Skólablaðið - 01.04.1921, Side 6

Skólablaðið - 01.04.1921, Side 6
42 SKÓLABLAÐIÐ Aprll 1921 Móðurmálið. Framh. Fljótur lesari hefir meira gagn af lestrinum heldur en seinn lesari. Nemendum í barnaskólum er stund- um sagt að lesa hægt, til þess að læra vel. Margs konar athuganir hafa verið gerðar, til þess að komast að sannleik- anum um það, hvort meiri árangur verði af lestrinum, þegar lesið er hægt eða hratt. Luantz uppgötvaði, að fljót- ir lesarar hafa að jafnaði 37% yfir- burði yfir seina lesara, með tilliti til þess, hve miklu þeir afkasta við nám- ið. Er þar ekki átt við skilning einn, heldur einnig, hve mikið og hve vel er munað. Ógrynni af uppgötvunum á þessu sviði benda allar í sömu áttina að meira eða minna leyti. þær sýna all- ar, að fljótur lestur leiðir af sjer betra nám en seinn lestur. þetta er mjög skiljanlegt. Sá, sem kemst fljótt yfir kafla í bók, hefir í fersku minni upphaf hans og meginatriði á víð og dreif um hann allan. Hann skilur samhengi þeirra, og nær svo heildarhugsuninni, sem vakað hefir fyrir höfundinum. Seinum lesara hættir við að festa at- hyglina við stafi og orð, frekar en við setningar, málsgreinar og hugsanir. Hann er svo lengi á leiðinni á milli aðalatriðanna, að sambandið á milli þeirra vill slitna í huga hans; hann eyðir svo miklu af kröftum sínum og tíma, til þess að fást við aukaatriði og smávægi, að hann greinir þau varla frá meginatriðunum; og þegar hann kem- ur loks að niðurstöðunni, þungamiðj- unni, eru áhrifin af meginatriðunum dofnuð svo mjög, að heildarhugsunin verður óskýr eða skilst ekki. Ef seinn lesari og fljótur lesari eru látnir lesa sama kaflann og semja svo útdrátt úr honum eftir á, þá er seini lesarinn líklegur til að telja upp fá auka- atriði, en hinn mörg stóratriði Af því, sem hjer hefir verið sagt, sjest, að hljóðlestur er mjög þýðingar- mikill, bæði hvað snertir skólalíf barna og starfslíf fullorðinna. þar sem nú þessar staðreyndir eru svona margar, og hníga allar í sömu átt, þá virðist skynsamlegt að draga út af þeim þá ályktun, að hljóðlestur skuli vera kendur í öllum barnaskólum, og svo mikil áhersla lögð á hann, að hann verði að öflugum vana með hverju bami. Nú er bamseðlinu þannig farið, að viss tími af æfi þess er ávalt heppileg- astur til að festa hvaða vana sem er. það er því eðlilegt og sjálfsagt að spyrja, hvenær heppilegast sje að leggja aðaláhersluna á hljóðlesturinn. Hvenær er best að kenna hljóðlestur? Hagfræði uppeldisins heimtar, að hljóðlestur sje kendur á þeim tíma, sem barnið er hæfast til að læra hann. Til þess að byggja á staðreyndum, verða hjer sýndar niðurstöður af at- hugunum, sem gerðar hafa verið á hljóðlestri og raddlestri. Vegna rúm- leysis verður tilraunaaðferðum og heimildum slept. Framför í raddlestri verður athuguð jafnframt, af því að á honum byggist framför hljóðlestrar- ins. Meginreglur þær, sem fara hjer á eftir, eru staðfestar af reynslunni, þótt þær eigi sjer einstakar undantekning- ar, ekki síður en aðrar reglur. Framför í raddlestri er ör- ust í neðri deildunum, minni í þ e i m e f r i. Hraðamæling á 7000 nemendum sýndi, að flýtir í að lesa upphátt nálg- aðist hámark sitt við lok 3. skólaárs (um 10 ára aldur meðalbarna). pó á þetta ekki við, nema þegar lesið er

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.