Skólablaðið - 01.02.1920, Page 8

Skólablaðið - 01.02.1920, Page 8
22 SKÓLABLAÐIÐ in koma á víxl, sinn daginn hvor flokkur. En þessir skólar hafa hvarvetna þótt illa gefast, vegna óreglu á skólasókninni, og eru alsta8ar að hverfa úr sögunni. Börnin letjast heimadag- ana, lesa ekki, og nota svo hverja átyllu til að sitja heima þá daga lika, se'm fara skal í skólann. Jeg hefi bent á þetta sjerstaklega vegna þess, aö hjer hafa veriS uppi tillögur um aS bjarga skólamálunum hjer á landi meS þessu fyrirkomu- lagi, ekki einasta í sveitum, heldur og í sjálfum höfuSstaSnum. HjeruSin hafa allmikiS sjálfræSi um ýmislegt fyrirkomu- lag skólanna. ViSa í sveitum er leyfi alla laugardaga, og fær- ist þaS í vöxt; margir skólar leggja börnunum til allar bækur og áhöld, o. s. frv. Eins og áSur getur, er kennarinn oft einn í sveitum, og hefir þó stundum um eSa yfir 50 börn í einu og í einni stofu. Er þeim þá skift í deildir eftir föngum, venjulega tvær, og látnar skiftast á um aS vinna sjálfar meSan kenn- arinn segir hinni til. AuSvitaS er þetta erfitt og þykja neySar- kostir, og ilt aS fá kennara þar sem svo er högum háttaS. Þar sem þörf þykir geta nokkur heimili i samlögum komiS upp forskóla á sinn kostnáS og fengiS hann viSurkendan eSa tek inn upp í skólakerfiS, og nýtur hann þá styrks eins og aSrir skólar, af ríkisfje. í bæjunum eru barnaskólarnir auSvitaS bygSir úr steini, og eru flestir nýrri skólarnir hin veglegustu skrauthýsi. Bygg- ingarlag Svía er yfirleitt glæsilegt mjög, stíllinn stór og hreinn og yfirbragSsmikill, og nýjustu barnaskólarnir standa fram- arlega i röSinni. Svo má heita, aS bæirnir keppist um aS vanda þá sem best, og má furSu gegna, hve iburSarmiklar sumar byggingarnar eru, og þaS engu síSur i smærri bæjunum. í Falun, sem er nokkru minni bær en ReykjaVík, var veriS aS reisa nýjan skóla 1917, og fanst mjer einkum til um gangana og riSin: var þar alt svo ríkmannlegt og meS því vfirbragSi, aS sæma mundi hverri konungshöll. Skólinn mun hafa kost- aS 6—700 þúsundir króna. En Falun er líka auSugur bær og stendur á gömlum merg. — Þegar jeg kom aftur til Kaup- mannahafnar og skoSaSi nýjustu skólana þar, fanst mjer þar

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.