Alþýðublaðið - 03.02.1965, Síða 11

Alþýðublaðið - 03.02.1965, Síða 11
* ■ Ignlijj B É i I Óvænt úrslit í /. deild i fyrrakvöld: Haukar sækja sig - sigrubu Víking 26:18 LOKSXNS unnu Haukar leik og ' burðum í fyrrakvöld, skoruðu 26 það var þá svo um munaði — þeir mörk gegn 18, staðan í hléi var sigruðu Víking með nokkrum yfir 13.11 víking í vil. í síðari leik 'kvöldsins vann Fram KR örugg- lega með 17 mörkum gegn 11. - 1 ★ Haukar—Víkingiir .26:18 (11:13). Leikurinn var jafn lengst af, Víkingur skoraði tvö fyrstu mörk- in, en Haukar jöfnuðu. I>á náðu Haukar yfirhöndinni, en síðari hluta hálfleiksins voru Víkingur sterkari og hálfleiknum lauk með 13:11 fyrir Víking. Fyrstu minúturnar í siðari hálf leik skiptust liðin á að skora, eh HRAFNHILDUR I 3 GREINUM SUNDMEISTARAMÓT RVK. HEFST KL. 20.30 í KVÖLD SUNDMEISTARAMÓT Reykjavík ur fer fram í Sundhöll Reykjavík- ur í kvöld og einnig verður háður úrslitaleikur Sundknattleiksmóts Reykjavikur milli KR og Ármanns. Keppnin hefst kl. 20.30. Alls er keppt í 8 meistaragrein- um,.en auk þess fara fram 4 ung- lingagreinar. Keppendur eru um 60 frá Reykjavíkurfélögunum, Ár- manni, ÍR, KR og Ægi, en auk þess keppa sem gestir sundfólk frá Keflavík, Akranesi og Selfossi. Undanrásir hefjast í nokkrum greinum kl. 19. Keppnisgreinar eru: 100 m. skriðsund karla, 400 m. skriðsund karla, 100 m. flugsund karla, 100 m. baksund karla, 200 m. bringu- sund karla, 100 m. skriðsund kvenna, 200 m. bringusund kvenna og 100 m. baksund kvenna. Úrslitaleikur KR og Ármanns í sundknattleik getur orðið mjög spennandi, en KR-ingar ógna nú mjög veldi Ármenninga í sund- knattleik. um miðjan hálfleik jöfnuðu Hauk- ar, 17:17. Siðustu 10 mínútumar skoruðu Hafnfirðingarnir 9 mörk gegn aðeins 1 marki Víkinga. Vík- ingsliðið var í algjörri upplausn síðustu mínúturnar, en Haukar léku af hraða og öryggi. Við sögðum hér á íþróttasíðunni fyrir nokkru, að ekki myndi líða á löngu, þar til Haukar ynnu leik og sú spá rættist í fyrrakvöld, þó að sigurinn væri jafnvel stærri en búizt var við. Lið Hauka er jafnt og á köflum getur það sýnt skín- andi leik Beztur er Matthías Ás- geirsson, þjálfari og fyrrum ÍR- ingur. Ýmsir efnilegir piitar eru í ' liðinu og má þar nefna Stefán Jónsson, Sigurð Jóakimsson og Þórð. Það vantaði tvo menn í lið Vík- ings, þá Þórarin Ólafsson og Helga Guðmundsson, Brynjar kom í markið í stað Helga og stóð sig vel. Víkingur átti góðan leik, þar ! til 10 mín. fyrir leikslok, þegar Haukar riáðu tveggja marka for- skoti, þá var eins og ailt skipulag Framhald á 13. síðu. FLOYD VANN! FLOVD Patterson sigraði Kanadamanninn George Chu valo á stigum í fyrrinótt, en kapparnir börðust í 12 lotm'. Floyd hafði greinilega yfir- burði en var þó býsna hætt kominn í 10. lotu. Hann var fallinn á hné, en þá hljómaði bjallan og bjargaði honum i það skiptið. Annars voru yf- irburðir Floyd mjög miklir og ótrúlegt, hvað Chuvalo þoldi, enda var hann illa úb- Ieikinn. Allir dómararnir dæmdu heimsmeistaranum fyrrverandi sigur. Keppni þessi fór fram í Madison Square Garden, og fögnuður hinna 19 þúsund áhorfenda var geysilegur. — Heimsmeistarinn Cassius Clay var nærstaddur, þegar keppninni Iauk, hann stökk inn í hringinn og kvaðst óska þess, að Patterson fengi tæki færi til að ná heimsmeistara' titlinum. Pattcrson fær sem svarar til ca. 5 millj. ísl. kr. en Chu vaíó’ca. 3 millj. fyrir keppu- ina. Ríkarður Jónsson kjörinn íþrótfamaður Akraness 1964 ■11 IÁ FJÖRUTÍU ÁRA afmæli Knatt ] spyrnufélagsins KÁRA á Akra- i nesi, var gefinn bikar til minningais um Friðþjóf Daníelsson, er lézt af slysförum 6. júní 1947, aðeins 24 ára gamall. Gefendur voru syst- kini hins látna og ákváðu þau að bikarinn skyldi afhendast árlega þeim íþróttamanni, sem mest þætti skara fram úr á Akranesi hverju sinni. Þá var ákveðið að nefnd, er skipuð væri einum full- trúa frá hverju íþróttafélagi í bænum, skyldi velja þann mann, er bikarinn skyldi hljóta. Er hann kosinn á sama hátt og íþrótta- tUMUMMMUMtUtUMUMtM í Á MYNDINNI sézt Friðþjóf- ur Friðþjófsson afhenda Rík- harði Jónssyni bikarinn, sem hann hlaut, er hann var kjör inn bezti íþróttamaður Akra ness 1964, í atkvæða greiðslu, sem efnt var til á Akranesi nýlega. fréttaritarar velja íþróttamann. ársins. Sl. sunnudag var bikarinA afhentur í fyrsta skipti og í tilefní- þess bauð knattspyrnufélagið Kárl nokkrum íþróttamönnum og for- ystumönnum íþróttamála til funél ar. Formaður félagsins, Helgi Dan íelsson stjómaði fundinum og. skýrði frá vali nefndarinnar. íþróttamaður Akraness áriðf 1964 var kosinn Ríkarður Jónsso* og hlaut hann 24 atkvæði. í öðru sæti varð Eyleifur Haf- steinsson knattspyrnumaður með 15 atkv. Þriðji var Sigurður G. Óí- afsson sundmaður með 13 atkv. 4. Jón Leósson, knattspyrnumað- ur með 8 atkv. 5. Sveinn TeitssoU knattspyrnumaður með 3 atkv. ð. Björn Lárusson, knattspyrnumað- ur með 1 akv. Friðþjófur Friðþjófsson, sonuaf hins látna, sem bikarinn er gefinn til minningar um, afhenti síðan Ríkarði bikarinn til varðveizlu f eitt ár. Að lokum tóku til máfcé þeir Ríkarður Jónsson og Gu<4» mundur Sveinbjörnsson. ALÞÝÐUÐLAÐTÐ - 3. febrúar 1965

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.