Skólablaðið - 01.02.1920, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.02.1920, Blaðsíða 6
20 SKÓLABLAÐIÐ Um alþýðufræðslu í Svíþjóð. Framh. Barnaskólum Svía er skift í tvær deildir, í f o r s k ó 1 a (smáskola) ogf þjóðskóla (folkskola). Forskólinn er und- irbúningsdeild, tveir neöstu bekkirnir, í rauninni lestrarskóli og stofnaður til lestrarkenslu um 1864; úr honum áttu börn- in aö koma læs í þjóöskólann, sem er aöalskólinn, og þaö er upphaflega nafniö. Þessi tvískifting skólans kemur í ýmsu fram. Bæöi er sitt kennaraprófiö fyrir hvora deildina, og mun- ur á launakjörum. En einkum er munurinn í bæjunum, því aö þar eru drengir og stúlkur æfinlega skilin aö í þjóöskólanum, í 3. bekk og upp úr, og kenna konur stúlkunum en karlmenn drengjunum. Þetta er sumpart gömul venja, en mestu mun þaö ráöa, aö þetta gerir hægra fyrir um alla stjórn og aga, og líka um þaö, aö haga kenslunni eins og hverjum flokkinum hentar best. En margir uppeldisfræöingar telja þaö mikils- vert, vegna óliks þroska drengja og stúlkna, að ætla þeim ekki samstööu við námiö. Enn aðrir telja slíka sundurstíun gera börnunum meira andlegt tjón en líkamlegt gagn, og hamla siðferðisþroska þeirra meira en hinni hættunni svarar, að stúlk- um, sem eru að komast á gelgjuskeiðið, verði ofætlun að fylgjast með drengjum að námi. Og víst er um þaö, aö sund- urstíun þessari fylgja margir meingallar, og dylst þaö ekki Svíum sjálfum, mörgum hverjum. Óhindruð og hispurslaus umgengni er börnum besta vörnin gegn ótímabærum kyn- ferðisgrillum og óhollum hugsunum; hitt elur tepruskap stúlknanna en ruddaskap og klúryröi strákanna. Margir einkaskólar eru samskólar, en í ríkisskólunum er yfirleitt skift eftir kynferði. Þannig eru t. d. mentaskólar og kennaraskólar, fyrir konur einar sumir en karlmenn sumir. í barnaskólum í sveitum og þorpum hefir þessi skifting ekki kornist á, enda eru þar að jafnaði einn eða fáir kennarar. I Svíþjóö er hver sókn skólahjeraö og fer söfnuðurinn með skólamálin og kýs skólaráð, en prestur er sjálfkjörinn for-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.