Alþýðublaðið - 12.05.1965, Qupperneq 1
Myndin er tekin á hátiðarfundi bæjarstjórnar Kópavogrs í gær, i'
sem haldinn var í tilefni 10 ára afmælis kaupstaðarins. I forsæti i
var Þormóð'ur Pálsson. Mynd: JV.
Gylfi Þ. Gíslasort í útvarpsumræðunum
HÆTTULEG TFNGSI KillP-
GMBLOfiJÚVÖRUVERDS
Hátíðafundur bæjarstjórnar
HÁTÍÐAHFUNDUR var hald
inn í bæjarstjóm Kópavogs í
dag í tilefni 10 ára afmælis
kaupstaðarins. Voru þar af
greidd þrjú mál með samstöðu
allrar bæjarstjórnar. Málefni
þessi voru: í fyrsta lagi að láta
taka heimildarkvikmynd frá
Kópavogi. í öðru lagi, stofnun
menningarsjóðs Kópavogs,
sem gert er ráð fyrir að hálft
prósent útsvarstekna renni til
hverju sinni og í þriðja lagi
um byggingar og skipulags-
mál, þar sem komið var inn
á fjölmörg atriði uppbyggingar
byggðarinnar í framtíðinni og
Framhald á 14. síðu.
í RÆÐU sinni í útvarpsumræ'ð
unum í gærkvöldi varði Gylfi Þ.
Gíslason menntamálaráðherra
verulegum hluta tíma síns til að
ræða það grundvallaratriði, hvort
það sé hægri' eða vinstri stefna,
sem núverandi ríkisstjórn fylgir,
hvort það sé frjálslynd stefna eða
íhaldsstefna, hvort það sé aftur-
haldsstefna eða framfarastefna. —
í siðari hluta ræðu sinnar mælt-
ist honum á þessa leið:
„En hvað er þá að segja um
fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar,
verkefnl sem hún hefur undirbúið
og ætlar að vinna að?
í dag voru samþykkt á Alþingi
lag; um mestu frafnkvæmdir í
rafmagnsmálum, sem íslendingar
hafa nokru sinni efnt til. Ráð-
gerð er þreföldun á rafmagns-
framleiðslu þjóðarinnar. Þetta
verður vonandi ekki talið bera
vott um afturhaldssemi.
Ríkisstjómin mun halda áfram
að athuga skilyrði til bess að
komið verði á fót stóriðju 5 land
inu í samvinnu við erlenda aðila,
sem hafa yfir að ráða þeirri tækni
þekkingu og því fjármagni sem
nauðsynlegt er, en okkur skortir.
Samningar allir verða þó að sjálf
sögðu háðir því, að íslenzkra hags
muna sé gætt. Það verður varla
talið til afturhaldssemi að vinna
að því, að íslendingar gerist iðnað
arþjóð í ríkara mæli.
Þá er ég þeirrar skoðunar, að
brýn þörf sé breytinga í skatta-
og tollamálum. Mesta þjóðfélags-*
misréttið, sem nú viðgengst á Í0
landi, er fólgið í því, að borgar
arnir eru ekki jafnir fyrir skattá
lögum. Margir greiða skatt og út
Gylfi Þ. Gíslason
svar af hverjum eyri, sem beir afla
sér. En margir greiða ekki skatta
og útsvar nema af hluta tekna
sinna. Þetta verður að breytast.
— Mér er vel ljóst, að það getur
ekki orðið í einu vetfangi og að
Framh. á 13. síðu.
Benedikt Gröndal í útvarpsumræðunum
i
Ríkisstjómin er að
móta nýja stefnu
Benedikt Grönda!
BENEDIKT GRÖNDAL var elnn
af ræðumönnum Alþýðuflokksins
í útvarpsumræðunum á Alþingi í
gærkvöldi. Ræðu sina hóf hann
með þessum orðum:
„Winston Churchill sagði ein-
hverju sinni, að lýðræðið væri
versta stjórnskipulag sem til væri
að undantekmun öllum hinum.
Ef til vill gætu þessi orð róað
einhverja þá, sem hlustuðu á um-
ræðumar í gærkvöldi og fannst,
að meir en lítið hljóti að vera
bogið við stjórnarfarið hér á landi,
þó ekki nema 10% af fullyrðing-
um stjórnarandstöðunnar væri
rétt. — Satt að segja var því lík-
ast, að kómmúnistar, og þó alveg
sérstaklega Framsóknarmenn,væru
að lýsa ástandinu í Kongó en ekki
hér uppi á íslandi.
Við eigum við ýmsa erfiðleika
að etja, en aldrei hefur atvinna
verlð mciri í landinu, aldrei hefur
þjóðin haft meira að bíta og
brenna. Samt tala þessir menn um,
að enn verði íslendingar að herða
sultarólina.
Aldrei höfum við eignazt fleiri
Frh. á 13. síðu.
Lendir Luna 5
á tunglinu?
MOSKVU, 11. maí (NTB-Reut-
er). — Sovézka tunglflaugin
„Luna 5“' var í dag komin þrjá
fjórðu liluta leiðarinnar til tungls
ins. Enn er ekki vitað hvort so-
vézkir vísindamenn muni reyna
að láta flaugina lenda á tunglinu.
Brezkur fogari fekinn, en skipstjórinn |
Sigldi burt með
4 varðskipsmenn
Hófar að sigla alla leið til Grimsby
Reykjavík 11. maí OÓ.
BREZKUR togari, sem tekinn var að veiðum í landhclgi
í morgun, hefur verið á flótta í allan dag með fjóra af skip
verjum af varðskipinu Þór innanborðs. Upp úr miðnættinu
voru mennirnir enn í togaranum og varðskipið að elta
hann.
í morgun kom Þór að tog-
aranum Aldersot frá Grims-
by að veiðum iunan land-
helgi út af Vopnafirði. Þeg-
ar togaramenn urðu varð-
skipsins varir hjuggu þeir
á vörpuna og sigldu til hafs.
Þór náði togaranum bráð-
lega og voru fjórir mena
settir mn borð I hann. Fyrst
í stað virtist allt leika í
Framh. á bls. 7.
ií