Alþýðublaðið - 13.03.1965, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 13.03.1965, Qupperneq 5
ÁSTÆDA TIL AF- ■IÐNI STJÖRNMÁLADEILUR á ís- landi hafa löngum verið taldar illskeytnari og persónulegri en gerist með nálægum þjóðum. Er þessi dómur fyrst og fremst byggður á skrifum stjórnmála- blaðanna og opinberum um- ræðum um stjórnmál, t. d. út- varp umræðum á Alþingi. Ef stjórnmálaskrif blaðanna hér eru borin saman við skrif blaBa í nágrannalöndum og opinber- ar umræður hér saman við sams konar umræður þar, þá er það tvímælalaust rétt, að skrifin og umræðurnar hér eru . persónuiegri og illvígari en á sér stað í nágrannalöndunum. Og þó er mér til efs, að mun- urinn sé fyrst og fremst fólg- inn í þessu. Opinberar umræð- ur hér á landi standast því miður yfirleitt ekki samantiurð við það, sem gerist í nágranna löndunum, ■ hvað snertir þekk- ingargrundvöll og dómgreind- arstig, Að því er blöðin snertir er þetta skiljanlegt og á sínar skýringar. Eriend blöð, sem eru yfirleitt mun stærri en hér tíðkast, hafa efni á því að láta sérfróða menn skrifa um hvern málaflokk um sig, t. d. varn- armál, efnahagsmál, menning- armál o. s. frv. íslenzk blöð eru yfirleitt enn svo lítil, að erfitt er að koma við slíkri verka- skiptingu, og þó er hún að hefjast. í öllum nágrannalönd- unum er það orðin föst regla að flokkarnir liafa sér taka mál- svara í hverjum málafiokki, og er þá ætlazt til, að hann kynni sér þau mál sérstaklega og verði sérfróðir á því sviði. Þetta tíðkast ekki enn hér, enda auðvitað erfiðara um vik sökum fámennis þingflokk- anna. En flest þau mál, sem opinberar umræður snúast um, eru orðin svo flókin, að varla er hægt að ræða um þau af viti, nema einhvers konar sér- þekking komi til. Auk þessa er nauðsynlegt að undirstrika, að stjórnmálaum- ræður dagblaðanna eru í raun og veru mjög röng mynd af samskiptum íslenzkra sjórn- málamanna og stjórnmála- flokka. Ef menn hefðu ekki annað við að styðjast um þessi efni en stjórnmálaskrif dag- blaðanna, þá gætu menn hæg- lega haldið, að stjórnmála- menn livers einstaks flokks álitu stjórnmálamenn hinna flokkanna allt að því fífl eða fanta. Dagleg störf alþingis- manna að verkefnum líðandi stundar bera þó engin mei'ki þess, að menn hafi þar slíkt álit hver á öðrum. Sannleikur- inn er sá, að daglegt samstarf og samband t. d. stjórnarflokka og stjórnarandstöðuflokka er hér á íslandi nánara og hleypi- dómailausara en víða annars staðar. Persónuleg kynni og persónuleg vinátta milli manna í ólíkum stjórnmálaflokkum er áreiðanlega miklu algengari hér en í nágrannalöndunum. Á þetta sér auðvitað eðlilega skýr ingu í fámenni þjóðarinnar og því per. ónulega nábýli, sem af því leiðir. Þetta er engu að síður staðreynd, sem ekki má gleyma, þegar rætt er um þann svip, sem hinar opinberu stjórn máladeilur í blöðunum setja á stjórnmálalífið hér. Og enn er eins að geta, þeg- ar gagnrýnt er, hversu illvíg- ar og persónulegar opinberar stjórnmálaumræður eru hér. Það eru ekki aðeins stjórn- málaumræðurnar, sem eru ill- vígar og perrónúlegar, heldur allar opinberar umræður hér á landi. Það gerist ótrúlega oft hér, að menn, sem mega ekki vamm sitt vita og eru hinir Ijúfustu í allri daglegri umgengni, umhverfast^ þegar þeir skrifa í blöð, og finnst þeir geta sagt hvað sem er um náungann á prenti, þótt erfitt geti verið að trúa því, að þeir gætu látið slíkt út úr sér heima í stofunni sinni. Um þetta eru því miður fjölmörg dæmi. Og því fer víðs fjarri, að þau séu einskorðuð við stjórnmálaumræður. Dæmi um slíkt átti sér stað nýlega í um- ræðum um heiibrigðismál. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að læknar um víða ver- öld hafa á síðari árum varað við ofneyzlu fitu úr dýrarík- inu. Eflaust hafa menn ekki enn komizt að öllum sannleika uip þetta efni fremur en um svo mörg önnur. Lækna grein- ir enn á um ýmis atriði á þessu sviði. Þó fer ekkert á milli mála um það, hvaða. skoð- anir í þessum efnum eigi nú mest fylgi meðal vísindamanna, og hefur einn af kunnustu læknum landsins, prófessor við læknadeildina, skýrt frá þeim opinberlega. En þá ber svo við, að blað Búnaðarfélags Þlands og Stéttarsambands bænda, ræðir í forystugrein um hugsanlega mútuþægni pró- fessorsins i þessu sambandi. Forystugrein marzheftis búnað- arblaðsins Freys lýkur með þescum orðum: „Ekki viljum við ætla, að ofangreindum prófessor hafi verið mútað til þess að bera staðhæfingar sínar á borð fyrir hlustendur, svo sem sumir ætla, en við álítum hann hafa við ákaflega fúið prik að styðjast í staðhæf- ingum sinum, og að þær séu nánast sagt ,.markleysa“.“ Hér er glöggt dæmi um þsð, hvernig oninberar umræður eigi ekki að vera, og er hér bó ekki um stiórnmál að ræða, heidur vísindalegt atriði á sviði heiibrigðismála, þó að bað snerti að vísu mikilvæga hags- muni'. Búnaðarféiag íslandq og Stéttái'samband bænda gérðu réttast í bví að ciá svo um. að afsökunar væri beðið á bess um ummælum. Það mundi hsfa bætandi áhrif á siðferðið í oo inberum umræðum hér á landi. %%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%*%%% Kona slasast spítala til að athuga hvort þær þekktu sjúklinginn. Dr. Kjær vill túlka hin óskrif- uðu lög þannig, að þjóð eigi rétt til að lifa sínu eigin lífi, efla Framhald af 18. síðu. sér nein skilríki eða bréf, er sýndu hver liún væri, er það á huldu ennþá. í slíkum tilfellum biður lögregl- an yfirleitt átekta, þar til spurt verður eftir hinum slasaða, og svo var gert nú. Þegar Alþýðublaðið talaði við Kristján um lcl. 10 voru tvær konur á leið upp á Lands- HANDRITIN Eramh. af bls. 1. Greinarhöfundur tekur fyrir tilvitnun Starcke í „Antigone” Sófóklesar" um ,,'hin helgu, óskrifuðu lög guðanna,” sem Starcke vill að tekið verði tillit til svo að forðazt verði skrum- menningu sína og um leið vís- indi, og aðallega þær vísinda- greinar, sem snerta móðurmál þjóðarinnar, skáldskap hennar og sögn. Dr. Kjær segir, að þetta brjóti ekki í bága við skoðanir Grundtvigs eins og Starcke haldi fram. Þetta sé þvert á móti í fullu samræmi við skoðanir hans. PAUL LIEVEN LÁTINN FYRRA sunnudag, hinn 28. febrúar, lézt af hjartabilun í París Paul Lieven, forstöðumað ur skrifstofu þeirrar hjá Atlants hafsbandalaginu, sem annast fyr irlestrahald og kynningu í aðal- stöðvum bandalagsins. Lieven, sem orðið hefði sextugur siðar á þessu ári, var mörgum íslend ingum vel kunnur og átti marga góða vini hér á landi. Hann var einstakt ljúfmenni, afburða fyrir lesari, bæði sakir ótrúlegrar þekk ingar sinnar og þess hugsjóna- elds, sem honum bjó í brjósti, tungumálaþekkingu hafði hann svo af bar — en var þó umfram allt svo mannlegur og hlýr í öllu viðmóti, að jafnvel þeim, sem á öndverðum meiði voru, gat ekki annað en þótt vænt um hann. Lieven kom til íslands árið 1960 og flutti þá m.a. fyrirlestur um Atlantshafsbandalagið á fjör ugum fundi í Stúdentafélagi Reykjavíkur. Var honum ætíð mjög hlýtt til íslands, bæði vegna kynna af landi og þjóð frá þeirri heimsókn sinni — og vin áttubanda sinna við marga ís- lendinga. Paul Lieven var af göfugum ætt um við Eystrasalt, sjálfur borinn til ríkiserfða í furstadæmi sem eftir fyrri heimstyrjöldina varð hluti af Lettilandi. Höfðu mörg ættmenni hans komizt til hárra metorða í Rússlandi, m a lagt landinu til sendiherra í Lundún um. En fliótleaa eftir byltinauna sagði Lieven skilið við bernsku- stöðvar sinar, stundaði nám í Sviss og Bandaríkiunum, og gerð ist síðan árið 1929 kanadískur ríkisborgari. Eftir að síðari heimsstvrjöldin brauzt út, gekk Lieven árið 1940 í kanadiska herinn. bar sem hann gat. sér oi-ð fyrir frábæra frammistöðu. Hann barðist í, Norður-Afr'ku árið 1942 og varð f.vrsti Kanadamaðurinn. sem sæmdur var herkrossi (Milit.ary Cross) í styriöldinni. Árj siðar hlaut hann enn mikla viðurkenn ingu fyrir htmdirfsku í sérstök- um hernaðamðaorðurn við Evia- haf, þar sem honum tókst á ein- stæðan hátt að komast undan af óvinasvæði, en særðist mik- ið. hans á smæstu jafnt sem stærstu atriðum í samstarfi Atlantshafs- ríkjanna — og síðast en ekki sízt sú ríka tilfinning, sem hannt hafði fyrir mannlegum samskipt- um, hafi tekið af öll tvímæli um að þar hafi verið réttur maður á réttum stað. Með Paul Lieven á Atlantshafs bandalagið á bak að sjá einum af allra hæfustu starfsmönnum síit um og margir íslendingar ein- lægum vini. Hann var vaskur baí dagamaður, glaður félagi. sann- ur vinur og dyggur starfsmaðu? Atlantshafsríkjanna, sem verða mun sárt saknað af öllum þeim, sem voru svo gæfusamir að kyn* ast honum. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 13. marz 1965 ^ Að stvriöldinni lokinni varð reynsla hans á svíði blaðamenn- sku tiingumálalhlékkinig til þess að hann var gerður að yfir manni unnK’sinaamála í norð- vestur Þvzklandi og fékk þða verkefni að koma aftur á legg og endurskinuleggja blaðaútgáfu og útvarnsstarfsemi á því svæði. Þegar herir Vestnrveldanna voru leystir uuo. hvarf hann aftur að fréttamennsku og upnlvsinga- störfum. Það var svo árið 1951, að hann tók við starfi sem for- stöðumaður fyrirlestra- og kynn ingarskrif stofu uoolvsin gadeild- ar Atlantshafsbandalagsins í að aistöðvum bess f París — starfi, sem hann gegndi síðan i 14 ár eða allt fram til andláts síns. Er það samróma álit allra þeirra, sem kvnntust Lieven í því starfi. að Iffsreynsla hans, tungumálakunnátta, þekking eru tMixumai* W

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.