Alþýðublaðið - 12.05.1965, Blaðsíða 11
Hjjifj':}:
llAktík
' ■
' i
I
I- I...
17 Danír valdir til íslandsferðar
EINS og kunnngt er kemur
Sjálandsúrval í knattspyrnu
til KR í lok júní. Nú hafa
17 leikmenn verið valdir til
þessarar farar, en þeir eru:
Poul Verner Henriksen, AB,
Mogens Johansen, Köge,
Kresten Bjerre, AB, Karl
Ilansen, Köge, Finn Jensen,
Roskilde, Niels Yde, AB, Sö-
ren Hansen, Lyngby, Claus
Petersen, Holbæk, Bjarne
Larsen, Lyngby, Knud Peter
sen, Köge, Palle Reimar,
Roskildc, Jörgen Jörgensen,
Holbæk, Erik Dyreborg,
Næstved, Kjeld Petersen,
Köge, Finn IViberg, AB, Per
Holger Hansen, Lyngby og
Poul Andreasen, Næstved.
Á myndinni, sem tekin er í
leik Lyngby og HIK sézt Sö-
ren Hansen, I.yngby, lengst
t. h. (en hann kemur hingað)
senda boltann til Jan Lor-
entzen (nr. 8), sem skorar
óverjandi fyrir markmann
Ég hef ekki hug á oð
gerast atvirmumaður
- segir Eyleifur Hafsteinsson í viðtali
við ALÞÝÐUBLAÐIÐ
EYLEIFUR Hafsteinsson, hinn ur aðbúnaður mjög góður og allt
<ungi knattspyrnumaður frá Akra
nesi, er nýkominn heim eftir 3ja
mánaða dvöl í Skotlandi þar sem
ihann æfði og lék með hinu þekkta
knattspyrnuliði Glasgow Rang-
ers. Við náðum tali af Eyleifi
og spurðum hann nokkuð um dvöl
hans ytra. ■
— Hvernig líkaði þér hjá Glas
gow Rangers?
—Z Þetta var stórkostleg ferð
sem líður mér seint úr minni- All
KR ®g k í körfu
knaflleik í kvöld
í KVÖLD kl. 19.30 hefst hrað
keppni í körfuknattleik að
Hálogalandi. Öll 1. deildar-
liðin taka þátt, KR, ÍR, Ár-
mann, ÍKF og KFR. Leik-
tími verður 2x15 mínútur og
engin hlé, hvorki í leik né
milli leikja. Keppni verður
vafaláus! skemmtileg; sér-
staklega verður fróðlegt að
sjá hina nýbökuðu íslands-
meistara KR leika við ÍR-
inga fyrrum íslandsmeistara,
en núverandi Reykjavíkur-
meistara.
sem fyrir augu bar nýstárlegt og
framandi.
— Þú æfðir með liðinu. Hvernig
voru æfingarnar?
— Þær voru ekki erfiðar, en
þó má segja ,að það hafi verið und
ir hverjum og einum komið, hvað
hann lagði hart að sér. Það var
einungis æft fyrir hádegi frá 10-
12 þennan tíma sem ég dvaldi
þar, en Þórólfur sagði mér, að
fyrrihluta keppnistímabilsins
væri einnig æft eftir hádegi-
— Þú lékst nokkra leiki með
liðinu?
— Já, ég lék fjóra leiki með
unglingaliðinu. Það stóð til að ég
léki einn leik með varaliðinu, en
á síðustu stundu var því breytt
og annar maður látinn leika.
— Á hvaða aldri eru leikmenn
unglingaliðsins?
— Þeir eru frá 17 ára og allt
að 20 ára gamlir.
—Er mikill munur á þessum
Kasfsería Randy Mafsons
Kastsería Matsons var stórkost-
leg, þegar hann setti heimsmetið í
kúluvarpi á laugardag eða eins
og hér segir: 20,95 — 21.51 —
20.65 - 21.12 - 20.85 - ógilt.
leikmönnum og t.d- jafnöldrum
þeirri hér?
— Já, það er mikill munur á
þeim. Strákarnir þar eru miklu
fljótari og harðari.
— Hvernjg stóðst þú þig í leikj
unum?
— Ekki nógu vel- Ég var alltof
feimjnn og ragur að mér fannst
og náði mér aldrei verulega á
strik.
— Skoraðirðu mörk?
— Nei, mér tókst að vísu ekki
að skora sjálfum, en ég átti góð
an þátt í nokkrum mörkum.
— Gla'-gow Rangerg stóð sig
illa í deildárkeppninni og bikar
keppninni, ef miðað er við fyrri
ár. Hvernig heldurðu að þeim hafi
líkað það?
— Því er nú fljótsvarað, mjög
illa- Þeir segja að þetta sé slak
asta frammistaða liðsins í 40 ár
og eru alveg staðráðnir í að láta
slíkt og annað eins ekki koma fyr
ir aftur. Þeir eru á höttum eftir
nýjum leikmönnum og hafa hug á
að kaupa t.d. miðframherja og
jafnvel í fleiri s+öður að ég held-
— Hvað geturðu sagt okkur af
Þórólfl Beck, heldurðu að hann
eigi framtíð fyrir sér hjá Rang
ers?
— Ég er ekki í nokkrum vafa
um það, að hann verður fastur
maður í liðinu á næsta keppnis
tímabili. Hann er mjög þekktur
í Skotlandi og vinsæll og hver
einasti knattspyrnuáhugamaður
Framh. á bls. 15.
Hinn efnilegi knattspyrnumaður Eyleifur Hafsteinsson.
I
Frjálsíþróttamót
kulda á Akureyri
FRJALSIÞROTTAMOT fór
fram á íþrót* avellinum á Akur
eyri s.þ lau&U 'dag. Veður var
mi’ög óhagstætt, kalt og alí
hvasst. Árangur var samt allgóð
ur og hér verður getið um það
helzta.
Gestur Þorsteinsson sigraði í
100 m. hlaupi á 11,6 sek., en 3
næstu menn hlupu allir á 11,7
sek- Stokkið var á móti vindi í
Iiangstökkinu, en þar sigraði
Kjartan Guðjónsson^ Mennta-
skólanum, 6,21 m., annar varð
Gestur Þorsteir.sson mjeð 6„09
m. Kjartan sigraði einnig í kúlu
varpi með 14,47 m.; en annar
varð Þóroddur Jóhannssouf1 UM
SE með 13.51 m- Loks kas'aði
Kjartan kringfunni 41,35 m. í
þrístökki sigraði Þöfmóður
Svavarsson, Menntlaþkólanum,
stökk 13,27 m. í 800 m- hlaupi
ísigraði Vilh.iálmur BjörnssO'n,
UMSE, 2:12.0 min. Til gamans
má geta þess, að Kjartan Guð-
jónsson, sem alls ekki er milli
vegalengdahlaupari, fór í 800 m,
hlaupið, til að hatda á sér hita
og fékk tímann 2:18.0 mín.
VÍKINGUR
ÞRÓTTUR
2-2
í gærkvöldi léku Víkingur og
Þróítur í Reykjavíkurmeistarmót
inu í knattspyrnu. Leiknum lauk
með jafnteflij tvö mörk gegn
tveimur- í hléi var staðan 1—0
fyrir Víking.
Konunglegi danski siglinga-
klúbburinn á 100 ára afmæli 1966
og í tilefni af því verður haldið
stærsta siglingamót, sem nokkru
sinni hefur farið fram í Dan-
mörku. Undirbúningur að mótinu.
hófst 1963 og áætlað er að minnst
200 manns taki þátt í mótinu.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 12. maí 1965