Alþýðublaðið - 13.03.1965, Síða 6
STRAX þegar Soraya, fyrrverandi keisara
drottning, fór að leika í kvikmyndum á
Ítalíu, sá shahinn um, að myndin yrði bönn
uð í íran, þegar hún væri tilbúin. Siðan
hefur hann reynt mikið til að fá því komið
til leiðar, að hin múhammeðsku grannríki
sín, Tyrklandi og Pakistan, banni myndina
lika. Shahinn sagði fyrir skemmstu í Bad
Gastein, þar sem hann var á skíðum:
— Starf filmstjörnu hæfir ekki og er óverð
ugt fyrrverandi keisaradrottningu af íran.
Svo er að siá, sem st.iarna Sorayu hafi dalað nokkur eftir að mynd-
in vw fullgerð, því að í Teheran eru menn farnir að tala um hvern-
igt unrit sé að svipta hana prinssessutitlinum, sem Shahinn veitti
henni, þegar hann skildi við hana.
— ★ —
ÞAÐ virðist svo sem orð Shahsins um virðu
leikaskort filmstjörnunnar hafi ekki haft
mikil áhrif meðal almennings í íran. Þegar
Shahinn skildi við hana, voru myndir af
henni teknar burtu af öllum opinberum
stöðum, en nú eru myndir af henni sem
kvikmyndastjörnu seldar í öllum blaðsölu-
turnum og bókaverzlunum í Teheran — og
salan gengur stórvel.
Fyrirtækið, sem dreifir myndunum, hyggst
auka söluna enn með því að lofa eiginhandaráritun Sorayu hvrej-
um þeim, sem kaupir þrjár myndir.
— ★ —
FRÖNSKU blöðin þora nú að fullyrða, að
hertoginn af Windsor hafi náð sér fyllilega
eftir skurðaðgerðina. Þetta gera þau á
grundvelli síðustu máltíðar hans hjá Max-
im. Þá borðaði hann nefnilega kola frá
Ostende í súrsætri sósu, nautafilet með
sveppum, perglaodda í sósu og súkkulaði-
búðing. Þetta telja þeir ekki nema á
traustra manna færi að borða. — En hinir
samvizkusömu blnðamenn létu fylgja með, að kampavínið hafi vant-
að á borðið. Svo hraustur væri hertoginn enn ekki orðinn.
— ★ —
IÐJUHOt/DURINN Otto S. Wernher, sem nýlega lézt í Diisseldorf,
igat aldrei fellt si-g við síðara skírnarnafn sitt, sem S-ið táknaði
Þegar erfðaskrá hans var opnuð, kom í ljós, að hann lofaði 900.
000 krónum hverjum þeim, sem gagnvart búi hans gæti sannað,
að hann héti sama nafni. Enn hefur enginn gefið sig fram. S-ið
stóð neinilega fyrir Schwarzverriichtmann — eöa á íslenzku Svart-
brjálæðingur.
Faðir hans hafði eldrei viljað segja honum, hvers vegna hann valdi
honum svo hræðiiegt nafn.
— ★ —
FYRSTA kennslukona Johnsons Bandaríkja
forseta, frú Chester Loney, kom fyr:
skemmstu fram í sjónvarpi og sagði fi
þessum nemanda sínum, sem nú er ori
inn svo voidugur maður.
— Hann var yndislegur drengur, sagði húi
Það var aldrei neitt vesen með hann, o
hann kunni alltaf lexíur sínar. Ég var þ
þegar sannfærð um, að eitthvað yrði ú±
honum.
Það er kannski ekkert undarlegt, að hinn góði nemandi hringdi
strax eftir þáttinn til kennslukonunnar og sagði:
— Kæra fru Loney. Ég er stoltur af yður!
— ★ ~
Á LITLU HÓTELl í Invermoriston, þangað sem menn fara í von um
að sjá Loch Ness skrímslið, hefur veitingamaðurinn fest upp í
hverju herbergi skilti, sem á stendur:
„Verið velkomin. Hér ,getið þér verið, eins og heima hjá ykkur. Okk
ur finnst við vera ein stór fjölskylda í eilífu frii“. En fyrir neðan
þessi orð hefur hann bætt við:
„Veitingamaðurinn ber enga ábyrgð á verðmætum, sem skilin eru
eftir í herberginu".
£ 13. marz 1965 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ
,Kungsholm“, til ferða yfir Atlantsliaf-
SÆNSKA Ameríkulínan er að láta smíða fyrir s:g nýjan
ið til New York. Skipið er smíðáð hjá John Bro'.vn á Clydebank í Glasgow og því verður lileypt
af stokkunum 14. apríl n.k. Skipið verður 25.000 tonn og talið er, að það muni taka níu mánuði
að fullgera það eftir að því hefur verið hleypt af stokkunum.
MMttttMMMtttMHWMMMMMMMMMWm'MmMMMWMMMIMMWHWHMMMWIMMWMV
STÓRFÉ UNDIR
RÚMDÝNUNNI
UNDIR rúmdýnu á einu af
beztu hótelum Stokkhólmsborgar
fann einn fremur smásálar-
legur verkfræðingur frá Sunds-
vall nýlega 10.000.00 sænsk. krón
ur, sem komnar voru úr upp-
sprent»d”m oeningaskáp í Lulefl
í október sl.
Það voru þrír unglingar,
sem stol’ð höfðu peningunum
og þeir föidu þá á hótelinu svo
til strax eftir að þeir höfðu stol-
ið þeim.
Þessir þrír unglinvar höfðu
strokið úr fangelsi og. á þeim
stutta tíma, sem þeir voru frjáls
ir, sprengdu þeir upp peninga-
skápinn í Luleá. Þeir fluttu inn
á hótelið í Stokkhólmi. bar sem
þeir fundu bráðabirgða felustað
fyrir peningana undir rúmdvn-
unni. Áður en þeir kæmust
nokkuð lengra, voru þei-r hand-
teknir að nýju, en peningarnir
urðu eftir á hótelinu. Lögreglan
leitaði í herberginu, en fann
ekkert. Og síðan í október hafa
gestir komið og farið, þvottakon
ur hafa gert hreint og stofustúlk
urnar hafa skipt um á rúmunum,
og allan tímann sátu þiófarnir í
klefum sínum áhyggjufullir
vegna peninganna.
Einn hinna þriggja strauk að
nýju og skipulagði bófaflokk í
S+ckkhólmi. Meðlimir flokksins
fóru á hótelið, en tókst ekki að
fá gamla herbergið leigt. Hins
vegar stóðu þeir vörð á gang-
inum og reyndu tvisvar að brjót
ast inn í herbergið, en árangurs-
laust. Svo að peningarnir lágu
þarna, þar til verkfræðingurinn
frá Sundsvall fann þá. Hann hef
ur það nefniléga fyrir revlu að
kanna vandlega hvert herbergi
áður en hann flytur inn.
NUNNUR A KRÁ
TVEIR rómversk-kaþólskir
prestar afgreiddu í barnum og
þrjár nunnur gengu um beina í
hinni 500 ára gömlu krá Salis-
bury Arms í Wales. Þetta gekk
framar öllum vonum. Móðir
Jóseph hafði aldrei áður stigið
fæti inn á krá, en fannst það
spennandi. Eigendur krárinnar,
sem báðir eru mótmælendatrúar,
töldu, að nunnurnar ættu skilið
að fá möguleika á að ósk þeirra
rættist.
Nunnurnar eru úr reglu „Litlu
systranna" í Holywell og þær
eyða í það mörgum klukkustund
um á hverri viku að aka um og
hjá’pa sjúkum og einmana Hing
að til hafa þær notað skellinöðr-
ur, en slíkt er hættulegt á ísi-
lögðum vegum.
Það var því þeirra heitasta ósk
að eignast lítinn bíl, og með að
stoð kráréigendanna og hinna
tveggja presta fá þær ósk sína
uppfyllta. Kvöldið gaf af sér
næstum því 300 sterlingspund
eða 36.000 krónur.
t%MMMMMMMMMMMMMWH
— Þeir geta fundi'ð upp
atómsprengju, en að festa
hnapp á buxurnar sínar
nei!
Hvað skyldu forcldrar okk
ar eiginlega hafa aðhafzt á
okkar aldri, úr því að þau
eru svona tortryggin . . .
MARIA CALLAS ski-Igreinir
sjálfstjórn þannig, að það sé að
lyfta aðeins augnabrúnum í stað
þess að lyfta þakinu af.