Alþýðublaðið - 13.03.1965, Qupperneq 7
Minningarorð
Frá verkalýðsfélögunum
eftir Þorstein Pétursson
EYVINDUR ÞÓRARINSSON
Fæddur 13. 4. 1892.
Framreiðslumenn:
Aðalfundur Fél. matreiðslu-
manna var haldinn 24- feb.
Stjórn félagsins hafði óður ver
ið kjörin að viðhafðri aillsherj
aratkvæðagreiðslu og er hún
þannig skipuð: Formaður Jón
Maríasson, varaformaður Sæv-
ar Júníusson, gjaldkeri Valur ,
Kr. Jónsson og Janus Hall-
dórsson. í Trúnaðarmannaráði
eiga sæti auk stjórnar: Símon
Sigurjónsson, Daníel Stefáns-
son, Róbert Kristjónsson, Jón
Jóhannesson og Bjarni Bender.
Varamenn í trúnaðarmannaráði
eru Friðbjörn Guðmundsson,-
Garðar Sigurðteson, Benedikt
Marteinsson, Tómas ísfeld og
Gunnar Friðjónsson.
Formaður félagsins flutti
skýrslu um störf félagsins á
liðnu ári. Á árinu voru gerðir
samningar við kaupskipafélögin
og í árslok voru endurnýjaðir
samningar félagsins við Sam-
band veitinga- og gistihúsaeig
enda og voru þeir samningar
aðeins gerð til 3ja mán. og hef-
ur þeim verið sagt upp og falla
þeir úr gildi 1. apríl n.k. Eng
ar samningaumleitanir hafa far
ið fram milli Félags Fram-
reiðslumanna og veitinga-
manna og eru því horf-
horfur á því að til verkfalls
komi í veitingahúsunum um
næstu mánaðamót- Samþykkt
hefur verið að segja upp samn
ingum félagsins við kaupskipa
félögin. Á aðailfundinum var
samþykkt að félagið gerðist
aðili að Norræna veitinga og
hótelstarfrmannasambandinu.
Kvennadeild félagsins hefur
nú veríið breytt þannfgj, að
mynduð hefur verið B-deild
innan félagsins fyrir óiðnlært
fólk, sem vinnur við fram-
reiðslu.
Félagið hefur fest kaup á
sumarbústaðalandi í Þrasta-
skógi úr landi Norðurkots. Er
þar gert róð fyrir að hægt verði
að reisa 100 sumarbústaði.
JÓN G. MARÍASSON
Landið hefur þegar verið girt
og vegir iagðir um það, og það
skipulagt. Frumdrög af teikn
ingum hafa verið gerðar. 40
félagsmenn hafa þegar fest sér
landsspiidu undir sumarhús
og standa vonir til þess að fram
kvæmdir geti hafizt í sumar.
Fjárhagur félagsins er mjög
góður og innan félagsins er
starfandi mjög öflugur styrktar
Isjóðuir. Árgjald fétagsmaníia
er kr- 2400.00. félagsmenn eru
75.
Aðalfundur
Framsóknar:
Aðalfundur Verkakvennaféi
agsins Framsöknar var haldinn
sunnudaginn 7. þ.m.
Stjórn félagsins varð sjálf-
kjörin og er hún þannig skip
uð: Formaður Jóna Guðjóns-
dóttir, varaformaílur Þórunn
Valdimarsdóttir, ritari Guð-
björg Þorsteinsdóttir, g|ald-
keri Ingibjörg Bjarnadóttir og
fjármálaritari Ingibjörg Örn-
ólfsdóttir. Varastjórn skipa:
Pálína Þorfinnsdóttir og Krist
ín Andrésdóttir. Endurskoð-
endur eru Helga Pálsdóttir og
Kristbjörg Jóhannesdóttir.
Á síðasta ári voru allir samn
ingar féilagsins endurnýjaðir
og á þeim gerðar svipaðar
breytingar og hjá verkalýðsfél-
ögunum almennt- Nýlokið er
samningagerð við Landsbanka
íslands og Seðlabanka íslands
um kaup og kjör ræstingar-
kvenna og starfsstúlkna í mötu
neytum. Og eru samningar þess
ir hliðstæðir öðrum samning
um Framsóknar um þessi störf-
Félagskonur eru nú 1646. Ár
gjald var ákveðið kr. 500.000
óbreytt frá síðasta ári.
Á síðasta ári fengu 58 konur
bætur úr súkrasjóði félagsins
og auk þess veitti sjóður 32
konum jólaúthlutun og er hér
um að ræða konur, sem ekki
eiga bótarétt vegna aldurs. Þá
fengu 48 konur jólaglaðning frá
Bazarsjóði félagsins, en tekna
til þessa sjóðs er aflað með
bazar, sem haldinn er í nóvem
bermánuði ár hvert.
VerkakVenrjafélagið Jiefur
fest kaup á 2 orlofsheimilishús
um hjá ASÍ í Hveragerði.
Verkakvennafélagið Fram-
sókn hélt 50 ára afmæli sitt
hátiðlegt í nóvember sl. með
skemmtun að Hótej Borg og
var húsið þéttþkipaðl í tilr
efni afmælisins gaf félagið út
myndarlegt afmælisblað, sem
sent var öllum félagskonum.
Afmælisblaðið er enn hægt að
fá keypt í skrifstofu félagsins.
Matreiðslumenn:
Aðalfundur Félags mat-
reiðsltumanna var 2. þ.m. í
stjórn voru kjörnir: Formaður
Ib Wessman, varaformaður
Sveinn Friðfinnsson, ritari Stef
án Hjalltested, gjaldkeri
Tryggvi Jónsson og varagjald-
keri Karl Finnboga.son- Vara-
stjórn skipa: Guðmundur Júlíus
Framhald á 10. síðu.
UM aldamótin 1800 bjó Jón
Oddsson í Vetleifsholti í Holtum.
Hann er talinn fæddur 1745, d.
22. maí 1820. Hann bjó síðast
í Litla —Klofa á Landi. Kona
Jóns var Halldóra Halldórsdóttir
f- 2. sept. 1742, dóttir Halldórs
bónda ó Rauðnefsstöðum, Bjarna
sonar, sem víkingslækjarætt er
kennd við, Þóra hét elzta barn
Jóns og Halldóru, f. 1772, d. 1848
en yngst barna þeirra var Erlend
ur, er síðast bjó á Þúfu á Landi.
Hann var faðir Odds bónda þar,
föður Jórunnar ömmu minnar
og þeirra systkina. Þóra giftist
1792 Jóni Lafranzsyni frá Berg
vaði. Þau bjuggu lengst á Fossi
í Mýrdal. Jón drukknaði 28.
apríl 1818. Þóra giftist aftur 1829
Ólafi Péturssyni hreppstjóra.
Þau bjuggu að Fossi. Ekki áttu
þau börn, en meðal barna Jóns
og Þóru var Jón, f- 25. júlí 1801
d. 9. júní 1879. Hann bjó í Fagra
dal í Mýrdal og þar átti móðir
hans heimili síðustu ár ævinnar.
Kona Jóns var Sólveig Sveins-
dóttir dbrm. á Sólheimum, Alex
anderssonar í Skál, sem kemur
allmikið við sögu Síðuelda. Sol
veig var ekkja eftir séra Þórð
Brynjólfsson, er síðast var prest
ur í Reynisþingum, bjó í Fagra
dal. Solveig var þriðja kona séra
Þórðar og áttu þau nokkur börn.
Þeirra son var Sveinn beykir á
Löndum í Eyjum, mikill fróð-
Jeiksmaður, einn stofnenda bóka-
safnsins í Eyjum 1862. Hann
gerðist mormóni og fiuttist til
Utah 1870, d. '1901- Þótti Sveinn
hinn merkasti maður.
Þau Fagradalshjón, Jón og Sol
veig, áttu eigi börn, en áður en
Jón kvæntist eignaðist hann son
með Oddnýju Ólafsdóttir frá
Fossi, Árni að nafni. Árni var
fæddur 4. sept. 1831 á Fossi, þar
sem hann síðar varð bóndi. Ár
ið 1860 kvæntist hann Guðlaugu
Einarsdóttur frá Hunkurbökkum.
Árni og Guðlaug áttu margt
barna og koma þau ekki við sögu
nema Þórarinn f. 18,júní 1865, d.
22. feb. 1926 í Vestmannaeyjum.
Kona Þórarins hét Elín Jóns-
dóttir; bjuggu þau að Fo~si í
Mýrdal. Fjölskylda þeirra Foss
hjóna var stór, börnin urðu alls
níu. Mun efnahagur því hafa
verið fremur þröngur sem von
legt var. Þórarinn var greindur
maður og iisthneigður; hafði
yndi af tónlist og var forsöngv
ari í kirkju sinni. Þórarinn var
formaður við sandinn og fórst
það vandastarf vel úr hendi.
Þriðja barn Fos'hjóna var Ey-
vindur, sem hér verður minnzt
að nokkru.
Hann var fæddur 13. apríl 1892.
Ölst hann upp með stórum og
myndarlegum systkinahóp heima
á Fossi til 16 ára aldurs, en þá
árið 1908, brugðu Fosshjónin
búi og fluttu til Vestmannaeyja,
sem þá var að verða lifvænleg
verstöð i upphafi vélaaldar. Á
þeim árum var ekki margra
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
kosta völ um starf og stöður né
skólanám-
Flestir ungir Eyjamenn lærðu
sjó, sem kallað var harður skóli
en að mörgu leyti nytsamur ung
um og tápmiklum mönnum.
Fyrstu vertíðina í Eyjum réðst
Eyvindur til Árna Ingimundar-
sonar, sem var ungur formaður
og harðsækinn. Var ekki öllum
hent að starfa, sem lionum líkaði
enda skipti í tvö horn um það,
EYVINDUR ÞÓRARINSSON
hvort öðrum líkaði við hann,
Eyvindur skyjdi beita línu á bát
Árna er Ástriður hét. Sagði Ey-
vindur svo frá að Árni hefði
verið sér unglingnum hlýr og
góður húsbóndi. Líður nú fram
á vertíðina en einn dag kom Ást
ríður ekki að landi. Það var
ömurlegur dagur og eftirminni-
legur Eyvindi jafnan síðan, er
hann var orðinn einn eftir í
herbergi sínu, félagarnir liorfn-
ir í hina votu gröf. Um þessar
mundir stóð hugur ungra Eyja-
manna til þess að verða for-
menn og eignast hlut í bát. Ey-
vindur byrjaði formannsku á
,,Hansínu“ veturinn 1913. Áður
var hann skipverji á ýmsum vél-
bátum frá Eyjum. Þá var Ey-
vindur fimm vertíðir með ,,Gid
eon“ og átti hlut í þeim bát, ea
síðan með ýmsa báta og suma
stói'a að þeirrar tíðar hætti m-
a. var hann formaður með ýmsa
báta Gunnars Ólafssonar á Tang
anum. Sumarið 1924 fór Eyvind
ur norður til síldveiða með herpi
nót. Var það fyrsta tilraun sem
gerð var frá Eyjum með það
veiðarfæri (sbr. Aldahvörf í Ey
jum, eftir Þorstein Jónsson i
Laufási). Eyvindur var formað
ur með véilbáta síðast vertíðina
1928. Um skeið átti hann hlut í
línuveiðara, en sú útgerð gekk
erfiðlega. Eyvindur var meðal
fremstu formanna hér, aflamað
ur góður, glöggur og gætinn sjó
maður, en sótti samt fast, at-
hugull og úrræðagóður. Aldrei
urðu nein slys á mönnum lijá
honum meðan hann var formað
ur. Einn hinna gömlu skipverja
Framhald á 10. síðu.
13. marz 1965 "J
Stjórn Framsóknar. Frá vinstri: Þórunn Valdimarsdóttir, varafor-
maðurmaður; Ingibjörg Bjarnadóttir, gjaldkeri; Jóna Guðjónsdóttir,
formaður; Ingibjöig Örnólfsdóttir, fjármálaritari; Guðbjörg Þorsteins-
dóttir, ritari.
| Atburbir, ástand og horfur\