Alþýðublaðið - 03.03.1965, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.03.1965, Blaðsíða 1
 œoöEt©> 45. ári*. — Miðvikudagur 3. marz 1965 — 51. tbl. Loðdýraræktar- félag stofnað Keykjavik, 2. EG. Stofnað hefur verið hlutafélag í þeim tilgangi að reka loðdýra bú, ef frumvarp um þa® efni nær fram að ganga á Alþingi- í Hlutafélagið heitir LOÐDÝR ' h.f. og eru stofnendur um eitt hundrað einstakfingar á Suðvest urfandi. Að félaginu standa menn úr um það bil 50 starfsgreinum. Hlutafé félagsins er $,5 milljónir króna og í samþykktum þess eru ýmis nýstárleg ákvæði, sem með Framhald á 13. síðu. . Reykjavík, 2. marz - OÓ. NORDANROK er nú fyrir öllu Norðurlandi og ryðst ísinn upp að landinu allt frá Vestfjörðum og til Austfjarða. Fregnir af ísreki eru heldur óljósar, þar sem skyggni á þessu svæði er mjög slæmt og ekkert ískönnunarflug var farið í dag. bö hefur viða sést til íssins og eru jakar komnir inn á firði á nokkrum stöðum á Norö- urlandi og Vestfjörðum. Isinn nálgast Austfirði óðflnga. Eitt af skipum landhelgisgæzl- unnar var við Horn í morgun. Þar var ísspöng orðin landföst og veð- urhæðin komin upp í 10-11 vind- stig. Skipinu var siglt hið bráðasta suður með landinu. Veðurstofan fékk ísfregnir frá nokkrum stöðum seinni part dags- ins. Við Straumnes á Skaga var ís- hrafl víða við land og jakar á rekl undan landi. Við Siglunes | sáust jakar á reki um tvær sjómíl- | up frá landi; en skyggni var mjög slæmt og ekki gott að átta sig á hve mikill ísinn var. ís var allt umhverfis Grímsey og á hraðri leið upp að landinu. Ófært var á sjó frá eyjunni. Frá Raufarhöfn bárust þær fréttir að nokkrir ís- jakar væru þegar landfastir á Melrakkasléttu, en sökum slæms skyggnis var ekki hægt að segja um hve mikið var úti fyrir. ísjak- ar sáust inni á Eyjafirði. Allt bend ir til að ís sé landfastur við Kög- ur: Þar var norðan og norðaustan- átt og ísinn á hraðri leið í vestur- átt. ís var kominn inn á Aðalvik og nokkrir jakar sáust inni á ísa- fjarðardjúpi. Þá var mikil ísspöng norð norðvestur af Flatey á Skjálf anda. ísinn fyrir Austurlandi fær- ist ört nær landinu. Gert er ráð fyrir áframhaldandi norðanroki um allt land í dag5 miðvikudag. Á Vestfjörðum, Norð- urlandi og Austfjörðum verður hvöss norðan og norðaustan átt með ánjókomu, en bjartara verður væntanlega á Suðurlandi. Á fimmtudag er spáð minnkandi norðanátt. GRIMSEYINGAR VID ÖLLU BUNIR Reykjavík 2. marz OÓ. Hver ússpöngin eftir aðra rek ur látl'aust meðfram eyjunni og í átt tiMands, ssgði Bjarni Magnússon í Grímsey, er Al- þýöublaðið talaði við hann í clag. IIér er norðanátt, 7-8 vindstig og gengur á með élj- um. Skyggni er 5-10 km. og allt niðwr í 500 metra í hryðjunum. Síðan norðanrokið brast á í morgun hefur verið látlaust ís- rek meðfram eyjunni og virðist aukast eftir því sem líður á daginn- Þetta er allt Jágur ís og höfum við engan borgarís séð enn. ísinn er þunnur og ekki í samfelldri breiðu; heldur is spangir sem reka eina til tvær sjómilur á klukkustund. í morg un var ísinn mílur frá Flat ey á Skjálfanda og búast má við að hann nái landi undir morguninn ef ekki dregur úr norðanáttinni. — Við erum ekki verst rett ir hér í Grímsey þótt allt fylít ist 'af ís. Hér er fínasti flug- völlur og Tryggvi Helgason flýg ur hingað á tveggja-vikna fresti og þótt flugsamgöngur leggist niður höfum við nóga olíu og rafmagn og meira en nægileg matvæli fram á vor. Til dæmis fulilt salthúsið af fiski. — Ekkert hefur verið róið héðan síðan ísinn fór að reka kringum eyna- Búið er að setja upp alla bátana nema tvo þá stærstu. Beðið er eftir góðu veðri og verða þeir þá scttir Framhald á 13. síð* HWiWVVHMtWWWWWMWVMWMMWWWMWMWWWWMWMMMMWWWVtVWWMW Landfqstur ís v/ð Dalvík RÍKISÚTVARPDE> skýrði frá því, í seinni kvöldfréttum, að skömmu fyrir kl. 10 hefðu nokkrir jakar verið landfastir við Dalvík. — Skyggni var þá mjög slæmt á þessum slóðum. Landhelgisbrjótur dæmdur í Færeyjum Þórshöfn 2- marz HJ. Einkaskeyti I Kashmir, sem tekimi var á sunnu til Alþýðubi'aðsins. dagskvöldið að veiðum 8,5 sjómíl í gærkvöldi lauk hér í Þórs ur innan við l'andhelgislínuna fyr liöfn réttarhöldum yfir skipstjór- ir vesta Skúfey. Skipstjórinn anum á enska togaranum Ross ' Framh. á 13. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.