Alþýðublaðið - 03.03.1965, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 03.03.1965, Blaðsíða 13
Loðdýraræktarfélag stofnað Framhald af 1. síðu al annars eru til þess ætluð að trygffja að hlutabréfin geti ekki safnazt á fáar hendur. Stofnfundur hins nýja loðdýra ræktarfélags var haldinn í Tjarn arbúð síðastliðinn sunnudag og mættu þar um 90 manns- Félagið er skráð í Gullbringu- og Kjósar- sýslu, enda mun ætlunin að starf semi þess fari fram á því svæði ef frumvarp um loðdýraræktun nær fram að ganga og félagið fær leyfi til að hefja rekstur loðdýra bús. Hlutafé Loðdýrs h.f. er 1.5 millj. króna og er þriðjungur þess þeg ar greiddur. Stjórn félagsins hef ur heimild til að auka hlutféð um allt að 500 þús. kr- Þá er einnig í ULMIA 1 Is UD\ ;to r IG 1 RR J k Sími 1-33-83. samþykktum fédagsins heimildar- ákvæði til að „opna“ það og selja hlutabréf á verðbréfamarkaði, ef til slíks kemur hér á landi Stjórn félagdns ræddi við fréttamenn í dag og skýfði meðal annars frá við það tækifæri, að félagið væri þess albúið að hefja framkvæmdir strax og nauðsyn- leg leyfi væru fyrir hendi. Sem fyrr segir eiga fimmtíu starfs greinar fulltrúa í félaginu og hafa félagsmenn í hyggju að vinna sjálf ir sem mest af framkvæmdum í sambandi við fyrirhugað loðdýra- bú. I samþykktum félagsins er að finna ýmis nýmæli. Til dæmis eru þar ákvæði mn margveldiskosn- ingu til að tryggja rétt minnihlut ans, og strangari ákvæði en við- VERKFÆRI — fyrirliggjandl — ULMÍA-hurðaþvingur fl. stærðir. ULMIA-gratsagir ULMIA-spónsagir ULMIA-spónheflar. ast um skyldur stjórnar og endur- skoðenda. Það kom fram á fundinum með fréttamönnum, að stjórn félags- ins hefur þegar leitað eftir sam- starfi .við erlenda aðila um ýmsa tækniaðstoð, og er einkum búizt við að samráð verði haft við Norð menn. Stjórnarformaður Loðdýrs h-f Hermann Bridde skýrði frétta mönnum frá þvi, að það væri sam eiginlegt með hluthöfunum, að þeir hefðu einhvern tíma starfað sem skátar, en hann lagði áherzlu á að félagsstofnunin væri á eng (an hátt tengd skátahreyfingunni. í stjórn félagsins eru: Hermann Bridde, bakarameistari, formaður, Jóh Magnú'son lögflræðingur, Werner Rasmussen lyfjafræðing- ur, Gunnar Torfason verkfræðing- ur, Eiður Guðnason blaðamaður Steinn Lárusson, verzlunarmaður og Sveinn Þ. Guðbjartsson fram- kvæmdastjóri. Framhald af síðu 1. Aðalflutningarnir fara fram seint í þessum mánuði og í apríl. Þá munu Claud masterfiugvélar flytja sam tals 12 lestir af vörum til Meistaravíkurt en síðan mun Gljáfaxi flytja farþega og vörur til veðurathugana stöðva. Áður en skíðaflugið hófst fyrir þrem árum var eitt skip á sumri eina samgönguleið in við umlieiminn á þessum slóðum, og stundum vildi brenna við, að hún brygðist ef ísinn fyrir ströndinni var venju fremur þéttur. Hannes á horninu Framhald af ‘2. síðu verndarhjal er hvort sem er orð- minnast á fiskvernd. Þetta fisk ið hálfgert grín( sem fáir virð- ast taka alvarlega. ANNAÐ MÁL ER ÞAÐ hvern- þær þjóðir, sem við seljum fisk- inn, mundu bregðast við ef við veittum togurum okkar slík for- réttindi.eftir allt skrafið um vernd un nytjafiska. Ég vil halda þvi fram, að á meðan við heyrum ekk er frá aðalforsjármönnum þessar ar margumtöluðu fiskverndar, gagnvart svo augljósri rányrkju, sem smáufsa og smásíldarveiðin er( þá held ég, að við getum ekki tekið þá alvarlega. Og að lokum aðeins þetta, til þings og stjórn- ar. Bannið með öilu þessa smá seiðaveiða, þvi fyrr, .þvi betra. Ég held að við þurfum ekki að leita ráða fiskifræðinga í því máli. Eða hvað segir Jón Jónsson um það?“. " ÍÞRÓTTIR Framhald af 11. síðu. son sigraði svo Braga Jakobsson og Trausti Pétur. Til úrslita kepptu svo Trausti og Halldór og sigraði Trausti með 15-4, 10-15, 15-10, og lauk þeim leik kl. rúmlega 9 um kvöldið. GjaJdeyririnn Framhald af 16. síðu hefði verið ráðizt í neinar stór- framkvæmdir á borð við Sements verksmiðju eða Sogsvirkjun. Marksinnis væri búið að sanna, að þessar staðhæfingar væru úr lausu lofti gripnar, sagði ráðherra, en samt skirrðust Framsóknar- menn ekki við að endurtaka þær hvað eftir annað, þótt tölur er mæltu gegn þeim væri að finna i fjölmörgum opinberum skýrsi- um. Það kæmi engum á óvart, þótt heildarupphæð erlendra lána til langs tíma væri hærri nú en um áramótin 1959 — 1960, vegna þess að þá hefðum við ekki notið þess trausts erlendis að geta feng ið lán til langs tíma. Erlend lán um þetta leyti hefðu verið til mjög skamms tíma yfirleitt og svo hefði verið komið að fyrirsjáan- legt var að 1960 mundi 11% af gjaldeyristekjunum hafa farið í vexti og afborganir af erlendum lánum. í kjölfar batnandi láns- trausts hafa verið tekin meiri lán til langs tíma og þeim varið til margvíslegra framkvæmda hér. sagði ráðherra. — Á árunum 1960 —1963, bæði árin meðtalin batn- aði gjaldeyrisstaða bankanna um 1455 milljónir króna. Lán til langs tíma voru þá 675 milljónir króna, en stutt vörukaupalán 441 milljón, eða samtals 1116 milljónir krónq. Gjaldeyrisstaðan í heild batnaði því um 339 milljónir. Á árunum 1955—1958 hefði gjaldeyrisstaða bankanna versnað um 407 milljónir. Erlend lón til lengri en árs hefðu numið 1177 milljónum, og í heild hefði gjald eyrisstaðan því versnað um 1584 milljónir, þyrfti því ekki að fara í grafgötur um hvar sannleikur- inn í fullyrðingum Framsóknar- manna væri. Innflutningur skipa og flugvéla nam 778 milljónum á tímabilinu 1955—1958, en á árunum 1960 —1963 1445 milljónum. Þá gat ráðherra þess að gerður hefði verið samanburður á heild arfjárfestingu á tímabilinu 1955 — 1958 og 1960—1963 og væru allar tölur í því sambandi miðaðar við verðlag árið 1960. Á fyrra tíma bilinu var heildarfjárfestingin 8327 milljónir, en á því síðara 9654. Þarna væri því á um 1300 milljón króna mismunur. Einnig mætti geta þess að talið væri í dag að miðað við núgildandi verð lag væri stofnkostnaður Sements Kauphækkun Frh. af 16. síðu. lega fengu sér dæmda 6.6% kaup- hækkun, nær gildistíminn frá 1. október. Þá var ekki unnt að fá breytt ákvæðum um orlof og er það samtökum verzlunarfólksins mjög í óhag. Hins vegar fékkst fram 6.6% kauphækkun eins og áður segir. Samhljða þessu samkomulagi hófust að nýju samningar milli Verzlunarmannafélags Reykjavík- ur og Kaupmannasamtaka íslands um lokunartíma sölubúða. Mun einhverra tíðinda að vænta af því máli áður en langt um líður. verksmiðju og Sogsvirkjunar sam anlagt um 450—500 milljónir króna. Viðskiptamálaráðherra lauk máli sínu með því að segja að framangreindar tölur hlytu að sanna öllum, sem vildi líta raun sætt á málin, að allur kjarni mál flutnintgs Framsóknarmanna um þessi efni væri úr lausu lofti grip inn. Landhelgisbrjótur Farmhald af síffn 1. var dæmdur í 60 þús. kr. sekt, off afli og veiðarfæri gerð upptæk, einnig var homim gert að greiða málskostnað. Skipstjórinn viðurkenndi að hafa verið fyrir innan marka- línuna. Hann sagðist hafa verið að veiðum á öðrum slóðum en ekki fengið neinn fisk og því hefði hann ákveðið að fara inn fyrir landhelgislínuna og reyna þar. Hann lét ekki vera kveikt á tog- ljósunum og hann varð ekki var við varðskipið fyrr en það kom upp að hlið togarans. Skipstjórinn sagðist ekki hafa vitað um neinn annan togara að veiðum á þeim slóðum, sem hann hafði verið- Skipstjórinn fékk fjögurra vikna umhugsunarfrest til að ákveða, hvort hann vildi skjóta málinu til Hæstaréttar. Lægsta sekt fyrir landhelgis- brot er samkvæmt lögum 30 þús. færeyskar krónur, en engin há- markstakmörk á sektum eru nefnd- Grímseyingar Framh. af bls. 1. upp lika. Enn er lítill ís f höfn inni^ en ef breytir um átt er hætt við að hún fyllist og er þá gott að vita alla bátana á þurru. — Um 50 manns eru búsettir hér í vetur og líður ókkur öll um ágætlega. A!lls eru hér bú settir um 80 manns, en marg Ir leita sér atvinnu annars staB ar yfir vetrarmánuðina. Tek aí mér hvers konar þýBingar úr og á enskn. EKJUR 6UÐNAS0N, Hggfltur dómtúlknr oc sfejata- þýSandl. Skipholti 51 — Síml 32931 SMURT BRAUÐ Sími 16012 Snlttur. Oplð frá kl. 9—23.80. Brauðstofan Vesnxrgótu 25. Pianóstillingar og viðgerðir GUÐMUNDUR STEFÁNSSON hljóðfæraverkstæðL Langholtsvegi 61. Sfml 3 60 81 mUll U. 10 1S. Staða yfirlæknis við geð--og taugadeild Borgarsjúkrahússins í Fossvogi er laus 'h umsóknar. Umsækjandi skal vera sérfræðingur í geð- og taugasjúk- ■dómum. Síðar verður ákveðið, frá hvaða tíma staðan verður veitt. Laun samkvæmt kjarasamningum Reykjavikurborgar. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist landlækni fyrir 15. apríl 1965. Reykjavík, 2/3 1965. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. „Gullfoss" fer frá Reykjavík laugardaginn 6. þ.m. til Hamborgar, Kaupmannahafnar og Leith. H.F. Eimskípafélags fslands. Bílstjóri óskast Maður með ökupróf sem getur unnið með kranabíl og lyftara óskast í birgðageymslu Rafmagnsveitna ríkisins. Upplýsingar hjá starfsmannadeild. Sími 17400. . Rafmagnsveitur ríkisins. M.s. ALÞÝÐUBLAÐIO — 3. marz 1965 '13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.