Alþýðublaðið - 12.05.1965, Side 9

Alþýðublaðið - 12.05.1965, Side 9
nar arkisamns var William Godwin sem var uppi seint á 18. öld. Hann lagði fram fyrstu grund- vallarhugmyndir stefnunnar um hin spillandi áhrif eignarréttar- ins. Hann var rót allra meina, honum mátti kenna ónytjungs- skap, siðgæðisskort, rangindi og afbrot. Godwin var á móti öll- um almennum yfirvöldum. — ■'Þannig var hann á móti hljóm- sveitum af því að einstaklingar þeir, sem í hljómsveit voru, urðu að hlíta valdi stjórnandans, og hann var einnig andvígur fjöl- skyldunni af því að á heimilinu varð einn einstaklingur að. ganga öðrum á vald fyrir fullt og allt. Samt gekk hann sjálfur tvisvar í hjónaband og sýnir þettá, að oft er hægara að gefa heilræðin en halda þau. Annar anarkistískur hugsuður var Fourier, uppi snemma á 19. öld. Hann kom með hugmynd að þjóðfélagi sem byggðist á kerfi af eins konar samvinnufyrirtækj- um, og hver einstaklingur átti sinn hlut í þeim. Þetta var eins og André Gide benti seinna á eins konar blendingur úr stóru hóteli og kaupfélagsbúð. Þessar hugmyndir hans koma fram í kibbutzerunum í ísrael. Þriðji frumkvöðull anarkism- ans er svo Pierre-Joseph Proud- hon. Hann bjó til aðalslagorð an- arkistanna: „Eignarréttur er þjófnaður.” Vinnan — ekki fjár- magnið — skyldi vera grundvöll- ur þeirra einföldu þjóðfélags- skipunar er þeir töldu nauðsyn- lega. Eins og margir leiðtogar anarkismans hataði hann vald- beitingu, en viðurkenndi hið pólitíska gildi valdbeitingarinn- ar. í byltingunni í París 1848 hreifst hann þó með, en þátt- taka hans í aðgerðunum var ekki annað en það. að fella tré, sem notað var til að gera víggirðingu. Eins og fleiri anarkistar dáði hann mjög hreinlífis viðhorf í kynferðismálum, en gifti sig þó. Hjónaband hans hafði nokkuð sérstakan aðdraganda. Einhverju sinni bar svo við að hann sá á götunni stúlku, er bar þau réttu einkenni vinnandi stétta, sem honum voru að skapi. Hann skrifaði stúlkunni, þótt hann væri henni bláókunnugur: „Ég hef alhaf baft viðbjóð á gáfuðum konum, listiðkandi kon- um og konum sem skrifa. En ég dáist að hinni vinnandi konu, barnalegri og yndislegri, konu eins og þér eruð.” Hann giftist þessari stúlku og þótt til hjónabandsins væri svona Undarlega stofnað, þá varð það hamingjusamt. ★ Fursti Anarkistanna. Proudhon gaf anarkismanum meginhlutann af hugmyndum hans, en rússneski aðalsmaður- inn Mikael Bakunin fann upp hin anarkistisku vinnubrögð fremur en nokkur annar maður. Bakunin lifði ævintýralegu lífi og var heldur brokkgengur, var vísað úr fjölda landa og sat oft í fangelsum. í byltingunni í Dresden tók hann þátt í götu- bardögum ásamt tónskáldinu Richard Wagner; var af löndum sínum sendur til Síberíu, en flúði þaðan yfir Japan til Bandaríkj- anna, og dagaði svo uppi í Sviss og á Ítalíu. Hvar sem hann fór skyldi hann eftir sig slóð af leyni legum félögum, sem mörg hver hafa aldrei verið til nema í í- myndun manna, einkum lögregl- unnar, sem alls staðar var á hæl- unum á honum. Hann andaðist 1816- Enn í dag má finna áhrif (,Faðir“ Anarkismans, Pierre— 1 Joseph Proudhon með börn sín — eftir málVerki írerðu af Gust ave Courbet. gerður. Upprunalega var hann könnuður í Siberíu og Finnlandi, en siðar byltingarmaður og hafn- aði í fangelsinu í Moskva. Hon- um tókst þó að flýja til Svíþjóðar og þaðan hélt hann til Englands, þar sem hann eyddi mestum hluta ævi sinnar eftir það. „Sjálfur er ég á móti spreng- ingum,” skrifaði Krapotkin, „en ég get ekki fordæmt þá, sem missa þolinmæðina — aðeins þeir er þjást áííka mikið, geta dæmt eða fordæmt.” Slíkar hugrenningar voru á árunum 1880 til 1940 algengar meðal friðarsinnaðra anarkist- ískra hugsuða. Þeir voru á móti sprengingum, en leiddust til að grípa til örþrifaráða. Margir stjórnmálamenn og aðalsmenn urðu fórnarlömb þeirra — að- eins af því að þeir voru stjórn- máiamenn og áðalsmenn og því tákn fyrir þá samfélagsskipan, það ríkisvald og yfirstjórn, sem anarkistar vildu fyrir hvern mun koma fyrir kattarnef, svo að stofna mætti samfélag ' réttlæt- isins. Ritlingur eftir Krapotkin: Rík- ið og hlutverk þess í sögunni- frá honum á ítalíu. Á Sikiley ber það við enn að barn anarkist- ískra hjóna er skírt Bakunin, eða eins og anarkistahjón í Róm gex-ðu, skírðu dætur sínar þrjár Neyð, Fátækt og Byltingu. Hugmyndir hans koma fram í „Kveri byltingarinnar'' þar sem m. a. segir: „Byltingarmaður hatar og fyr- irlítur ríkjandi siðgæði í öllum þess afbrigðum. Hverjum ein- asta snefli af vináttu, ættrækni, kærleika, þakklæti og jafnvel ærunni, verður hann að fórna fyrir hina köldu ástríðu bylting- armálstaðarins. Dag og nótt verður hann að hafa aðeins eitt takmark í huga: Eyðilegginguna. ★ Á móti spreng- ingum. Annar aðalborinn rússneskur anai-kisti var Peter Krapotkin. Enn liann var úr allt öðru efni * ★ Og svo Lee Oswald. Enda þótt anarkisminn missti smátt og smátt allt fylgi, nema enn eru nokkrar leifar hans t. d. á Spáni, orkaði hann sterklega á hugsanagang kommúnista, marxista, syndikalista og titoista. En þessir vilja allir að „ríkið molni- niður.” ■ ■ Og ef til vill fékk Lee Harvey Oswald sína hugmynd að láni hjá anarkistum. Og rótleysið, ráðleysið og skapbrestirnir sem einkenndu líf hans, setja hann einmitt á bekk með hinum gömlu anarkistum. Hann á heima hjá þeim og hans váveiflega athöfn var lík og þeirra, er hann í nóv- ember árið 1953 í Dallas lyfti skotvopni sínu og hleypti af — ekki á ungan forseta — heldur á tákn alls þess sem anarkistar hötuðu: Ríkisvald og samfélags skipan. — (Egil Steinmetz). GERIÐ SAMANBURÐ Á VERÐUM ! ! ! Framúrskarffandi reynsla hérlendis á VREDESTEIN hjólbörffunum sannar gæðin og hið ótrúlega lága verff tryggir hagstæðustu kaupin. Munið að gera samanburð á verðum áður en þér kaupið hjólbarðana. r VREDESTEIN hjólbarffar eru fyrirliggjandi í stöldum stærffum: eftir- 520x13/4 Kr. 668,00 710x15/6 Kr. 1.295,00 560x13/4 — 739,00 760x15/6 — 1.579,00 590x13/4 — 815,00 820x16/6 — 1.787,00 640x13/4 — 930,00 425x16/4 — 591,00 640x13/6 — 1.080,00 500/525x16/4 — 815,00 650x13/4 — 1.122,00 550x16/4 — 960,00 670x13/4 — 970,00 600x16/6 — 1,201,00 670x13/6 — 1.114,00 650x16/6 — 1.285,00 520x14/4 — 735,00 700x16/6 — 1.731,00 560x14/4 — 810,00 600x16/6 — 1.201,00 590x14/4 — 860,00 650x20/8 — 2.158,00 750x14/6 — 1.215,00 750x20/10 — 3.769,00 560x15/4 — ‘ 845,00 825x20/12 — 4.400,00 590x15/4 — 920,00 900x20/14 — 5.591,00 640x15/6 — 1.153,00 1100x20/14 — 8.437,00 670x15/6 — 1.202,00 11 M B 0 B lfl ' 'SUDURLANDSBRAUT 3 53 00 VERKAMENN OG TRÉSMIÐIR óskast, Aðalvinnustaður er á Kleppstúni. Byggingafélagið SÚÐ hf. Austurstræti 14. — Sími 16223, heima 12469. Nýkomib Sænskar GIPS ÞILPLOTUR stærð 260x120 cm. ASBEST PLÖTUR fyrir utan- og innanhússklæðningu. RÚÐUGLER 4 mm. þykkt. A og B gæðaflokkar, margar stærðir. TRÉTEX 4x8 fet. HARÐTEX 4x9 fet. HÖRPLÖTUR 8 og 12 mm. ÞAKPAPPI 1x40 m Mars Irading Companf h.f. Klapparstíg 20. — Sími 17373. ALÞÝÐUBLAÐÍÐ — 12. maí 1965 $

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.