Alþýðublaðið - 27.02.1965, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 27.02.1965, Blaðsíða 6
BAK VIÐ TJÖLDIN FORSETI amcríska stórfyrirtækisins háfSi verið í forsæti á sérlega æðisgengnum stjornarfundi — og svo ofsalegt varð þetta, að hann var fluttur beint á spítala með blæðandi magasár. Næsta dag fékk hann svohljóðandi skeyti frá ritara stjómarinnar: „Með átta atkvæðum gegn sjö hefur stjómin samþykkt að óska yður skjóts bata.“ — ★ — EKKI hefðu menn fyrir nokkm haldíð, að það gæti skeð, að tveir meðlimir úr hinum fræga rottuhóp (,,rat-pack“) í Hollywood, Frank Sinatra og Sammy Davis jr. ættu eft- ir að verða óvinir. Orsökin er sú, að þegar Sammy fékk á sín- um tíma tilboð um aðalhlutverk í Broad- way stykkinu „Golden Boy“, réði Frank hon- um frá að taka því og taldi, að það yrðu mestur ófarir Sammys. En Sammy sagði já, sem hefði svo sem verið nóg — en svo beit hann höfuðið af skömminni með því að slá I gegn. Nú em sterkir aðilar í rottuhópnum að reyna að sannfæra Sinatra um, að hann hafi ekki aðeins gert Sammy rangt til með afstöðu sinni, heldur líka sjálfan sig hlægilegan. — ★ — QUINTIN HOGG, áður Hailsham lávarður, '5 er einn þeirra, sem sjaldan verður orðfall. || Fyrir skemmstu hafði einn af stjórnmála- , - .yViT'' * • mönnum Verkamannaflokksins orðið æst- - ur og kallað Hogg „helvítis asna“. 1 ''!' ' T ÆS Á eftir sá hann eftir ölhi saman og bað ' Jgn — Ég tek afsökunarbeiðninni, sagði Hogg. - > 'V'i'jp ’ j|l||||l|g En raunar sannar þetta víst ummæli yðar. v ,, Æar Ég hlýt í rauninni að vera helvítis asni að taka afsökunarbeiðni frá yður. — ★ — YNGSTA dóttir il Duce, Anna Maria Mussolini, sem er gift dægur- lagasöngvara, he'.ur nýlega verið fastráðin að ítalska ríkisútvarp- inu. Fyrsta verkefni hennar verður að hafa viðtöl við alls konar þekkta ítali og spyrja þá um skoðun þeirra á dægurlögum og jassi. ADLA.I Stevenson, aðalfulltrúi Bandarikj- anna hjá Sameinuðu þjóðunum, hélt um daginn ræðu í lokaðri sjónvarpssendingu til lögreglumanna í New York. Ástæðan til ræðuhalds þessa var sú, að miklar kvartan- ir hafa borizt frá erlendum sendimönnum hjá SÞ, aðallega hinum svörtu, en öðrum líka, um að lögreglan gætti ekki tilhlýði- legrar virðingar gagnvart þeim. Benti hann m.a. á, að það væri dálítið erfitt fyrir menn, sem væru vanir að vera ávarpaðir „Yðar ágæti“, að fá framan i sig „Hey buddy“!“ Hann lauk ræðu sinni með þessum orðum: „Lofið mér að stuðla pkki að þvi, að New York missi gestrisniorðið." — ★ — MEÐ aldrinum hefur Alfred Hitchcock, ||. hollvekjuhofundur, stundum tekið að svífa yfir í heimspekina. Eins og þegar hann >— Ég hef komizt að þeirri niðurstöðu, að það, sem skiptir máli, er ekki hvers við ætlumst til að lífinu, heldur hvers lífið — ★ — Á ÝMSUM stöðum í Frakklandi eru enn til skattheimtumenn, sem koma heim til manna að krefja þá um greiðslu. Er einn þeirra kom eitt sinn til skattborgara nokkurs, spurði sá: — Fyrirgefið, takið þér við drykkjupeningum? Skattheimtumaðurinn brást reiður við og spurði, hvort sá armi skatt- borgari vogaði sér að móðga embættismann að starfi, en þá svaraði hinn: — Hreint ekki — en ég er þjónn og hef því ekki annað en dryfckjupeninga að bjóða yður. -K * * ÞESSI kona heitir frú Yvonne Bariow. Hún er læknisfrú og áhugamaður um myndlist. Málning- artækni hennar er nokknð sérstæð, því að hún hefur farið í fjölbreytilegt pillusafn eiginmanns síns og fengiö þaðan efni til að vinna með. Hún „komponerar" sem sagt myndir sínar úr pilium og fær fram mikið litskrúð, því sem kunnugt er eru pillur hinar margvíslegustu aö stærð, lit og tögun. Vandræði bíla- eigenda í Sovét MIÐAÐ við fólksfjölda er ekki mikið um einkabílstjóra í Sov- étríkjunum — en þó eru þeir nægilega margir til þess, að þeir eru farnir að kvarta yfir kjör um sínum — og nú hafa þeir meira að segja fengið Izvestjia til að tala máli sínu. — >að er tími til kominn. SLÆMUR GRIKKUR g FYRHi skömmu var gert 1 H setnverkfall (Sit-down strike) = B í bifreiðaverksmiðju einni í H jj bænum Sallon í Indiana. J s Hvað gerði eigandinn? í jj 1 staöð þess að kalla á lögreglu B ■ eða gera eitthvað ægilegt, sá J y hann um, að verkfallsmönn- 1 • um væri séð fyrir þægilegum s I dýnum að liggja á, gefnir J | whiskýsjússar og vindlar. 1 i Auk þess lét hann fagrar j jj fraukur gjarna ganga um , jjj meðal þeirra. Þegar þessu g J hafði farið fram um stund, 1 . sendi hann leigubíla eftir S ; eiginkonum verkfallsmanna f , tii að sýna þeim, hvað eigin- | mennirnir hefðust að. = Það liðu ekki margar mín- J B útur, áður en verkfallinu var £; ; aflýst — og næsta morgun Sj ■ mættu allir til vinnu, eins og fg g ekkert hefði í skorizt. : ffltnmniifflmimiuiiiiuiiiiiuiUBiiiiiiiiiiniTniMniiinitiminiiniiniinniiiuiiniiiaiuuffl skrifar blaðið, að litið verði á ökumenn sem samborgara með fullum réttindum — eins og þeg ar er gert við alla þá, sem eiga sjónvarp. Og hérna kemur svo það, sem veldur kveinstöfunum: — Hin fáu viðgerðarverkstæði hafa enga varahluti, — svo að bileigendur verða að leita á svart an markað, þar sem er milljóna umsetning á hverju ári. — Stöðupláss fyrir bíl við gangstéttarbrún kostar 300 kr. á mánuði, — sem er dýrt þegar tekið er tillit til þess, að íbúð með miðstöðvarhitun kostar að- eing 360 kr- á mánuði. — Það er svo tijL ekki hægt að fá bíl þveginn — þó að menn séu sektaðir, ef bílar eru ó- hreinir. — Loks undirstrikar Izvestjia, að kvarti einhver um það við lögregluna, að hinir frægu ,,leð urjakka-gæjar“ hafi eyðilagt bíl inn hans, fái hann þetta svr. — Þér verðið að muna, að fólk þolir ekki neinn, sem á eitthvað. BREZKA blaðið Sunday Times skýrir frá því, að brezkt mjólk- urfélag sé búið að standa fyrir tilraunum í átta ár og hafi nú fundið ráð til að gerilsneýða nýmjólk við mjög hátt hitastig en það valdi því, áð hægt sé að geyma hana ferska í séx mán uði í hvaðá loftslági sem vera skal. Vemdaður af lögunum — Af tæknilegum ástæð um getúr Schmidt prófessor ekki flutt erindi sitt um yf- irburði karlmannsins í hjóna bandinu. Fyrir forstjórann: — Þú skalt ekki búastvið. • mér strax. Ég er bundinn á skrifstofunni. $ 27. febrúar 1965 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.