Alþýðublaðið - 03.03.1965, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 03.03.1965, Blaðsíða 5
KASTLJÓS 17. breiddargráðuna, ef komm* únistar fallast aðeins fyrst á frið samlega sambúð og láta sem sé af pólitískri og hernaðarlegri sókn sinni suður á bóginn. Loks eru Bandaríkjamená ekki mótfallnir því, að mynduð verði stjórn í Saigon á breiðum grundvelli með þátttöku manna, sem aðhyllast ólíkar stjórnmála- skoðanir, eins og U Thant aðal- framkvæmdastjóri leggur til, en þvi aðeins að kommúnistav láti fyrst af áformum sínum ura að taka völdin í landinu. París og Moskva De Gaulle forseti og stjórnin í Moskva hafa greinilega aðrar skoðanir á þeim samningavið- ræðum, sem stungið er upp á. Frakkar hafa lengi haft þá skoð- un, að svo hljóti að fara, að kommúnistar nái yfirráðum yfir Suðaustur-Asíu, og bezt sé að sætta sig við þetta, en reyna jafnframt að vinna að því, að kommúnisminn í þessum heims hluta verði óháður stjórninni f Peking. Þetta er hægt, segja ráðamenn í París, en þá verða Bandaríkja- menn fyrst að flytja hersveitir sínar burtu. Meðan Bandaríkja- menn séu í þessum heimshluta hafi stjórnin í Peking mikil á- hrif á kommúnista þar. Stjórnin i Moskva hefur sennl lega svipaða skoðun á málunum og stjórnin í París og þær vinna Framhald á 10. síðu. E SKODUN USA Á VIETNAM-DEILUNNI IR SAMNINGAR ÞÓTT Frakkar, Rússar og U Thant, aðalframkvæmdastjóri S Þ, leggi hart að Bandaríkja- mönnum, vilja þeir ekki ganga til samninga um Vietnam-málið nú. Þetta felur ekki í sér, að Bandaríkjamenn séu mótfallnir samningaumleitunum, en þeir telja að nú sé ekki tími til að setjast að samningaborðinu. Aðalvandinn er líka sá, hvað semja skuli um, og greinilegt er, að Frakkar, Rússar og U Thant vilja að samið verði um brott- flutning bandarískra hersveita frá Suður-Vietnam og þar með allri Suðaustur-Asíu. • Þetta vilja Norður-Vietnammenn líka semja um, en Bandaríkjamenn hvorki vilja það né geta. Eins og fram hefur komið síð- ustu daga er stefna Johnsons forseta á þá leið, að öllum sé gert það ljóst, og þá einkum stjórninni í Hanoi, að þessi brott flutningur muni aldrei eiga sér stað. Þess vegna hafa Bandaríkja menn tekið það ráð að undan- förnu, að beita bandarískum sprengjuflugvélum í beinum bar dögum við hersveitir Vietcong. Stjórnin í Washington vonar, að þetta liafi óhrif auk loftárás- anna á Norður-Vietnam. Opin- berir formælendur draga ekki dul á það, að gripið verði til frekari hernaðaraðgerða, ef þetta reynist heldur ekki hafa tilætl- aðan árangur í för með sér. Og hver er svo þessi tilætlaði érangur? Annað hvort - eða Að stjórnin í Hanoi hætti hernaðarlegri og pólitískri sókn sinni gegn Suður-Vietnam. — Stjórnin í Washington telur, að Vietcong-hreyfing ' kommúnista geti ekki haldið borgarastyrjöld Sinni í Vietnam áfram án að- Btoðar hins kommúnistíska Norð- ur Vietnam. Það er ekkert sem hægt er að semja um fyrr en þessi aðstoð hættir, segir stjórn- in í Washington. Gerð hefur verið grein fyrir stefnu Bandaríkjamanna, og kjarni hennar er mjög einfald- ur: Ef kommúnistum er alvara Lyndon Johnson^ forseti- með friðsamlegri sambúð, verða þeir að sætta sig við það, að pólitískum markmiðum er ekki hægt að ná með hernaðarlegum leiðum. Annað hvórt verða þeir að sætta sig við þetta, og þá verður unnt að semja um skipan mála í Vietnam og Suðaus.tur-Asíu, þar sem tillit verður tekið til hagsmuna allra hlutaðeigandi aðila, þar á meðal Kínverja, eða þeir gera það ekki, og þá munu Bandaríkjamenn svara hernaðar- sókn þeirra með sífellt ákveðn- ari hernaðarráðstöfunum allt þar til þeir gera sér grein fyrir því, að þetta þýðir ekki. Grundvöllur al þjóðaviðskipta Afstaða stjórnarinnar í Wash- ington er „prinsip”-eðlis. Hér er um það að ræða, eins og Dean Rusk utanríkisráðherra komst að orði, að verja sjálfan „grundvöll alþjóðasamskipta”. Ef kommúnistar reyna að eyða þessum grundvelli, munu meira en hundrað smáþjóðir um allan heim telja sér ógnað, sagði Rusk. Rusk á þannig við grundvöll samskipta milli þjóða og hina friðsamlegu sambúð ríkja, sem búa við ólík stjórnmálakerfi. Láti Bandaríkin undan síga, einkum fyrir þeirri staðhæfingu stjórn- arinnar í Peking, að hægt sé að heyja svokölluð „þjóðfrelsis- stríð” innan ramma hinnar frið- samlegu sambúðar, þá munu fáar þjóðir í heiminum geta búið við öryggi. Hér er vikið að einu mesta vandamáli vorra tíma. Flest þjóð félög eru annað hvort á erfið- leikatimum eða á mjög öru þró- unarskeiði, undirróður erlendra stjórnmálaafla er því mjög auð- veldur. Vandamálið er ekki ein- faldara við það, að þetta er ein- mitt eitt hinna miklu ágreinings- efna í deilum stjórnanna í Pek- ing og Moskva. En með stefnu sinni í Viet- nam vilja Bandaríkjamenn taka skýrt fram hvar þeir standa: — Stjórnirnar í Hanoi, Moskva og Peking verða að láta af áform- um sínum um að vinna pólitísk- an sigur í Suður-Vietnam með hernaðarlegum undirróðursleið- um. Vandamál U.S.A. Og stjórnin í Washington horf- ir lengra en til Suður*Vietnam. Ef þetta land verður ofurselt kommúnistum kemur röðin að hverju landinu á fætur öðru í Suðaustur-Asíu. Kommúnistar munu ná öllum þessum heims- hluta á sitt vald með hernaðar- legum og pólitískum leiðum, og það verða Kínverjar sem hafa um síðir töglin og hagldirnar í Suðaustur-Asíu. Sé það haft í huga, að Banda- ríkin eru einnig stórveldi í Asíu og eiga voldugasta flugher, flota og kjarnorkuvopn heimsins, er skiljanlegt, að Johnson forseti getur ekki sætt sig við slíkar horfur. Þá mundu Kínverjar nefnilega hafa unnið afdrifaríkan sigur á mesta herveldi heimsins- Hvað Bandaríkjamenn áhrærir er vandinn nú í því fólginn, að finna skipan mála, sem stöðvar stríðið í Suður-Vietnam. — í Washington er talið, að þessu sé hægt að koma til leiðar með samningaviðræðum, ef aðeins sé unnt að ræða um friðsamlega sambúð í Suðaustur-Asíu en ekki uppgjöf. Þess vegna er stjórnin í Washington eiginlega ekki mót- fallin samningaumleitunum þeim, sem fara fram víða í heim inum nú, á sama tíma og Banda ríkjamenn herða á hernaðarað- gerðunum. Þessar umleitanir kunna að bera árangur. Bandaríkjamenn eru greini- lega heldur ekki mótfallnir þeirri hugmynd, að friðargæzlusveitir á vegum SÞ taki að lokum að sér gæzlustörf á landamærunum við Á KRÚSTJOV HEIMA HER? Norræn húsgögn flutt í íbúð, sem Krústjov og fjölskylda hans hefur nýlega skoðað. Nikita Krústjov mun á næst- unni flytja í sex herbergja í- búð í Moskva eftir að hafa dval- izt í útlegð í sex mánuði ein- hvers staðar í nágrenni Mos- kva. Þrír ungir menn í húsi nokkru í Moskva skýrðu svo frá í dag, að þeir hefðu séð fyrrv. forsætisráðherra, Nikita Krús- tjov og konu hans koma í hús- ið og hefðu þau skoðað þar auða íbúð. Hús þetta stendur í rólegri hliðargötu og er næstum alveg við hliðina á kanadíska sendi- ráðinu. Þessir ungu menn voru hikandi við að skýra frá þessu, en loks sögðu þeir nokkrum vestrænum blaðamönnum, að þeir væru sannfærðir um, að Krústjov væri að flytja inn í íbúð í Stare Konyusjenni, nr. 21, og væri íbúðin nr. 57 og VI. hæð. Ungu mennirnir skýrðu frá því, að þeir hefðu séð Krúst- jov að minnsta kosti einu sinni í þessari íbúð, en kona hans og dætur hefðu verið þar nokkr um sinnum. Húsgögn, sem aug sýnilega væru smíðuð á Norð- urlöndum, hefðu þegar verið flutt inn.. Upplýsingar þessar staðfesta, að Krústjov mun flytja aftur til Moskva, þar sem hann mun búa um nokkurt skeið, eftir að hafa dvalizt í útlegð í Usovo, litlum bæ, um 30 km. frá Mos- kva. ALÞYÐUBLAÐIÐ - 3. marz 1965 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.