Skólablaðið - 01.02.1920, Page 9

Skólablaðið - 01.02.1920, Page 9
SKÓLABLAÐIÐ 23 fátæklegt um aS litast. En vi8 nánari athugun var þaö ljóst, aS fátt vanta'Si af því sem mestu máli skifti: húsin voru eins loftrúm, björt og hentug að skipulagi, en minna til fegurSar búin og ódýrari. En sú hugsun settist a5 mjer, aS ósjálfrátt mundi hin veglegri byggingin gera unglinginn upplitsdjarfari og stórmannlegri í skapferli, og aS mikils væri um þetta vert. Langstærsti og fjölmennasti skóli í SvíþjóS er Konungs- hólmsskólinn í Stokkhólmi, en þar eru aS jafnaSi um 4000 börn. Nýjustu skólarnir eru mun minni. Þó hefir fjöldinn ekki þótt valda neinum sjerstökum erfiSleikum, en þaS ræSur auS- vitaS nokkru um stærSina, hve húsþörfin er brýn, þegar bygt er. í flestum skólum í Stokkhólmi eru 1500—2500 börn, og 1200—1800 er mjög venjulegt í stærri bæjum. Svíar eru menn híbýlaprúSir og næmir á fegurS, og sjer þetta á í kenslusölum þeirra. Þar er i öllum nýrri skólum margt til prýSi gert, blóm i gluggum og myndir á veggjum, helst eftii'myndir af sænskum listaverkum, sem gerSar eru einkum fyrir skólana, prýSilegar aS frágangi en ódýrar. Innanstokks- munir úr ljósri furu, en kenslustofurnar málaSar mjúkum, hreinum litum, .dekkri aS neSan, ljósari aS ofan, hreinlegt alt og svipfagurt. í sumum bæjunum eru alt aS 44 börnum í bekk, en sum- staSar færri. Og þess er aS gæta, aS þar sem kenslan er svo reglubundin og skólarnir stórir, er hægt aS flokka börnin svo, aS hver bekkur sje allur á mjög liku þroskastigl. En hverju kensluári er skift í tvent, og börn flutt milli bekkja um miSjan vetur. ÞaS er meginregla, aS hver bekkur hefir sinn kennara, hinn sama í flestum námsgreinum, þótt sjer- kennarar sjeu í sumum, svo sem söng, handavinnu, fimleikum o. s. írv. Kennararnir þurfa því aS vera mjög svo jafnvígir á alt. En þetta er bygt á því, aS bæSi verSi hægra um stjórn- semi, og aS áhrif skólans á hvert barn verSi meiri og nota- drýgri, ef þaS nýtur til langframa handleiSslu eins og sama manns, heldur en aS skift væri um kennara eftir námsgrein- um, þótt kenslan sjálf gæti orSiS fullkomnari meS þvi móti.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.