Alþýðublaðið - 03.03.1965, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.03.1965, Blaðsíða 4
ii&iafin n-.* Ég þakka hjartanlega öllum þeim, fjær og nær, sem glöddu mig með gjöfum, blómum og öðrum heillaóskum tilefni af 40 ára leikaraafmæli minu hjá Leikfélagi Reykja- víkur. Brynjólfur Jóhannesson. IÐNAÐARDEILD vor verður lokuð dagana 4. — 6. marz næst- komandi vegná flutninga frá Nýborg í Borg- artún 7. Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins. Frá Matsveína- og veitingaf) jánaskól anum Matreiöslunámskeið fyrir fiskiskipamatsveina hefst mánu daginn 8. marz. Innritun fer fram £ skrifstofu skólans 4. og 5. marz milli kl. 7 og 9 s^.d. sími: 19675. Skólastjóri. Bifreiðarstjóri óskast Klepp.sspítalinn vill ráða duglegan og reglusaman bifreið arstjóro á bifreið spítalans. Laun samkvæmt reglum um laun opinberra starfsmanna. Umsóknir með upplýsingum um aldur og fyrri störf sendist Skrifstofu ríkisspítalanna, Klapparstíg 29, fyrir 20. marz n.k. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA. Ibúðarhús óskast Ríkisspítalarnir óska eftir áð kaupa nýlegt íbúðarhús í Reykjavík ( í eldri eða nýrri hluta borgarinnar'). Æski- legt að húsið sé tvær hæðir auk kjallara og s'tærð þess ca. 1200 —• 1400 m<s. Nánari upplýsingar verða veitt- ar í Skrifstofu ríkisspítalanna, Klapparstíg 29, sími 11765. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA. '1 v. .• 4 3. marz 1965 - ALÞYÐUBLAÐIÐ Misnotkun ávísana minnkar Reykjavík, 1. marz 1965. HINN 25. febrúar s. 1. fór fram skyndikönnun á innstæðulausum tékkum. Það kom í ljós, að inn- stæða var ófullnægjandi fyrir tékkum að fjárhæð samtals kr. 557 þúsund. Miðað við heildarveltu dagsins (í ávísanaviðskiptum), sem var 113.9 millj. kr. var því 4.89 pro mille fjárhæðar tékkanna án fullnægjandi innstæðu. Til frekari glöggvunar fer hér á eftir tölulegt yfirlit yfir þær skyndikannanir, sem átt hafa sér stað til þéssa. 25. febr. 1965: velta 113.9 millj. innstæðulaust 0.557 millj. - 4.89 pro mille af veltu - 91 tékki. Af ofanskráðu má ráða, að að- gerðir bankanna gegn misnotkun tékka miðar mjög í rétta átt og mun þeim haldið áfram af fullum krafti. Hópur þeirra aðila, sem misnota tékka, hefur þrengzt mjög mikið undanfarna mánuðL Nú liggur fyrir skrá um misnotkua ina frá byrjun 1964, sem allir bahkar og sparisjóðir hafa aðgang að, og sem auðvelda mun allar að-< gerðir bankanna á þessu sviði. (Frá Seðlabanka Islandsó 9. nóv. 1963: velta 133 millj. innstæðulaust 5.8 millj. - 43.61 pro mille af veltu - 210 tékkar. 21. febr. 1964: velta 162 millj. innstæðulaust 1.3 millj - 8.02 pro mille af veltu r 127 tékkar. 4. júli 1964: velta 131 millj. inn stæðulaust 1.4 millj - 10.69 pro mille af veltu - 158 tékkar. 18. júlí 1964: velta 117.9, millj. innstæðulaust 0.808 millj. - 6.85 pro mille af veltu - 105 tékkar. 24. okt. 1964: velta 122.5 millj. innstæðulaust 1.092 millj. - 8.91 pro mille af veltu - 131 tekki. Loftárás Framhald af 3. síðu lögð í rústir og þrem eða fjórum skipum var sökkt. Önnur árás var gerð úr lofti á skotfærabirgðastöð við Xom Bang, sem er um það bil 20 km. fyrir norðan landamærin. Að því er offurstinn sagði gátu flugmennirnir heyrt ofboðslegar sprengingar er færðu þeim sönn- ur á, að þeir hefðu hæft vel í mark. í árásum þessum voru þrjár flugvélar skotnar niður, tvær bandarískar og ein suður-vietna- mísk. Loftvarnir norður þar voru taldar furðu',ega litlar og var öll- um flugmöi.nunum bjargað af þyrlum. — Tass-fréttastofan sagði um árásir þessar, að þær væru villimannlegar og ástandið í Suð- ausfcur-Asíu værl orðið miklu al- varlegra. Hafa Sovétríkin lofað aðstoð sinni ef Bandaríkin láta ekki af árásum sinum. Spænskir Framh. al bls. 8. þeir flestir hlýddu skipunum um að halda sig á hreyfingu og stanzá ekki fyrir framan ráðuneytisbygrg- inguna. Sumar fréttir segja, að nokkrir stúdentar hafi verið hand- teknir aðfaranótt þriðjudags en ekki hefur fengrizt nein staðfest- ing á því. • Um það bil 5 þúsund stúdentar ákváðu á f jölmennum og vel- heppnuðum fundi sínum á mánu- dag að fara í kröfugöngu í dag til stuðnings kröfum sínum um endur bætur á háskólanum. Skýrt befur verið frá því, að stúdentar við aðra spænska háskóla hafi tjáð samúð sína. Stúdentarnir hafa tekið skýrt fram, að aðgerðir þeirra séu ekki póiitísks eðlis. Reykjavík, 2. marz EG AÐSTOÐ VIÐ VIÐ FATLAÐA. Birgir Finnsson (A) hafði framsögu í dag fyrir heilbrigð is og félagsmálanefnd Neðri deildar við 2. umræðu frum- varps tim breytirigu á lögum um aðstoð við fatlaða. Frumvarpið gerir ráð fyrir að hækkað verði úr 3 krónum i kr. 3,50 gjald af hverju sælgætiskílói, sem framleitt er hér á landi, og renni hækkunin til blindra. Talið er að tekjur af þessu muni nema um 500 þúsund krónum á ári. Mælti nefndin einróma með samþykkt frum varpsins og var því visað til 3. umræðu. VERNDUN FORNMINJA. Einar Olgeirsson (K) hafði framsögu fyrir menntamála- nefnd við 2. umræðu frumvarps til laga um verndun fomminja. Varð samkomulag í nefndinni um að vísa málinu til rikis- stjórnarinnar í trausti þess, að skipuð verði nefnd til að end urskoða löggjöf um þetta efni almennt. BÚFJÁRRÆKTARLÖG. Frumvarp til laga um búfjár rækt kom til 2. umræðu í efri deild í dag og hafði Bjartmar Guðmundsson (S) framsögu fyrir fillögum landbúnaðar- nefndar. Ásgeir Bjarnason (F) mælti fyrir hækkunartillögum Framsóknarmanna er gera ráð fyrir helmingshækkun á sumum liðum frumvarpsins. Voru þær tillögur felldar, en tillögur nefndarinnar samþykktar. TÓBAKSAUGLÝSINGAR. Magnús Jónsson (S) mælti í dag fyrir frumvarpi sinu um bann við tóbaksauglýsingum. Einnig kvaddi sér hljóðs Ólafur Björnsson (S). ÖNNUR MÁL. Afgreitt var við aðra um- ræðu í dag frumvarp til laga um bann við tóbaksauglýsing- um. Framsögu hafði Magnús Jónsson (S), en einnig kvaddi sér hljóðs Ólafur Björnsson (S). Frunívarp til laga um lífeyris sjóðs hjúkrunarkvenna var af- greitt til neðri deildar í dag. Helgi Bergs (F) mæltl í dag fyrir frumvarpi um lausn kjara deilu verkfræðinga og Ólafur Jóhannesson fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um að- för. 4 FYRIRSPURNIR. Hannibal Valdimarsson (K) hefur borið fram fyrirspurn I ellefu liðum um sölunefnd varnarliðseigna. Einnig hefur hann borið fram fyrirspurn í sex liðum um bætur úr Afla- tryggingasjóði cl. fimm ár. Félagsíundur í Hafnarfirði Alþýðuflokksfélag Hafnar- fjarðar heldur fund n.k. mánudag þann 8. marz kl. 8-30 í Alþýöuhúsinu í Hafnar firði. Rætt verður um Bæjarút gerð Hafnarfjarðar, og er Kristinn Gunnarsson formað útgerðarráðs frummælandi. Þá verða önnur félagsmál Alþýðuflokksfólk er hvatt til þess að fjölmenna á þenn an fund. er>u

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.