Skólablaðið - 01.04.1921, Side 3

Skólablaðið - 01.04.1921, Side 3
Aprtl 1921 SKÓLABLAÐIÐ 39 pessi orð má ekki skilja svo, sem mjer sje sjálf fjölgnn opinberra starfs- manna áhyggjuefni. Hitt þarf umhugs- unar, er viðfangsefnið mikla, hvernig ríkið fái trygt sjer góða starfskrafta í stöður og embætti, sem fjölga á hverju þingi, aukast því nú orðið á hverju ári, eins og saga þings og þjóðar lengist árlega. Ef til vill virðist sumum, sem hjer sje engin hætta á ferðum — ekki þurfi að kvíða mannleysi, ekki skorti umsækj- endur um opinber störf og stöður. En nógir umsækjendur eru því miður ekki sama sem nógir h æ f i r umsækjendur. Stundum er það og ekki lítil andleg gestaþraut, sem síst er hverju veitinga- valdi hent, að finna færasta umsækj- andann. þekking vor er hjer í molum. Vísindunum hefir ekki heppnast ennþá að finna stikur (tests), er sýni þá hina margþættu hæfileika vitsmuna og vilja, er þarf til þess að gegna vel ýms- um mikilvægum stöðum. Líklega verður freistað að finna mælinga-aðferðir, er hjálpi oss í slíkum vanda, eins og sálar- fræðin notar stikur, er sýna eiga ýmsa færni skilningarvita vorra, eftirtektar og minnis og fleiri hæfileika mannlegs hugar. En hætt er við, að langt verði þess að bíða, að öruggar stikur verði fundnar. Hæfur til starfs eður embætt- is merkir ekki altaf hið sama. Enn sýn- ir sorgleg reynsla, að menn eru stund- um vel til sýslanar fallnir, er þeim er veitt hún, en gerast al-óhæfir til sömu sýslanar, er þeir hafa gegnt henni nokk- ur ár, en sitja þó sem fastast í stöðum sínum, sem væru þeir ávalt jafnungir, jafnötulir og áhugamiklir, og ekki væri til í mannheimi neitt böl, sem kallað er hnignun, afturför. Ríkið stendur áreiðanlega að sumu leyti hjer ver að vígi en aðrir atvinnu- veitendur. það er meinið mikla, að hags- munir embættismanns og ríkis eru ekki samþýddir á sama hátt sem hagur bónda og bús, kaupsýslumanns og at- vinnurekstrar hans. pað mæðir ekki á fjárhag ráðherra, þótt einhver embætt- ismanna hans vanræki starf og stöðu. Og dæmin sýna, að slíkt skerðir ekki virðing hans hættulega. Bóndi verð- ur þess hins vegar fljótt var á fje sínu og efnum, ef fjármaður hans bregst honum illa. Af þessum skorti á samþýð- ing hagsmuna stafar það að miklu, — ef til vill að öllu — leyti, hve ýmiss kon- ar ríkisrekstur reynist illa. Af þessu er löngum hætt við, að breyskir menn dragi meir af sjer í sumum opinberum stöðum en í öðrum iðnum. Allir endur- bótamenn þjóðfjelagsins verða að horf- ast í augu við þessa meinvætti, sem er við búið, að ill reynist viðureignar, af því að hún er — ef svo má að orði kveða — borin og bamfædd í mann- legu eðli. pað er við búið, að henni fari sem draugunum og fylgjunum fomu, og flytji oft með, ef ekki er því meiri varúðar gætt. Jeg býst við, að mjer verði svarað úr ýmsum áttum, að ekki sje annað en herða á eftirliti og hegningarákvæðum. pað er eitt raunalegt tákn mannúðar og tíðaranda, sem bannlögin og fylgjur þeirra eiga einn hlut í, að svo virðist, sem vaxi nú með oss miðaldaleg trú á mætti refsinga til að bæta þjóðarböl og mannamein. Um aukning eftirlits ber þess að minnast, að eftirlit hefir fram á þennan dag virst valt og veilt á voru landi. pað hafa allir heyrt þess getið, er minsta hugboð hafa um þjóð- líf vort á þessari tíð, að í sumum em- bættum hjer sitja hirðulitlir starfs- menn, er hlutaðeigandi stjórnarvöld sjást ekki svo mikið sem ýta við nje blása á. Jeg hygg og, að erfitt reynist að ráða bót á þessu vandkvæði. Vjer ís- lendingar erum aga óvanir, íslensk lund fellir sig illa við hann. pví má bú-

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.