Alþýðublaðið - 27.02.1965, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 27.02.1965, Blaðsíða 10
.TfY* VVYv' *y%rv yy.yy V'YVVyyvyyw > vw~rvV v-s'y-vy v yyvwv> > vv>v o wv Minningargjafasjóð ur Landspítalans AÐALFUNDUR Minningargjafa- sjóðs Landsspítala íslands var haldinn 27. jan. sl. Gjaldkeri- sjóðsins lagði fram endurskoð aða reikninga fyrir árið 1964, og voru þeir samþykktir, en reikn- ingar sjóðsins eru árlega birtir í Stjórnartíðindum. A árinu hafði kr. 134.100.00 verið varið úr sjóðnum, en styrk veitingar hafa farið vaxandi ár frá ári- Minningargjafasjóður Lands- spítalans er styrktarsjóður, er íslenzkar konur stofnuðu, skömmu eftir að þær hófu fjár- söfnun til byggingar Landsspít alans og fór fyrsta úthlutun úr sjóðnum fram árið 1931, og alls ■’ hafa styrkveitingar numið kr. ll.2>S6.818,45. Fyrstu árin var styrkveitingum aðallega varið ; ' til styrktar sjúklingum, er dvöldust á Landsspítalanum og voru ekki í sjúkrasamlagi né ! nutu sty.rkja annars staðar frá. '• En er sjúkrasamlögin náðu al mennri útbreiðslu, breyttist ■ þörf styrkþeganna. Stjórnar nefnd Minningargjafasjóðsins hefur því fengið staðfestar breytingar við 5. gr. skipulags skrár sjóðsins, og þar segir m-a: Því, sem sjóðnum kann að á- skotnast umfram vexti, skal ásamt þeim hluta vaxta, er eigi leggst við höfuðstól samkvæmt 4. gr., varið í fyrsta lagi til hjálp- ar sjúklingum, er sjúkravist eiga í Landsspítala íslands til greiðslu sjúkrakostnaðar þar, og í öðru lagi er heimilt, ef fé er aflögu, að styrkja til sjúkradval- ar og annars kostnaðar, er af henni leiðir erlendis, þá sjúk- linga, sem ,ekki geta fengið full- nægjandi læknishjálp hérlendis að dómi yfirlækna Landsspítal- ans; enda mæli þeir með um- sókn sjúklings. Nú er styrkveitingum mest- megnis varið úr sjóðnum tii sjúklinga, sem geta ekki fengið bót meina sinna hér á landi og leita sér læknúhjálpar erlendis. Jafnframt því, að stjórn Minn- ingargjafasjóðsins þakkar öllum þeim, er stutt hafa að velgengi isjóðsins undanfarin ár, leyfir hún sér - að tilgreina staði, þar sem minningarspjöldin fást keyþt: Landsími íslands, Verzlunin Oculus, Austurstr. 7, Verzlunin Vík, Laugavegi 52, og á skrifstofu forstöðukonu Landsspítalans (opið kl. 10.30 —11 og kl. 16—17.00) Nánari upplýsingar varðandi um sóknir gefur formaður sjóðsins, frú Lára Árnadóttir, Laufás- vegi 73, eða forstöðukona Lands spítalans, frk- Sigríður Bach- mann. Starfsval Framh. af 7. síðu. ætti að vera til á hverju heimili þar sem börn og unglinga er að dreyma um framtíðina. Efni hennar gefur tilefni til hinna æskilegustu umræðna milli ungl inga og uppalanda um mál, sem báðum aðilum*eru hugleikin. Það eykur uppeldisgildi bók- arinnar( að hún leggur víða á- herzlu á siðgæðiseiginleika svo ,sem samvjzkusemi, freglusemi, lipurð, þoíinmæði og fórnfýsi- Er aftur og aftur bent á það, að ýmsar starfsgreinar útheimti slíka eiginleika. Liklegt má telja að gildi siðgæðisins vaxi í aug um unglingsins, þegar hann sér að þeir einir, sem hafa það tiil að bera teljast gjaldgengir til þess s(:arfs; sfjm hann, hefur dreymt um að leggja fyrir sig. 1 bókinni kennir að sjálfsögðu margra grasa. Hin ólíklegustu störf eru kynnt lilið við hlið án tillits til þess mats, sem al- mennt er á þau lagt, og stuðl- ar það að því að vekja virðingu fyrir gildi starfsins hvert sem það er. Yfirleitt fjallar bókin um það fyrst og fremst, hvers hver starfsgrein krefjist af ein- staklingum. Það mun vera undir staða alls þroska, að maðurinn geri noklyar kröfur til sjálfs sín. Ég tel það því sjálfsagt að bók þessi komist í hendur allra unglinga og mjög líklegt, að hún geti átt sinn þátt í því að beina hugsun margra inn á heillavæn legar brautir. Júlíus Guðmundsson. Irú og guðrækni Framhald af 5. síðu. Persónuleg vandamál — 2 .... Hún hefur sterka trúarþörf, sem hún hefur ekki fengið fullnægt með því aö fara til messu með löngu millibili, þegar eitthvað var um að vera. Og í öðru lagi 'get ég mér þess til, að hún hafi fundið sig kúgaða og aðþrengda, hafða út undan á einhvern hátt. Hver veit, nema hugsunarleysi manns og kunningja í sambandi við ræktun trúarlífsins hafi átt sinn þátt í einstæðingsskap og minnimáttarkennd — og síðan virðist hvort tveggja hafa skeð jafn snemma: Innilokuð trúar- kennd brýst fram með sjúkleg- um ofsa, og í skjóli vissra trúar- kenninga finnst henni nú sem hún hafi fengið sterkari aðstöðu til að látá kenna á valdi sínu, því að nú hefur hún hvorki meira né minna en refsigjarnan heims- dóinara til að beita .fyrir sig. í sinni eigin báráttu fyrir valdinu. Ög „vinkóriurnar“ ýta þá undir hana, þvi að undirniðri kann það að kitla þeirra hégómagimd, að þær eru allt í einu teknar fram yfir heimili og gamla vini, og eru í rauninni skoðaðar sem hinn eini sannkristni söfnuður. Ég myndi ráðleggja manninum, sem hefur áhyggjur af ástandi konunnar, að forðast allt rifrildi og læti út af þessu, en þegar tækifæri gefst til góðra samveru- stunda, —* að opna þá sinn eigin huga og draga ekki dul á þá trú- arhugð, sem hann á sjálfur inni fyrir, — nálgast hana á miðri leið. Jafnframt væri nauðsyn- legt að hann gerði sitt til þess, að konan hans fengi hæfilega hvíld, andlega og líkamlega, — og spyrði sjálfan sig, hvort konan hans hefði eiginlega nokkurn- tíma fengið þá viðurkenningu heima fyrir eða í kunningjahópn um, sem flestar mannlegar verur hafa þörf á, sér til uppörvunar. Jakob Jónsson. EyjólfurK. Siprjónsson Ragnar A. Magnússon Flókagötu 65, 1. hæð. síml 17903 Löggiltir endurskoðendur Tek aff mér hvers konar þýSingar úr og á ensku. EIÐUR GUÐNAS0K liggiltur démtúlkur og skjats- þýðandi Skipholti ð1 — Sími 32933. Látið okkur rvðverja og hljóðeinangra bifreiðina með TECTYL! RYÐVÖRN Grensásveg 18, sími 1-99-45. Látið okkur stilla og herða upp nýju bifreiðina! BfLASKOÐUN Skúlagötu 32. Síml 13-100 Laugarás Laufásveg Seltjarnarnesi Framnesveg Bergþórugötu BOUA buxuraar Jijurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður Málf lutnin gsskrif stof a Óðinsgötu 4 - Síml 11043. Bifreifta- eigencinr Sprautum. málum auglýsingar á bifreiðar. Trefjaplast-viðgerðir hljóð- einangrun BÍLASPRAUTUN JÓNS MAGNÚSSONAK Réttarliolti v/Sogaveg Sími 11618 SMURl BRAUÐ Síms 16©£2 Snittur. Opia rrá kl. 9—23.30. Braijðstofan Vesturgótu 25. I; Grettisgötu Tjarnargötu Rauðarárholt Laugaveg, efri SENDISVEINN óskast. — Vinnutími fyrir liádegi. Alþýðubiaðið Sími £4 900. * BILLINN Rent an Icecar sími 1 8 8 33 í° 27. febrúar 1965 — ALÞÝÐLjBLAÐIÐ Afgreiðsla Aiþýðublaðsins Sími 14 900. vantar börn eða fullorðið fólk til að bera blaðið til kauþenda í þessum hverfum:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.