Alþýðublaðið - 21.04.1965, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 21.04.1965, Blaðsíða 6
BAK VIÐ TJÖLDIN SÚ VAR tíðin, að menn í Þýzkalandi reyndu, með aðstoð yfir- valdanna, að losa sig við „óheppileg nöfn“. Nú kemur hið sama fyrir í smærri stíl í Bandaríkjunum. Mað- ur að nafni Mr. Harvey Oswald í Los Angeles hefur sótt til yfir- valdanna um leyfi til að breyta nafni sínu í Davies. Hann vill hindra, að hann og fjölskylda hans verði sett í samband við þann Óswald, sem í fyrra ávann sér svo vafasama.frægð fyrir dauða sinn. ~ ★ .■ “ í MÓTMÆLASJCYNI við þann ofvöxt, sem hlaupið hefur £ hvers kyns samkeppni um fegurð, hefur hið ósvífna Lundúnablað „Private Eye“ beðið lesendur sína til að velja „Hr. Ugly“ (Herra Ljótur). Til þessa eru þeir efstir á blaði Sir Alec Douglas-Home, fyrrverandi forsætisráð- herra, bitillinn Ringo Starr og Randolph Churchill. — ★ — MATRÓSAR í franska flotanum hafa löngum kvartað hástöfum yfir einkennisbúningi sínum, sem með kraganum og matrósahúf- unni minnir meira á skóladrengi en vaskar sjóhetjur — og nú hafa þeir verið bænheyrðir. Á hverju herskipinu af öðru er um þessar mundir verið að skipta um búninga, og nýju búningarnir eru þann- ig, að varla skHur nokkuð á milli undir og yfirmanna en offiséra- bryddingarnar. — ★ — GERALDINE, dóttir Charlie Ghaplins, sem nú er tvítug að aldri og á hraðri ferð upp á stjörnuhimininn, verður 21 árs í ágúst og hyggst þá ganga að eiga spánska kvikmynda tökumanninn Manolo Valasco — og gera það án blessunar föður síns. Annars virðist það vera regla í þeirri familíu, að börnin lendi í vandræðum við föður sinn út af giftingarmálum. Eins og fram kom í fréttum fyrir skömmu varð Mikjáll sonur Chaplins að fara norður til Skotlands til að geta kvænzt, því að faðir hans neitaði um samþykki sitt. Og má raunar bæta því við að Mikjáll komst aftur í fréttir um daginn vegna fyrirspurnar í brezka þinginu út af atvinnuleysisstyrk til hans. Annars segir Geraldine ósköp róleg: — Pabbi er msður, sem gengur ekki með neinar grillur. Það ] er öll skýringin. _ ★ _ SPURNINGUNNI um það, að hve miklu leyti fólk sækir kvikmyndahús vegna stjarn- anna, sem í myndunum leika, eða vegna innihalds myndanna, skal nú svarað með raunhæfri tilraun. Það er Simone Signoret, sem hefur kom- ið því til leiðar við einn framleiðanda, að í nýrri' glæpamynd, sem hún á að leika í ásamt Yves Montand og öðru frægu fólki, erga nöfn leikaranna alls ekki að birtast á tjaldinu á undan myndinni og auk þess ekki í auglýsingum um myndina — svo að nú fæst úr því skorið, hvort „aðdáendur" eru Iffsnauðsynlegir í'yrir örlög einnar kvikmyndahetju. Aðeins ein íeikkona neitaði að vera með í tilraun Simones — ag það hefur sennilega stafað af því, að þetta var fyrsta mynd- in, sem hún átti að leika í. — ★ — 'HVERNIG getur maður vitað, hvort slöngubit er eitrað eða ekki, ‘ spyr lesandi í ameríska tímaritinu „Wild Life“. Og svarið var: !— Það er í rauninni' aðeins til ein aðferð fyrir hinn bitna til að : ganga úr skugga um slíkt. Ef hann er lifandi þrem dögum eftir bitið, ■ getur hann reiknað með, að bitið hafi ekki verið banvænt. S 1 _ — ★ ~' I PARÍS er nýbúið að opna luxusverzlun handa hundum. Þar er hægt að fá ,.eau de cologne canine“, þar er hægt að fá tiu mismundandi liti á klærnar á þeim, að ekki sé talað um tannkrem og fullkomin meðul gegn svitalykt. ! Sérstök taska með hentugu úrvali af slikum hlutum „a la vov- ivov“ fæst þarna fyrir rúmar 800 krónur. Ljósmyndarinn danski stóffst ekki þetta tríó, sem hann rakst á á affaljárnbrautarstöffinni í Iíaup- mannahöfn ekki alls fyrir löngu. Þau munu heita Cello, Cellina og Cellestae og vera börn hins látna jazzista Oscar Pettiford. Skeytið var 34 ár á /e/ð/nn/ Nýlega fékk fjölskyldan Girar- delli í ítalska bænum Trieste símskeyti frá ættingja að nafni Elena, þar sem sagði, að hún hyggðist koma í heimsókn og kæmi með lestinni frá Alpabæn um Merando að kvöldi næsta dags. Það eina, sem að þessu var að finna, var það, að Elena hafði sent skeytið 34 árum áður- Hún kom nefnilega í heimsókn til Girardelli fjölskyldunnar 3. sept. 1931. Landsímastöðin í Trieste hef ÞAÐ leikur enginn vafi á því að Spencer Furr í bænum Char lotte í Norður-Karólínu í Banda ríkjunum, er karlmaður - en á þjóðskránni stendur að hann sé kona. Furr hefur verið kvæntur í 13 ár, hann hefur gegnt sinni her- þjónustu, svo að engin ástæða er til að efast um kynferði hans. Hins vegar ríkir nokkur óvissa um fæðingardaginn. Sjálfur telur hann sig fæddan 15. febrúar 1922, en þegar hann hugðist ganga í herinn skömmu eftir 1940, uppgötvaði hann, að hann var skráður sem stúlka, fædd ár ið 1923. Furr telur, að þeesi misskiln ingur allur stafi frá rugluðum og gleymnum lækni. Hann tel ur að læknirinn; isem tók á móti ur upplýst, að samkvæmt dag- bókum stöðvarinnar hafi skeytið borizt þangað sapidæaurs, ten sendillinn hafi ekki getað fundið húsið þar eð einmitt um það bil hafi verið skipt um númer á öllum húsum í götuni. . . þess vegna var skeytið frá Elenu frænku lagt í sérstaka skúffu með öðrum skeytum, sem ekki var hægt að afhenda. Þar hef ur það svo legið síðan — þar til einhverjum datt það skyndi lega í hug að reyna að hafa upp á Girardellifólkinu- honum, hafi einfaldlega gleymt í heilt ár að tilkynna það þjóð skránni. Þegar hann hafi svo loksins munað eftir því, hafi hann verið búinn að gleyma hvort um var að ræða dreng eða stúlku — og svo „tekið sjansinn" á að það hafi verið stúlka. Til vonar og vara hefur Furr safnað saman sönnunargögnum fyrir því, að hann sé karlkyns- Þar á meðal er að finna yfirlýs- ingar frá móður hans, skóla- voUorð, og manntalsskýrslu frá 1930, þar sem staðhæft er, að hann sé drengur, þá átta ára gamall. En samt sem áður er erf- itt að fá skrásetningarmennina til að viðurkenna hann sem barl mann — og bréfaskriftirnar auk ast og margfaldast. . . . Skotasaga McAber frá Aberdeen hafffi gert um Jaaff samkomu lag viff sína heittelskuðu, aff hann skyldi koma til her- bergis hennar aff kvöldi, þeg ar foreldra hennar væru sofnaffir. Til merkis um, aff allt væri í fagi átti hún aff fleygja peningi tií hans út um gluggami' McAber beiff á sínum staff og eftir langa mæffu lieyrffi hann peninginn falla til jarff ar á malarstíginn í garffin- um. Tíminn leiff og hans heitt elskaffa tók aff verffa óþolin móð. Loks rak liún höfuðiff út mn glugganu og livísí- affi: — Hvaff er orffið af þér Mac? — Ég er aff leita aff pen- ingnum, hvíslaffi McAber til baka- — Bjáninn þinn, hvíslaffi hans heittelskaffa. — Ég er meff hann. Auffvitaff batt ég snaeri í hann. Tannlæknar, sem eru meðlim ir tannlæknafélagg Jótlands og Fjóns í Danmörku, munu fram vegis sýna kvikmyndir fyrir sjúklinga sána á n{\:£|an þeir bíða. Kvikmyndin verður sýnd á sjónvarpsskermi í biðstofunni og fjallar um tannhirðingu til að koma í veg fyrir skcmmdir. Kvæntur í 13 ár, samt talinn kona I 6 21. apríl 1965 - ALÞÝ0UBLA0IÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.