Alþýðublaðið - 12.05.1965, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 12.05.1965, Qupperneq 10
vantar böm eða fullorðið fólk til að bera blaðifi til kaupenda í þessum hverfum: Laufásveg Skjólunum Melunum Afgreiösla Alþýðublaðsins Símf 14 900. Samvinnuskólinn Framhald af 5. síðu. og nemendur kaffiboð Samvinnu skólans. Mikið fjölmenni sótti staðinn heim, enda var veður hið fegursta. Á V ARP flutt af Gnfimimdi Sveinssyni skólastjóra aS Bifröst á skólaslitadegi Sam- Tfnnuskólans, 1. maí 1965. Eins og þegar hefur komið fram, er þessi dagur merkur og eftirminnilegur í sögu skólans. Hér er um að rœða 10. skóla- slitin 1 Bifröst, saga skólans á þessum stað hefur aukið tíu ár- um vi,ð aldur hans. Þó er hitt umhugsunarefni merkara og mikilvægara, að sá maðurinn, er skóp þennan skóla pg mótaði frá fyrstu tíð, en andi SMOBSTðBIS Sæfúni 4 - Sími 76-2-27 BBliaa «sr samrSar fljótt o* rtí feUaaaUMrtccsndlr afanucrulfo 14) 12. maí 1965 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ hans vakir enn yfir, Jónas Jóns son frá Hriflu, fyrrverandi ráð- herra, á áttatfu ára afmæli í dag. Við munum að sjálfsögðu að venju heimilisfólkið í Bifröst starfslið skólans og nemendahóp urinn senda þessum aldna og merka foringja kveðju, sím- skeyti og óska honum til ham- ingju á afmælisdaginn, en sjálf- ur dvelur hann erlendis um þess ar mundir. Jónas er nýkominn til Englands úr för til ísrael, en þar dvaldi hann nokkra daga rétt um páskaleytið. Mér var sagt syðra, en veit ekki hvort rétt sé að öllu leyti, að Jónas muni í dag dvelja á sínum gamla skóla í Oxford, en hann stundaði nám við skóla þann, er brezka verka- iýðshreyfingin rekur í Oxford og nefndur er Ruskin College eftir miklum hugsjónamanni og menn ingarfrömuði, John Ruskin. Vera má að rétt sé, því vitanlegt er, að Jónas hafði dálæti mikið á þessari menntastofnun og hefur margsinnis látið það í Ijós, og það síðast í bók þeirri, sem gef- in. var út 1964 af nokkrum aðdá- endum iians og nemendum í til- efni þessa afmælis, en bókin heitir Aldir og augnablik. Við hörmum, að við skulum ekki njóta á þessum degi návist- ar hins aldna skólamanns En dagsins minnumst við engu að síður. Og þar hefur stjórn Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga og forstjóri komið til liðveizlu, að gera daginn eftirminnilegan og þetta tilefni hans hér í skól- anum. Sambandsstjórnin og for- stjóri hafa ákveðið að leggja fram 80 þúsund krónur. er sé ætlað að verja til stofnu.nar sér- stakrar deildar við bókasafn skólans, er bera skal heiti Jón- asar og nefnast Jónasardeild. Það vill nú svo til, að sjálfur á Jónas hugmvVidina að þessari deild, þótt ekkf hafi hann ætlað að tengja hana eigin nafni. í viðtali, sem átt var við Jónas þá er samvinnumenn minntust 60 ára afmælis SÍS og áttatíu ára afmælis Kaupfélags Þingey- inga, var hann spurður hvert hann áliti brýnast verkefni og æskilegast í Bifröst eftir flutn- ing Samvinnuskólans hangað. Svarið var á þá lund, að mikil- vægast væri nú að koma udu stóru og myndarlegu safni bóka i félagsfræðum, að þar yrði með tímanum betri kostur slíkra bóka en annars staðar, að fræði- menn, er þe;m málum vildu sinna og þá ekki sízt félagsmála foringjar, myndu hingað leita að niófa bókanna og aðstöðu sem jafnframt yrði búin til fræði- mennsku og vísindaathug8na á þessu sviði. Jónas lét heldur ekki sitja við orðin tóm, heldur gaf hann úr eigin bókasafni fiölda ri+a. er fiölluðu um al- menna félagsfræði, en þar til hevrir hagfræðileg efni. lögvís- lndi, stjómalagafræði og annað, er snertir samfélagið og marg- vislegar harfir þess og umhugs- unarefni þegna og forvstumanna. Það. sem nú mun gert hér í Bifröst. er að gera bókaflokkinn 300 samkvæmt viðurkenndri nið- urröðun f hókasöfnum, en vfir- skriftin yfir honum er Almenn félagsfræði, að sérstakri deild og ætla allt annan og meiri hlut en fvrr. Er hað framtíðarsýn, að sú deild verði sfðar i miklum sal, er hafi að geyma tugbúsundir bóka um fræði samfélagsins og þióðfélagsins, þau fræði, er á sínum tíma áttu hug og hjarta Jónasar Jónssonar og efga það svo sannarlega enn í dag. Við þökkum, allt staðarfólk Bifrastar, sambandsstiórninni hug hennar og rausn, en túlkum þakkiæti okkar f heilla- og ham- ingiuóskum til Jónasar Jónsson- ar, þess foringja, er við munum aldrei gleyma, sem honum höf- um kynnzt, þess foringja, er aldrei gleymdi okkur. BÆKUR Framh. af 5. síðu áhorfenda; má vera að þessum texta ynnist eitthvert sviðslegt gildi í nógu snjallri og leikinni meðferð. Undirritaður sér því miður engar likur til þess af lestri verksins einum saman; af bókinni verður ekki skynjað nema táknþoka, — tákndauði þess. — Ó. J. Minningarorð Framhald af 5. síðu. og glaðar stundir er ég hef not ið ó heimili þeirra hjóna, Sigríð ar og Ingólfs, fyrr og síðar, og verður margt minnisstætt frá þeim vinafundum- Ytri híbýla prýði og þokki og hjartahlýja húsbændanna hjálpaðist að því að gera dvölina ánægjulega og ógleymanlega á þessu heimili, sem nú er vígt söknuði og þögn. Ég minnist þess, að ég fór einu sinni með útlendan mann að Silf urteig 2 til þess að sýna honum íslenzkt fyrirmyndarheimili, og eins og vitað var fyrirfram, varð hann ekki fyrir vonbrigðum. Frú Sigríður Guðmundsdóttir var fríð sýnum; virðuleg í fram komu og bauð af sér bezta þokka í hvívetna. Ef lýsa æ+ti eðliskost um hennar með einu orði mundi það orð, sem að mín um dómi væri bezt til þess fall ið, vera: Myndarskapur. Eins og drepið var á í upp- hafi þessa máls hafði Sigríður átt við vanheilsu að stríða um langt skeið, líklega nærri 8 síðustu árin. Var hún )ými&t á sjúki-ahúsum eða við rúmið heima- Er því í rauninni ástæða til að fagna lausn hennar úr fjötrum líkamans. Skáldið kveður. Sáiin er gullþing í gleri, geymist þótt kerið sé veilt. Bagar ei brestur í keri, bara ef gullið er heilt- Það er sannfæring mín, að frú Sigríður Guðmundsdóttir hafi stigið yfir þröskuld hins ósýnilega heims með sitt „gull þing“, sál sína, heilt og óskemmt þó að „kerið“ hafi ekki enzt henni lengur og er gott til þess að vita, að gullið er mikið og ó svikið- Vini mínum hinum fasprúða, Ingólfi Bjarnasyni, dætrum hans og öðrum vandamönnum, sam- hryggist ég, en samfagna um leið, því að veglúin kona hefur fengið hvíld og mun uppskera sín laun. Grétar Fells. Látið okkur og herða upp nýju bifreiðina! BlLASKOÐUN Skúlagötu 32. Sími 13-10t Látið okkur rvðverja og hljóðeinangra bifreiðina með TECTYL! RYÐVÖRN Grensásveg 18, síml 1-99-48. Pússningarsandur Heimkeyrður pússnlngarsandui og vikursandur, sigtaOur eOa ósigtaður við húsdyrnar eOa kominn upp á hvaOa hæö sem er, eftir óskum kaupenda. SANDSALAN sf. tIO EUiðaTeg. Sími 41920. Benzínsala Hjólbarðaviögerðir Opið alla daga frá kl. 8—23,30. Hjólbarðaverkstæðiö Hraunholt Horni Lindargötu og Vitastígs. — Sími 23900.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.