Alþýðublaðið - 21.04.1965, Síða 16
17 ára skákmeistari ísiands
SIGURINN KOM Á ÓVART
Reykjavík, 20. apríl. OÓ.
— Eg hugsaði ekkert ura að
vinna þetta mót og sigurinn
kom mér algjörlega á óvart,
sagði hinn nýi skákmeistari
íslands, Guðmundur Sigurjóns
son, er Alþýðublaðið hatði tal
af honum. Eg byrjaði að fikta
við þetta 11 til 12 ára gatnall
en fór ekki að tefla fyrir al-
vöru fyrr en fýrir tveimur ár-
um siðan og gekk ekki í Skák-
félag Reykjavíkur fyrr en í
fyrrahaust og hef síðan unnið
mig upp úr 2. flokki í meist-
araflokk. Áður tefldi ég við
kunningja mína og gekk þá á
ýmsu og var ég sizt sigurstrang
legri en þeir.
Guðmundur Sigurjónsson er
17 ára að aldri og er í 4. bekk
stærðfræðideildar Menntaskól-
ans í Reykjavik.
— Enn er allt óráðið um
livað ég tek fyrir eftir stúdenta
próf. Eg hef gaman af að
tefla og geri ráð fyrir að halda
því áfram, en aðeins I tóm-
stundum. Eg vil alls ekki
leggja skák fyrir mig.
— Eg les mikið um skák og
læri mikið af því og svo nátt-
úrlega af því að tefla. Við höf
um taflfélag í Menntaskólan-
um og þar tefli ég oft og eins
hjá Taflfélagi Reykjavíkur.
Framhald á 15. síðu.
MUHHMMMIHWMimUHHM
1000 tonna meðal-
afli á Patreksfirði
Patreksfirði, 20. apriL ÁP-GO.
ÞEIR fjórir bátar, sem héðan
*óa, munu vera komnir með um
4300 tonna afla á vertíðinnj, svo
•neðalafli á bát er vel yfir þúsund-
4nu. Helga Guðmundsdóttir er
fiæst með 1300 tonn, þá Seiey og
ÍDofri með um 1100 tonn hvor og
7065 tonn í 115
róðruni í Ólafsvík
Ólafsvík, 20. apríl. — OÁ-GO.
fcEILDARAFLI Ólafsvikurbáta til
45. þ. m. er 7065 tonn í 115 róðr-
«im. Hæstu bátarnir eru: Stapafell
«ueð 888 tonn í 53 róðrum, Stein-
|UUi 791 t. i 61 r., Sveinbjörn Jak-
absson 742 t. í 47 r., Valafell 748
4.1 52 r„ Jón Jónsson 788 t. í 61 r„
■JHrönn 662 t. í 57 r„ Bárður Snæ-
íeHsás 356 t. í 43 r„ Jökull 664 t.
t 47 r„ og Frosti er með 444 tonn
M 43 róðrum.
Sæborg með 800 tonn, eða svipað
og hæstu bátar i öðrum verstöðv-
um.
Skipstjóri á Helgu Guðmunds-
dóttur er Flnnbogi Magnússou
landskunnur aflamaður og það er
einmitt hann, sem á gildandi ver-
tíðarmet, 1450 tonn, sem hann
setti á vertíðinni I hitteðfyrra er
hann var með Helga Helgason frá
Vestmannaeyjum, en réri frá Pat
reksfirði. í fyrra var hann framan
af vertíð með Loft Baldvinsson,
sem varð hæstur yfir landið, en
hann varð að hætta róðrum á hon-
um til að ná í nýjan bát, sem er-
lendis var. Þess vegna er ekki
hægt að telja hann aflakóng
þeirrar vertíðar, þó að hann
hafi fengið bakfiskinn úr aflan-
um. '
Skipstjórar á Seley og Dofra eru
þeir bræðurnir Héðinn og Hör'ð*
ur Jónssynir, en skipstjóri á
Sæborgu er Eðvarð Kristjánsson;
Allt eru þetta ungir menn.
Helga Guðmundsdóttir hóf veið
ar um miðjan febrúar, eða seinna
en flestir aðrir vertiðarbátar. —
Sæborg byrjaði enn selnna, en
Seley og Dofri um áramót.
45. árg. — Miffvikudagur 21. apríl 1965 — 89. tbl.
Landsfundur
um útvegsinál
Reykjavík, 20. apríl. —
Á MORGUN, miðvikudag, hefst í
Reykjavik landsfundur, sem fisk-
framleiðendur og útvegsmenn hafa
boðað til. Mun á fundinum fjallað
um horfurnar I þessum atvinnu-
greinum, einkum þó þær launa-
hækkanir, sem búizt er við í vor.
Samtökin, sem til fundarins hafa
boðað, eru þessi: LÍÚ, SH, Sjávar-
afurðadeild SÍS, Samlag skreiðar-
framleiðenda, Stéttarsamband fisk
iðnaðarins og SÍF.
Fundurinn verður haldinn í Sig-
túni og hefst hann klukkan tvö
eftir hádegi. Frummælendur munu
verða þeir Guðmundur Jörunds-
son, Reykjavík, Gunnar Guðjóns-
son, Reykjavik, og Margeir Jóns-
son, Keflavík.
Meginástæðan til fundarboðunar
innar eru örðugleikar þessara at-
Slökkviliðið kvatt
út 11 sinnuni
Reykjavík, 20. apríl. — GO.
SLÖKKVILIÐIÐ í Reykiavík var
kallað út 11 sinnum frá hádegi á
miðvikudag fyrir páska til hádegis
í dag. Fimm sinnum var um
íkveikju að ræða, tvisvar var eldur
í hifreið, tvisvar var um að ræða
gabb frá brunaboðum, einu sinni
sinuhruna á Seltjarnarnesi og einu
sinni grunur um eld. — Ekkert
tjón varð í þessum tilfellum.
vinnugreina nú undanfarið, fyrst
það að haustsíldarvertíðin við Suð
urland brást, síðan verkfall og afla
leysi það, sem af er vetrarvertíð.
★ Kvenféiag Alþýðuflokksins í
Reykjavik heldur framhaldsaðal-
fund n.k. mánudag, 26. apríl, í AI-
þýðuhúsinu við Hverfisgötu.
Á fundinum flytur Lárus Helga-
son yfirlæknir erindi um tauga-
veiklun.
Góður afli á
Grænlands-
miöum
Reykjavík, 17. apríl. — GO..
íslenzku togararnir hafa yfjr-
leitt aflað vel að undanförnu, sér-
staklega á Jónsmiðum við Aust-
ur-Grænland, en þar hefur feng-
izt ágætur þorskafli nú um mán-
aðar skeið. Margir togaranna
sigldu með Jónsmiðaaflann til
Englands og fengu þar gott verð,
en útlit er fyrir að markaðsverð
falli mjög strax eftir páska.
Þorkell Máni er væntanlegur
hingað seint i kvöld með 260 lest-
ir af þorski frá Vestur-Græn-
landi, og er það fyrsti Vestur-
Grænlands fiskurinn sem hér
berst á land á þessu ári. Þorkell
Máni átti að selja í Englandi, eh
vegna þess hve slæmt útlit er
þar með markað eftir páska var
skipinu snúið við.
Nú er komið á þriðja mánuð
síðan Akureyrartogararnir hafa
komið til heimahafnar, en haf-
ísinn hefur valdið því, sem
kunnugt er. Akureyrartogararnir
hafa siglt með aflann og fengið
nauðsynjar til næstu veiðiferðar
í Reykjavík. Svalbakur á að landa
Framhald á 15. síðu
i '
mmmnnam
NÝR
SKODI
Á ANNAN páska-
dag var haldln bíla
sýning á Hótel ís-
landslóðinni. Sýn-
ingin var haldin á
vegum Happdrætt-
is DAS og voru til
sýnis flestar teg-
undlr af smábíium.
Mikla athygli vakti
ný gerð af Skoda-
öílum, sem er mjög
frábrugðin fyrri
gerðum (sjá mynd).
i lna'aMiiflawnmíinniii