Alþýðublaðið - 12.05.1965, Side 2

Alþýðublaðið - 12.05.1965, Side 2
1 Mtttjðrar: Gylfl Gröntlal (&b.) og BenecUfct GrönðaL - KltatjOmarfuIl- "01 : JtSlOur GuOnason. — stmar: 14900-14903 — Augiyslngaslml: 149M. Utgefandi. AlþyOufloidturlnn. AOsetur: AlþyOuhUslO vlO Hverflsgötu, Reykjavllt. — PrentsmlOm AlJjyOu- klaouns. - Askrlftargjald kr. 80.00. - l lausasölu kr. B.ou elntaklO. Kópavogur KÓPAVOGUR tíu ára! Það er ekki hár ald- sur, en þó er þessi kaupstaður þriðja stærsta borg á íslandi og sú, sem hefur vaxið hlutfallslega ihraðast Hundruð fjölskyldna flytja til Kópavogs eða frá honum á hverju ári, íbúarnir eru ungir, þeir eiga mikið af myndarlegum börnum og eru íiargir hverjir að leita sér að góðum samastað íyrir fjölskylduna. Ennþá er lítill borgarbragur kominn á Kópa- Kópavogs, sem á sér fáa líka hér á landi, enn sem lóða ófullgerður og varla til gangstétt eða malbik- aður götukafli. Lítið er um almannabyggingar, nema helzt skóla, og þó eru kirkja og félagsheimili ikomin í notkun á hæðum í elzta hluta byggðar- innar. Allt stafar þetta af hinni óvenjulegu sögu Kópavogs. sem á sér fáa líka hér á landi, enn sem jkomið er. Þegar vöxtur hljóp í Kópavog, var hann fyrst og frémst eitt af svefnherbergjum Reykja- víkur. Alia tíð hefur verið lítið af atvinnutækj- »m í bænum, og enn starfar mestur hluti íbúanna í nágrannabyggðum. Kópavogur hefur því lítið af fyrirtækjum til að skattleggja, lítið af burgeisum, sem hægt er að leggja á, en mikið af þessum venjulegu íslendingum, sem hafa mikinn útsvars- frádrátt, af því að þeir eru að reyna að eignast fbúð, sem þeir hafa varla ráð á. Niðurstaðan af öllu þessu er sú, að Kópavogur hefur átt örðugt með að gera það, sem gera þarf. Ofan á allt þetta hafa bætzt mál eins og Hafnarfjarðarvegurinn, fjölfarnasta braut lands- ins. Skipulagsyfirvöld gerðu hrapalega skissu, er þau vanræktu að velja snemma hentugt vegar- stæði yfir Kópavog og gæta þess, að ekki byggð- ist of nærri því. Þá mundi ef til vill ekki kosta 88 milljónir að koma þessari hraðbraut gegnum byggðina. eins og nú eru horfur á. Kópavogur á heimtingu á því, að sérstakt til- lit sé tekið til þess, hve aðstaða hans er óvenju- leg. Svefnherbergisborgir eiga mikinn rétt á sér •og er mikilvægt, að þær geti búið íbúum sínum fágurt umhverfi og séð fyrir þeim uppeldistækj- um, sem nauðsynleg eru. Þetta gerist þó varla, nema fjárhagsleg uppbygging sveitarfélagsins sé við það miðuð, og varðandi Hafnarfjarðarveg þarf samfélagið sýnilega að gera mun meira en nýju fvegalögin gera ráð fyrir, ef hættulegasti vegar- kafli landsins á að lagast á næstunni. Þrátt fyrir sérstöðu og erfiðleika rikir sterk- Kópavogs-andi. Hann er án efa beittasta vopn- sem Kópavogsbúar eiga til að koma sínum mál- fram. Vonandi verður tíu ára afmælið til þess opna augu manna fyrir þörfum þessarar byggð- í þeirri von óskar Alþýðublaðið Kópavogi til hámingju! títvit L 1 S k B- J Aðeins einn aldarfjórðungur ÞEGAR VH> VOKNUÐUM aS morgni 10- maí 1940, var fortíðia horfin, brotiff hafffj veriff blaff í sögii iandsins. Viff áUuðuni okkur ekki á því fyrst í staff, os ég held aff mér hafi ekki orffiff þaff Ijóst fyrr en Bandaríkjamenn komu hingað meff allar sínar stórvirku véiar( ekki affeins vígvéiar, því aff ég gerffi alltaf ráff fyrir aff þær myndu hverfa heldur fyrst og fremst vinnuvélarnar, sem ruddu um koll í einni svipan því sem ínanncthöndin Ihafffi áffur barízt viff vikum saman. MEÐ HERNÁMI Bretanna hvarf atvinnuleysið, að vísu ekki fyrst í stað, en mjög snemma. Ég man að ég talaði við háttsettan Breta nokkru eftir Hernámsdaginn og spurði eitthvað á þá leið, hvort ekki yrðu miklar framkvæmdir og verkamenn fengju vinnu við þær framkvæmdir. Hann svaraði aff það væri líklegt en hann vissi ekkert um það. Menn muna livem ig þetta varð. Hundruð verka- manna fóru að vinna í setuliðs vinnu- Atvinuleysið var afnumiff í einni svipan. En um leið kenndu Bretarnir, eða rétfara sagt yfir- menn þeirra íslendingum vinnu svik sem þeir iðka enn af mikl um dugnaði. SANNLEIKURINN ER SÁ, að það var ekki björgulegt fyrir okk ur, sem óttuðumst og hötuðum nazismann að horfa upp á forystu lið Bretanna hér á landl- Megin þorri óbreyttra liðsmanna var unglingar, lítt æfðir, þekktu lítið til hermennsku. Enn óbjörgulegra var að sjá foringjana. Þetta voru liðleskjur, feitir einglirniskarlar stífir, værukærir — og svíkust um skyldustörf sín. Mjög snemma fór að bera á ýmiss konar misferli í rekstri þeirra. Ekki vantaði það að þeir vildu láta bera virðingu fyrir sér — og man ég nokkra blaðamannafundi með þeim, sem sýndu það og kom okkur á óvart. EN MYNDIN BltEYTTIST þeg •ar Bandaríkjamennirnir komu. Þeir höfðu auðsjáanlega allt ann an máta á- Þeir skipuðu upp við hafnarbakkann við dynjandi jazz mú:ik á nokkrum klukkstundum því sem tók Bretana tvo sólar hringa. Þeir streymdu á land úr skipum sínum —og hurfu í einni svipan til stöðva sinna. Trú okk ar á endanlegan sigur Banda- manna styrktist mjög við að sjá þessa nýju stríð menn- Annars breyttist svipur brezka liðsins, Gamlir gaurar hurfu og nýir menn með allt öðrum svip komu. Það var brezka þjóðin. Helftin af foringjaiiðinu, sem fyrst kom, var úr værukærri yfirstéH, sem vakn að- hafði við vondan draum. Bak við þennan ytri svip leyndi~t brezka seiglan, sem síðar átti eft ir að vinna sigur. ALDARFJÓRÐUNGUR er lið- inn. Það er ekki langur tími í I sögu þjóðar- En ísland verður aldr ei það sama og það var. Það var ekki aðeins styrjöldin sjálf, sem breytti öllum viðhorfum. Sam- ' skiptin viff aðrar þjóðir hafa vald j ið mestu — og á þessum tímum i hefur það gerzt, að heimurinn hefur minnkað, það er fjarlægðir | hafa verið þurrkaðar út ef svo má að orði komast- Nú er hægt að komast hvert á jörðu sem er á tveimur sólarhringum Mennirnir hafa færzt nær hver öðrum — og það hlýtur að valda geysimiklu. VIÐ VORUM HRÆDDIR við samskiftin. Ég var að fletta Al- þýðublaðinu frá því í maí og júní 1940 og lesa pistla mína. Ég skrif aði mikið um samskiftin — og ekki sízt um stúlkurnar og her* mennina. Um þróunina þarf ekki að ræða- Margar íslenzkar stúlk- ur hafa flutzt úr landi, ýmsar höndlað hamingjuna, aðrar ekki, eins og gengur. Ég sé að við hö£ um óttazt um íslenzka menningu og tungu þjóðarinnar- En her- nám og setulið hafa ekki haft eins mikil áhrif og við óttuffumst. Þrátt fyrir allt er tungan hrein og þjóðmenning okkar lítt spillt þó að hún hafi tekið breytingum fyrir eðlilega þróun. ™"«r SÉGJA MÁ, að frá dögum Egils Skaliagrímssonar og til 10. ma£ 1940 hafi líf íslenzku þjóðarinn ar tekið sáralitlum breyfingum. Allar breytingar hafa orðið síðan. Framh. á hls. 15. balast Balastore gluggatjöldm gefa heimilinu vistlegan blæ. Balastore gluggatjöidin vernda liúsgögnin og veita þægilega blrtu. Mjög auðvelt er að hreinsa Balastore gluggatjöldin, að eins þurrkuð með klút eða bursta. Vegna lögunar glugeatjald- anna sezt mjög lítið ryk á þau. Balastore eru tilbúin til notkunar fyrir hvaða glugga sem er. Þau eru fyrirliggjandi í 23 stærðum frá 45—265 cm, og allt að 200 cm. á hæð. Vinsældir Balastore fara vaxandi, Verð Balastore gluggatjald anna er ótrúlega lágt. ÚTSÖLUSTAÐIR: Keflavík: Akranes: Hafnarfjörður: Siglufjörður: Borgarnes: Akureyri: Húsavík: Reykjavík: Stapafell h.f. Gler og Málning s.f. Sófinn h.f., Álfafelli. Húsgagnavl. Marinós Guðm, Haukur Jónasson. Kaupfélag Borgfirðinga. Arnór Karlsson. Skóbúð Húsavíkur. Kristján Siggeirsson hf. Laugavegi 13. - Símar 13879 og 17172. £ 12. maí 1965 — ALÞÝDUBLAÐI9

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.