Skólablaðið - 01.04.1921, Page 7
April 1921
SKÓLABLAÐIÐ
43
ljett mál. 1 þremur neðstu bekkjum
skólans þarf því að leggja áherslu á
raddlestur, og búa svo börnin undir
hljóðlestrarnám í efri deildunum. All-
ar tilraunimar virðast benda í þá átt,
að sje bamið ekki farið að lesa reip-
rennandi 10 ára, þá nái það aldrei mik-
illi leikni, hvorki í raddlestri nje hljóð-
lestri. Formhlið lestrarins verður að
æfast í neðstu bekkjunum. Hún er und-
irstaða alls æðri þroska í lestri.
Leikni í framburði auð-
veldra orða lærist best í
neðri bekkjunum. þeir skólar,
sem lengst hafa komist í að kenna rjett-
an og liðugan framburð, hafa ætlað
nokkrar mínútur daglega til æfinga í
greiningu og framburði hljóða, einkum
upp að fjórða bekk. Rannsóknir sýna,
að formhlið lestrarins æfist örar en
þroski til að gera sjer grein fyrir efni
þess, sem lesið er. þess vegna ætti
einkum að æfa framburð í þremur
neðstu bekkjum jafnframt raddlestri,
og viðhafa þá mjög auðvelt lesefni. I
efri bekkjunum ætti aftur á móti að
leggja aðaláhersluna á hugsunar-
þroska viðvíkjandi lesefninu, og gera
það í sambandi við hljóðlestraræfingar.
Börn í öðrum og þriðja
bekk lesa hraðar upphátt en
í hljóði. Eftir það fara þau
að lesa hraðara lágt en upp-
hátt. Hraði í hljóðlestri
tekur mestri framför í 4., 5.
og 6. bekk, en nálgast þá há-
m a r k s i 11. þess vegna er nauðsyn-
legt að leggja sjerstaka áherslu á
hljóðlestur í 4., 5. og 6. bekk skólans,
því að þeim þroska í hljóðlestri, er þá
fæst, á maðurinn að búa æfilangt.
Allar rannsóknir hafa
stutt þá skoðun, að framför
í að skilja lesefnið sje á-
framhaldandi allan barna-
skólaaldurinn á enda, þótt
hann sje ekki eins hraðfara í þremur
neðstu deildunum. Áherslu þarf því að
leggja á skilning efnisins í öllum
bekkjum. Sje það ekki gert, er hætt
við, að nemandinn verði að liðugri tal-
vjel í stað hugsandi lesara.
1 fjórða, fimta og sjötta
bekk ætti að kenna nemend-
unum að skilja æ þyngra og
þyngra lesefni, og jafn-
framt að nota lestrarkunn-
áttuna á marga og mismun-
a n d i v e g u.
Lífið heimtar af mönnum margskon-
ar lestur; fer það alt eftir því, í hvaða
tilgangi lesið er. Skólinn ætti að kenna
eins fjölbreyttan lestur og lífið heimt-
ar. I sambandi við hverja tegund lestr-
arins ætti að kenna sjerstakar námsað-
ferðir, eftir því að hvaða takmarki er
stefnt með lestrinum.
Hjer fara á eftir nokkrar uppástung-
ur um það, hvernig haga má lestrin-
um, svo að hann stefni að vissu mark-
miði og gefi tilefni til að æfa nemend-
urna í fjölbreyttum lestraraðferðum:
1. Hljóðlestur, til þess að finna góð-
an kafla til samlestrar, eða til að leika.
2. Auðvelt lesefni til skemtunar, t. d.
lýsing á landi, sem nýlega hefir verið
lært um, eða æfisaga manns, sem ný-
lega hefir verið lesið um í mannkyns-
sögunni (aukalesbækur í ýmsum náms-
greinum).
3. Lestur sem reynir á dómgreind,
samanburð og valvit:
a) að finna meginatriði í leskafla.
b) búa til útdrátt úr kafla.
c) búa til fyrirsagnir á málsgreinar.
d) lesa kafla, til þess að finna hvort
nafn hans er vel valið.
e) að búa til spurningar um meginhug-
myndir í leskafla.
f) að lesa til þess að finna lýsingu á
fögni landslagi eða öðru, sem nem-
andinn geti síðan teiknað.