Skólablaðið - 01.02.1920, Side 4

Skólablaðið - 01.02.1920, Side 4
SKÓLABLAÐIÐ 18 kennara. En þar er svo ráö fyrir gert, aS farkennari hafi „a'ð minsta kosti 9 kr. kaup fyrir hverja v i k u, er hann k e n n- i r“, en aöalkennari við fastan skóla hafi ,,að minsta kosti 30 kr. laun fyrir hverja viku, er hann k en ni r, og aðstoðar- kennarar eigi minna en 20 kr. um v i k u 11 a, er þeir k e n n a ....“. Sömu ákvæði eru um kennara heimavistaskóla, en þeir eru engir til í landinu. Bein afleiðing þessara ákvæða er auðvitað það, að því nær hver einasti kennari í landinu hefir verið ráðinn með v i k u k a u p i yfir sjálfan k e n s 1 u t i m- a n n, en alls ekki með árskaupi. Það er svo fjarri því, að fræðslulögin geri ráð fyrir „föst- um“ kennurum í þeirri merkingu, sem stjórnin hefir nú tekið upp, að fyrirmæli laganna koma þar þvert í bága við. En um ráðningu kennara er að öðru leyti svo fyrir mælt, að hún sje bundin skriflegum samningi, „m eð hæfilegum upp- sagnarfresti af beggja hálf u.“ Þetta ákvæði kemur bókstaflega í veg fyrir það, að stofnaðar verði „fast- ar“ kennarastöður, í þeirri merkingu, að þær sjeu óuppsegjan- legar.* Það er annað mál, þótt til sjeu örfáar slíkar stöður, eldri en fræðslulögin, eða til orðnar i trássi við þau. Það hefði ekki verið nema sanngjarnt og vonlegt, þótt bæði löggjafarþingið og landsstjórnin hefðu gert ráð fyrir því, og ætlast til þess, að kennarar í landinu væru allir ráðnir sam- kvæmt gildandi lögum um ráðningu kennara. En hefði fræðslulögunum verið fylgt bókstaflega í þessum atriðum, þá hefði skýring stjómarinnar á orðunum „fastir kennarar“ ekki í rauninni getað átt við einn einasta kennara í landinu. * Það er skamt á að minnast, að þessum ákvæðum hefir verið beitt til þess að traðka rjetti kennara, Skólanefndin i Reykjavík, eða for- maður hennar, Knud Zimsen borgarstjóri, hóf fyrir nokkrum árum reglulegar ofsóknir á hendur kennaraliði barnaskólans hjer, sagði öll- um kennurunum upp starfinu i einu, alveg út í bláinn, en sumum rang- lega, og átti þá bókstaflega að þröngva nokkrum kennurum til að af- sala sjer þeim rjetti, sem þeim hafði þá hlotnast. En meðal annars var borið við þessu ákvæði fræðslulaganna, um uppsagnarfrestinn. Ritstj.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.