Skólablaðið - 01.06.1921, Qupperneq 12

Skólablaðið - 01.06.1921, Qupperneq 12
72 Guðmundur Jónsson kennari í Rvík. Hallgr. Jónsson kennari í Rvík. Hervaldur Björnsson skstj. í Borgamesi. Sigurður Jónsson kennari í Rvik. Steingrímur Arason kennari í Rvík. Svava pórleifsdóttir, skólastj. á Akranesi. Fundurinn hafði tvö önnur stórmál til umrœðu, en það var kristindómskenslan og tillögur milliþinganefndar í mentamálum um skipun harnafræðslumálanna. Kristindómskenslan kom til umræðu 16. • júní og stóðu þær umræður fullar 5 stund- ir. Voru þá allmargir gestir á fundinum, einkum prestar og guðfræðingar, meðal þeirra Haraldur prófessor Nielsson, sem hafði sjerstaklega óskað eftir að taka þátt í umræðunum. Eigi var í annan tíma meira fjölmenni eða atiiygli á fundinum, og fóru umræðurnar fram af alvöru og stillingu, þótt skoðanir væru ekki á eina lund. Yfir- leitt hnigu umræðurnar mjög eindregið gegn kverkenslu, og var þá varla eða ekki nefnt nema Helgakver. J>ó voru nokkrir kennarar, sem vörðu það eindregið, og kváðu sjer aldrei hafa nema vel gefist. Samþykt var í málinu svofeid ályktun: Fundurinn lýsir yfir því áliti sínu: 1. að sjálfsagt sje að hafa kristindóms- fræðslu í barnaskólum. (Samþ. með 44 siilj. atkv.). 2. að kverkenslu beri þegar að afnema, en byggja kristindómsfræðsluna fyrst og fremst á frásögnum biblíunnar sjálfrar um líf og kenningu Krists. (Samþ. með 44 : 7 atkv.). 3. að taka þurfi þegar til gagngerðrar at- hugunar lagaboð, sem nú gilda, um kristindómsfræðslu og ferming bama. (Samþ. með 38 shlj. atkv.). 4. að samræmi verði að vera í kröfum um kristindómsfræðslu skóla og kirkju. (Samþ. i e. hlj.). Viðaukatill. við 1. lið, svofeld: „og vill eigi að hætt sje við að kenna fræði Lúthers hin minni“, var feld með meginþorra at- kvæða gegn fáeinum. Breyt.ingartill. við 2. lið: „í stað kveranna, sem nú eru notuð, sje lögð til grundvallar stutt kensluhók er svari til siðalærdómsins í kveri Helga Hálfdánarsonar", var feld með 27 : 7 atkv. Júni 1921 Mentamálanefndin útbýtti í fundarbyrjun nokkrum eintökum af uppkasti að nýjum fræðslulögum. Skýrði Guðm. próf. Finn- I ogason siðan tillögurnar fyrir þingheimi, frá sjónarmiði nefndarmanna, og setti fundurinn 7 manna nefnd í málið. Var það síðan tekið til umræðu síðar á fundinum og rætt lengi dags, að viðstöddum menta- málanefndarmönnunum. En engin ályktun var gerð í málinu, með því og að tillögur þessar eru ekki enn fram lagðar til fulln- ustu; verður því eigi heldur skýrt nánar frá þessu hjer. Auk þessa, sem hjer er nefnt, var hreyft á fundinum nokkrum smærri málum. Fundinum sleit laugardagskvöldið 18. júní, og komu þá flestir fundarmenn saman um kvöldið í Iðnó til kaffidrykkju, þeir sem ekki höfðu þá þegar orðið að binda skó sina og halda heim. Sátu menn þar lengi kvölds, og var þar alt, hið ánægjulegasta. (Lög kennarasambandsins verða birt. í næsta blaði). H. Hjv. -----o---- Kcnnaraprófið. í skrá um það i siðasta blaði höfðu kom- ist inn viilur, Jóhannes f. Jóhann Sveins- son, og skakt stigatal Valdimars Össurar- sonar, átti að vera 85. Auk kennaranna tók Sigurjón Arnason rand. theol. frá Görðum á Álftanesi próf í uppeldisfræði 20. þ. m., og hlaut 5x/3 í einkunn. -----o---- SKÓLABLADIÐ lcemur út einu sinni í mánuði, H/a örk lesmáls hvert blað, 18 arlcir á ári. Kostar 6 Jcrónur, og greiðist fyrirfram, i janúar. Útgefendur: Ásgeir Ásgeirsson, Helgi Hjörvar og Steingrimur Arason. Afyreiðslu og innheimtu annast Helgi 11 j'örvar, Tjarnargötu 18. Simi 808. Utanáskrift blaðsins er: Sk ó l ab l a ð i ð, Reykjavík (Pósthólf 84). SKÓLABLAÐIÐ Prentsmiðjan Acta — 1921

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.