Skólablaðið - 01.04.1921, Qupperneq 12
48
SKÓLABLAÐIÐ
og fremst verið að ala upp iðjusama, þol-
góða alríkisborgara. Rikið tekur börnin frá
foreldrunum, og segir ungfrú Black, að sú
viðleitni sje bersýnileg, að draga sem mest
úr áhrifum foreldranna og afskiftum af
börnunum, er þau eru komin í skólann. En
hún óttast mjög, að iðnaðarfyrirtækin og
verkaþörfin megi betur en hugsjónir bolsi-
víka, og muni hremma bömin og ungling-
ana fyr en skyldi úr þessari skólaparadís.
En verstan bifur hefir hún á því, hversu
fastlega og einhliða bolsivíkar boða kenn-
ingar sínar, eða kenna trú sina. því svo
muni fara sem fyr, að mannsandinn verði
ekki að skaðlausu hneptur í jámviðjur lög-
helgaðra kenninga. —
Bolsivíkar hafa mjög tekið uppeldismál-
in og listirnar í sína þjónustu, og sýnt í því
hygni og viðsýni. Hitt er annað, hversu
sigurvænlega þeir beita þessum vopnum.
En mörgum hjor mundi þarflegt að lesa um
bolsivikastefnuna einhverja bók slíka sem
Russels, og er -fyrir þvi vakin athygli á
henni hjer. Hún er nú nýkomin i danskri
þýðingu, og mun hægt að panta hana hjá
bóksölum hjer, hvort heldur á ensku eða
dönsku.
Fregnirnar um frönsku stjórnarbylting-
una miklu vom ekki fagrar. Henni var yfir-
leitt lýst svo, meðal skikkanlegra manna,
að hún væri guði og góðum mönnum and-
styggileg, og að fyrir henni stæðu bófar
einir og guðlaus illmenni. Nú er litið á
þessa atburði með meiri ró.
í frásögnum hjer og víðar um rússnesku
hyltinguna, sönnum og lognum, hefir mest
borið á hryðjuverkum og hörmungum og
óstjórn, en i gegn skín venjulega eins og ein-
hver aulaleg ásökun um það, að alt þetta
sje að kenna fáeinum samviskulausum
glæframönnum, sem hafi það sjer til skemt-
unar að drepa menn og kvelja.
þegar frá líður, munu allir þessir atburð-
ir skýrast betur. En Russel segir í bók sinni
á þá leið, að í Rússlandi hafi nú verið gerð
einhver allra merkasta tilraun mannkyns-
ins til að bæta kjör sín. H. Hjv.
-----o-----
Apríl 1921
-== FRJETTIR ZZ
—0—
Kcnnarafundurinn.
Eins og fundarboð hjer í blaðinu ber með
sjer, hefir það orðið að ráði að halda fund-
inn um miðjan júní. Má þó vera, að sumum
kennurum þyki sá tími ekki hentugur. En
þess varð fyrst og fremst að gæta, að um
30 kennarar viðs vegar af landinu munu
verða á kennaranámskeiðinu, en því miður
munu fáir geta komið gagngert. langt utan
af landi til þess eins að sækja fundinn.
Og mjög lítið er um hentugar skipaferð-
ir, og batnaði síst við breytingu þá, sem nú
er gerð á ferðum Sterlings. Hann á að koma
úr hringferð sama dag og konungur kem-
ur hingað, og þótti ekki vænlegt að koma á
fundi í öllum þeim ys, sem verða mun hjer
þá daga. En úr Jónsmessu mun losna um
kennara á námskeiðinu. það þótti því til-
tækilegast, að hafa fundinn rjett fyrir
iþróttamótið og hátíðahöldin hjer 17.—19.
júní, og var með því hægt að binda sig við
eina skipsferð, en það er ferð Suðurlands,
er það kemur frá Vesturlandi 13. eða 14.
júní.
Ekki mun fundinn skorta verkefni, og má
vænta þess, ef þátt-taka verður allgóð, að
hann standi 2—3 daga.
KENNARA
vantar til eftirlits- og farkenslu
í GufudalsfræðsluhjeraSi næsta vetur, 1921
—22. Laun samkvæmt lögum um skipun
barnakennara og laun þeirra. Umsóknir
sendist fyrir 30. júní næstkomandi.
Fræðslunefndin.
SKÓLABLAÐIÐ kemur út einu sinni
í mdnudi, í'1% örk lesmdls hvert blað, 18 arkir
d dri. Kostar 6 krónur, ocj greiðist, fyrirfram,
i janúar. Útgefendur: Ásgeir Ásgeirsson, Helgi
ITjörvar og Steingrimur Arason.
Afgreiðslu og innheimtu annast
Hel gi H j ö r v a r, Tjarnargötu 18. Simi 808.
Utandskrift blaðsins er:
Sk ól abl a ð ið, Reykjavik (Pósthólf 84).
Prentsmiðjan Acta — 1921