Skólablaðið - 01.03.1920, Page 7
SKÓLABLAÐIÐ
35
í frásagnaköflum af mikilmennum þeirra, Sven Hedin almenna
landafræöi í feröasögusniSi o. s. frv. En listamenn þeirra
prýöa lesbækurnar mei5 ágætismyndum, og eru litmyndir í
mörgum þeim bókum, sem ætlaðar eru yngstu börnunum. En
Svíar eru meö fremstu þjóöum i prentun og bókagerö, eins
-og kunnugt er. Þessar aukalesbækur leggur skólinn til, svo
aö þær fylgja venjulega hverri kenslustofu í jafnmörgum ein-
tökum og börnin gerast i hverjum bekk, og getur kennarinn
gripiö til þeirra hve nær sem vill.
Viö lesturinn er lögö aöaláherslan á glögt og fagurt lestrar-
lag, skilning efnisins og oröaskýringar og samtöl, en litt á
málfræöi. Þó eru málfræöiágrip kend í efri bekkjunum. I
forskólanum fer oft alt saman, lestur, skrift og stafsetning,
og yfirleitt eru ritæfingar í flestum kenslustundum, fáar setn-
ingar eöa lítiö í einu, en langir stílar sjaldgæfir. Þar sem svo
margir eru í bekk, þykjast kennarar illa komast yfir aö leiö-
rjetta hvern stíl og fást ekki um þaö nema viö og viö, én
hafa ýms önnur ráö ; algengast mun þaö, aö börnin eru látin
leiörjetta hvert hjá ööru, og ljetu margir kennarar vel af því.
Að vísu eru þær leiörjettingar hæpnar og glompóttar, eins og
auövitaö er. En sá kostur fylgir þó, aö börnin hvessa meira
hugann yfir villunum, bæöi til þess aö finna þær hjá hinum,
og þó einkurn til að hrekja leiðrjettingar fjelaga sinna, ef kost-
ur er, og getur þetta vakið athyglina meira en leiðrjetting-
ar kennarans, sem börnin taka eins og sjálfsagðan hlut.
Reikningur. Um reikningskensluna er fátt að segja
fram yfir það, sem algengt er og alkunnugt. Jeg vil geta þess,
að í nýrri skólurn eru svartar töflur með öllum forgafli kenslu-
salarins eða rneira, í hæfilegri hæö fyrir börnin, og .getur
kennarinn látið mörg (5—10) „koma upp“ í einu og reikna
samtímis við töfluna. Þetta virtist rnjer gefast rnjög vel.
Reikningskenslan er mestmegnis eða eingöngu í skólanum, en
heimavinna ekki; surnir kennarar notuðu bók, sumir ekki. En
í neðstu bekkjunum er kent með hugarreikningi því nær ein-
göngu, og hlutum eða sjerstökum áhöldum, og rækilega geng-