Skólablaðið - 01.02.1920, Blaðsíða 11

Skólablaðið - 01.02.1920, Blaðsíða 11
SKÓI.ABLAÐIÐ 25 námsefnaskipun sama fyrir stúlkur og drengi, en í þeim bekk er kenslu stúlkna lítiö eitt breytt frá því, sem skráin sýnir, og tekið frá sumum þessara námsgreina til matreiðslukenslu. En handavinna (smiði) drengjanna er að mestu leyti utan stundaskrár, og stunda þeir hana að nokkru eftir eigin vild. — í þjóðskólanum er kenslustundin 45 mín,, hlje 10 mín., en til morgunverðar 30 mínútur. Frh. Skólar. * Hvítárbakki. Sigurður Þórólfsson skólastjóri hefir nú hald- ið þar uppi skóla sínum hátt á annan áratug, en i haust seldi hann jörðina með öllum byggingum Davið Þorsteinssyni á Arnbjargarlæk, með þvi skilyrði þó, að skóla yrði haldið þar uppi. En er svo var komið, tóku sig til helstu yngri bændur þar um Borgarfjörðinn og beittust fyrir merkilegri fjelags- stofnun, til þess að halda uppi skólanum og taka við skóla- setrinu. Fjelagið er einstakt í sinni röð, og stofnendum þess og hjeruðunum í heild sinni til stórsæmdar. Fjelagið er hlutafje- lag, með 50 þús. kr. hlutafje, og heitir „Hvítárbakki“; það var stofnað og lög þess samþykt í Svignaskarði 4. f. m. En lögin eru í fám orðum þau, að fjelagið rekur skóla og bú á Ilvítár- bakka með því takmarki, að gera skólann, með jörðinni, að sjálfstæðri stofnun. Ef fyrirtækið ber sig, eiga hluthafar að fá alt að bankavöxtum af fje sínu, en eigi meira. Arði búsins á að verja til að bæta og prýða skólasetrið, nema 5°/o hans, sem á að verja, ásamt öllum öðrum tekjuafgangi fyrirtækisins, ti! að innleysa hlutabrjefin, uns þau eru öl! innleyst og skólinn sjálfs síns eign. Þegar svo er komið, er fjelagið úr sögunni, og er þá ætlast til að stjórn skólans verði falin nefnd, er sýslu- nefndir Mýra- og Borgarfjarðarsýslna kjósi til tvo menn en stjórnarráðið skipi tvo, og svo skólastjóra. Fjelagið tekur til óspiltra málanna þegar i ár, og er sjera Eiríkur Albertsson á Hesti ráðinn skólastjóri fyrst um sinn.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.