1919, Qupperneq 3
SKÓLABLAÐIÐ 13* og fyrir Reykjavík og sjóþorpin, en að þeir eigi ekkert erindi eða ilt eitt út um sveitir þessa lands. Nýlega var spurst fyrir út um alt land um það meðal annars, hversu mörg heimili mundu vera fær um að kenna börnum það, sem ætlast er til að þau kunni nú 14 ára, en þær fræðslukröfur geta ekki strangar talist. Mörg hundruð svör bárust og eru % af svörunum á þá leið, að meira en helmingur heimila, flest eða öll lieimili sjeu ófær til að veita börnum þessa fræðslu, en i ýj svaranna er kveðið nokkru vægar að orði. Svörin eru frá málsmetandi mönnum i hjeraði hverju, skólanefndum og fræðslunefndum, sem barist hafa i þessum málum, prestum, kennurum, prófdómendum og ýmsum einstök- um mönnum öðrum. Sje nú svo — og um það atriði tekur varla að deila — að mikill fjöldi sveitaheimila þurfi einhverrar lijálpar við, til að veita börnum nauðsynlegustu fræðslu, liver hjálpin er þá rækilegust og svarar best kostnaði? Sumir hyggja, að eftirlitskensla mundi nægja og gef- ast best; það er trú þeirra manna, sem taka kákið fram yfir rækilegar aðgerðir. Með því lagi eru vanræktu börnin algerlega ofurseld vanrækslunni, og þeir, sem mest þurfa hjálpar, fara hennar því mest á mis. Farskólaskipunin hjá okkur er nú komin í slikt öng- þveiti víða hvar, að ómögulegt er að fá húsaskjól fyrir kennara og fáein börn. Og út af þeim hrakningum hefir fjöldi kcnnara flæmst frá starfi sínu eða kensla lagst nið- ur. Farskólarnir geta ekki blessast, meðan húsakynnum er svo háttað sem nú er, og ætti farkenslan að koma að verulegu haldi, verður sú skipun langdýrust að tiltölu. pví hvernig er flestum eða öllum farskólum hjer á landi varið? peir eru hlátt áfram heimavistaskólar, sem að eins fá börn geta notið i einu, standa skamma stund, búa við ill húsakynni og óhentug víðast hvar, og jafnvel heilsuspillandi; öll kensla verður i molum, bæði af þessu,

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.