Alþýðublaðið - 03.02.1965, Síða 8
.............................iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiihii.. iiiHiininiiiiiiiiiiiiiiiiiiimniiiiniiiiHmniHiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiimiiiiiiuiinMiiiininiiiiiinim iiiuniimiunniiiiiiiniiinuiumiiiniinniiiimiHiiiiiuHmimmmimnHHiuiniiuiiiiimiiniiiiiiiiiiiuiiniiiunniiiiniiiiiiiiimnmmmiHMr
^iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii...- ..............................,,
FÖ ~ DJÁSN OG D\ !R
MANNINUM er nauðsyn að
skarta einhverju, skreyta sig með
einhverjum munum, jafnvel stoln
um fjöðrum, ef ékki er annað
til. Og skartgripi hefur mann-
skepnan búið til frá örófi alda.
Enn er skartgripasmíði í miklum
metum meðal menningarþjóða,
og gull-silfursmiðir njóta jafn-
mikillar virðingar og aðrir lista'-
menn, svo sem listmálarar, leik-
arar og rithöfundar. Það hvarlar
ekki að nokkrum manni, að telja
þá til handverksfnanna eins og
hér hefur viljað brenna við.
Arnaldo og Gio Pomodoro
heita bræður tveir, ítalskir. Þeir
hafa stundað skartgripasmíði um
nokkurt skeið; en annars eru þeir
kunnir myndhöggvarar. — Þeir
fengu allt í einu þá flugu í höf-
uðið að snúa sér að gull- og
siifursmíði og ætluðu sér að
smíða grioi, sem aldrei hefðu
verið gerðir fyrr: smíði þeirra
átti að vera ólík öllu, sem gert
hafði verið fram til þessa. Og
listfræðingar voru fljótir að gefa
gaum að verkum þeirra, en einn
þessara spekinga var snöggur að
sjá ýmis líkindi með smíði þeirra
bræðra og frægustu gripa forn-
aldarinnar, sem þeir höfðu eng-
in kynni haft af.
Aðrir báru saman höggmyndir
þeirra og skartgripi og komust
að því, að bygging höggmynd-
anna og innri sam?til]ing grip-
anna var svipuð, byggð á sömu
lögmálum.
Skartgripir eftir þá bræður
hafa verið sýndir á hinni heims-
frægu skartgripasýningu í Gold-
smith höllinni í Lundúnum — og
auðvitað seldust þeir eins og
skot. Hér á síðunni sjáið þið
nokkra af gripum þeirra Pomo-
doro bræðra.
ÞAD dylst vonandi engum, sem
sér myndirnar af skartgripum
Pomodoro bræðmna, að þeir
eru óvenju smekklegir og hag-
lega gerðir. Bræðumir hafa líka
orðið fyrir hollum áhrifum frá
nútímalist; höggmyndun þeirra
og glöggt auga fyrir formum
kemur skýrt fram í gripunum,
þótt smáir séu.
Það verður aldrei of oft brýnt
fyrir listiðnaðarmönnum að
kynna sér nýjustu stefnur og
hreyfingar í skyldum listgrein-
um. Merki þess, að svo hafi ver-
ið gert, má reyndar sjá í silfur-
og gullsmíði allra landa í dag,
jafnvel á íslandi.
íslendingar hafa löngum hrós-
að sér af fagurri smíði; þarf
reyndar ekki annað en að ganga
um sali Þjóðminjasafnsins til
þess að sjá, að þar eru til lista-
fagrir gripir, pontur, baukar,
dósir og bikarar, sumt er reynd-
ar útlent, og annað undir áhrif-
um frá erlendri smíði. En hvað
gerir það til, öll þjóðleg list er
meira og minna undir áhrifum
frá erlendri.
Og meðan tignarkvinnur í út-
löndum bera skartgripi Pomodo-
ro bræðranna, prýða margar ís-
Framhald á 13. síðu.
lll•••ll■lllllllllllllll|l||||l|||||ul|III■l■1IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIMI•l•ll
luiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiui ............................... ................................mmmiifiimuimiuuiiiHiiimummiiiiiiiiíim^
8 3. febrúar 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Stærsía og
(Ijótasta
ferjan
NÝLEGA var hleypt af
stokkunum á Helsingjaeyri ferju,
þeirri stærstu, sem um gettir á
leiðinni Danmörk-England. Sana-
einaða gufuskipafélagið hefur fest
kaup á henni og er áætlað, a3
hún gangi milli Esbjerg og Har-
wick. Skipið á að rúma 166 far-
þega á 1. farrými, 204 á 2. og 68
farþega á þriðja, samtals 438. —
Skipið er 9750 brúttólestir að
stærð og hraði þess mun vera um
23-24 hnútar. Myndin sýnir þver-
skurð af farþegarými og bílalest.
Eftirli
tækj'í
NOKKRIR • af þingmönnum
Alþýðuflokksins hafa flutt þings
ályktunartillögu um eftiriit með
fyrirtækjasamtökum. Tillagan
er svohljóðandi:
Alþingi ályktar að skora á
ríkisstjórnina að láta athuga með
hverjum hætti hið opinbera geti
haft eftirlit með viðleitni fyrir-
tækja til að hafa með sameigin-
legri afstöðu á markaöi óæski-
leg áhrif á verðmyndun í land-
inu og hvernig bezt megi tryggja
að neytendur fái notið ávaxta
aukinna framleiðsluafkasta í
meira vöruúrvali og hagstæðai’a
verðlagi.
Fyrsti flutningsmaður tillög-
unnar er Unnar Stefánsson.
Tillögunni fylgir svohljóðandi
greinargerð:
„ísland er nú eina ríkið meðal
þjóða Vestur-Evrópu, sem hef-
ur ekki lög um heimild hins
opinbera til að hamla móti ein-
okun eins fyrirtækis eða sam-
tökum fyrirtækja um að halda
uppi í skjóli einkasöluaðstöðu
óeðlilega háu verði til að afla
sér óréttmæts gróða. Verðlags-
eftirlit í núverandi mynd gegnir
ekki þessu hlutverki. í Noregi
er verðlagsefth-lit. Þar hafa þó
: verið bannaðir nær 400 verð-
samningar einkaaðila.
Mikil brögð eru liérlendis að
samtökum ''fyrirtækja í sömu
greinum viðskipta, sem geta haft
óæskileg áhrif, þótt ekki sé um
risafyrirtæki að ræða. Verðsam-
komulag tveggja eða þríggja
smáaðila, sem ráða yfir miklum
hluta framboðs í einni groin
viðskipta, hefur ekki síður skað-
leg áhrif á sínu sviði en mynd-
un stórhrings, sem auðveldara
væri að henda reiður á.
í umsögn Hagstofu íslands
um tillöguna segir m. a.: „Ýþa-