Alþýðublaðið - 12.05.1965, Qupperneq 3
rrekabanda-
rískan diplómat
Moskvu, 11- maí (NTB-Reuter.)
Rússar hafa vísað úr landi bel-
dökkum bandarískum diplómat,
Noirris D. G'arnett, og er honum
gefið að sök að hafa komið f,iand
gegn
Ný ferð
ÚSA í Indónesíu
DJAKARTA, Indónesíu, 11.
maí. (NTB-Reuter) — Samtök
vinstrisinna í Indónesíu hófu í dag
nýja herferð gegn Bandaríkja-
mönnum í mótmælaskyni við þá
ráðstöfun að indóneskum skipum
er meinað að fara úr bandarísk
um höfnum. Vestrænir diplómat
ar óttast, að herferðin breiðist út
um landið og leiði til nýrra að-
gerða gegn bandarískum borgur-
um.
samlega fram við afríska stúd-
en'a.
Bandaríska sendiráðið hefur
borið ásakanirnar til baka- Gar
nett fer úr Iandi fyrir helgi.
Garnett, sem hefur starfað við
menningardeild sendiráðsins og
er 32 ára að aldri, hefur verið í
Moskvu síðan í september 1964.
Hann er eini blökkumaðurinn,
sem starfar við sendiráðið, og hef
ur aðallega fjallað um mál er va-rð
ar bandsríska stúdenta, sem eru
við nám í Sovétríkjunum.
Garnett er annar bandariski
diplómatinn, sem rekinn er úr
landi af Rúsmm á þessu ári- í
janúar var fyrsta sendiráð'-ritar
janum, Richhard Stolz, vísað úr
landi fyrir njósnir.
Brottvísunin á sér stað eftir að
Framh. á bls. 4.
ÞESSI mynd er frá styrjöldinni í Vietnam. Suður-vietnamisk hjón reyna að vernda börn sín í átök-
um, sem hermenn Vietcong og bandarískir landgönguliðar áttu nýlega í þorpi einu skammt frá
Danang-flugstöðinni.
Vietcong menn hraktir
úr bæ sem þeir hertóku
Saigon, 11. maí (NTB-Reuter)
Suður-víetnamískir hermenn voru
i þann mund að ná bænum Song
He og flugvelli skammt þar frá
aftur úr höndiun Vietcong eftir
harða bardaga við mikinn fjölda
skæruliða, samkvæmt fréttum sem
WWWWWWWWWWWWWWWWW owwwwwwwwwwwwmvmvwwvM
Síamstvíburar aðskildir
Torinn 11. maí (NTB-Reuter.)
ítölsku tvíburarnir, Santina
og Giuseppina, voru í dag
skildar að með fimm klukku
stunda langri aðgerð, sem var
framkvæmd í sjúkrahúsi í
Torino af Luigi Solerio pró-
fessor. Auk hans tóku 14 aðr
ir læknar þátt í aðgerðinni.
Stúlkurnar, sem eru sex ára
gamlar voru hins vegar hin-
ar hressustu að lokinni aðgerð
inni og léku sér í súrefnistjald
inu að brúðum og stórri önd.
Solerio sagði í dag, að líð
an stúlknanna væri betri en
gert hafði verið ráð fyrir, en
hann lét liggja að því, að vel
gæti verið að hún versnaði
á næstu þrem dögum. Hann
sagði einnig, að hann hefði
mætt ýmsum erfiðleikum með
an á aðgerðinnj stóð.
Santina óskaði þess i dag
að hún fengi reiðhjól að gjöf
eða þá tvö ef þeim batnaði báð
um. Stúlkurnr drukku báðar
te og appelsínusafa í dag og
fengu auk þess heimsókn af
biskupi Torinobúa, Felicimo
Tinivello. Og í kvöld munu
þær sofa sín í hvoru rúmi í
fyrsta skipti á ævinni.
bárust til Saigon í kvöld. Staður
þessi er um 100 km norðaustur af
höfuðborginni. Þrjár sveitir Viet-
congmanna gerðu áhlaup á bæinn
í morgun og barizt var í návigi af
mikilli grimmd.
Árásarmennimir sóttu alla leið
inn í bandaríska herstöð og imnu
talsvert tjón á mannvirkjum áður
en þeir voru hraktir á flótta. 20
menn féllu í liði varnarmanna, þar
af fimm Bandaríkjamenn, en 50
menn aðrir særðust.
Flugvélum var beitt í gagnárás-
um á uppreisnarmenn og á svæði
það, sem Vietcongmenn bjuggust
til varnar þegar þeir höfðu verið
hraktir úr sjálfum bænum. Áköf
og langvarandi stórskotahríð var
gerð á bæinn.
Árás Vietcong er sögð einhver
sú djarfasta sem gerð hefur verið
í allri Vietnam-styrjöldinni. Hún
hófst með stórskotaliðsárás í nátt-
myrkri. Seinna sóttu hermennirnir
fram 1 tvær áttir — til bandarisku
herstöðvarinnar og aðalstöðva suð-
ur-víetnamísku héraðsherstjórnar-
innar. Reynt var að senda varn
arliðinu liðsauka á þyrlum, en
hætta varð við það vegna harðr-
ar skothríðar Vietcongmanna.
Önnur hörð átök áttu sér stáð
Frh. á 13. síðu.
Munið
Síminn er 22710
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 12. maí 1965 3
INGAR I SVIÞJOÐ
Stokkhólmi, 11. maí (NTB-TT)
LEVNIFÉLAG nazista, sem örygg-
fsdeild sænsku lögreglunnar hefur
leyst upp, hafðí sennilega að mark
miði að steypa sænsku stjórninni.
Vopnahlé í
Kutch-héraði?
NÝJU DELHI og KARACHI,
11. maf (NTB-AFP). Viðræður um
vopnahlé milli Indverja og Pak
istana f hinu umdeilda Kutch-hér
aði leiða sennilega til formlegs sam
komulags á morgun, að því er
góðar heimildir í Karaclii herma.
í Karachi er sagt, að allt sé kom
ið undir afstöðu Inverja til til-
lögu, sem Pakistanar hafa komið
á framfæri fyrir milligöngu
brezka stjórnarfulltrúans í Nýju
Delhi.
Tage Erlander forsætisráðherra I
hefur áður sagt frá samtök- i
unum, sem höfðu aðalstöðvar sín- 1
ar í húsakynnum Carl Ernfrid
Carlsbergs-stofnunarinnar í Birger
Jarlsgatan 23 í Stokkhólmi.
Leiðtogi samtakanna, Björn
Lundahl, sem er 30 ára að aldri,
var handtekinn í morgun á Stads-
hotellet í Haparanda. Hann var
vopnaður. Nokkrum klukkustund-
um síðar voru fjórir aðrir ungir
menn handteknir í Stokkhólmi.
Allir eru grunaðir um landráð.
í aðalstöðvunum í Stokkhólmi
hefur lögreglan fundið mikið
magn vopna, og á skotsvæði
skammt frá Gavle hefur mikið
magn skotfæra verið grafið upp.
Lögreglan lét til skarar skríða
eftir að blaðið „Expressen” hafði
haft samband við hana.
Öryggisdeild lögregiunnar vann
í alla nótt að rannsókn þeirra
gagna, sem fundust í aðalstöðvun-
um' í Birger Jarlsgatan. Auk vopna
farmst mikið skjalasafn, sem m. a.
lögreglunni á slóð fimmmenn
sem hafa verið handtekn
ir. Meðal skjalanna var skrá yfir
um það bil 100 meðlimi.
Handteknu mennirnir fimm hafa
Framh. á bls. 4.
Sveinn Benediktsson
sextugur
Sextugur er í dag Sveinn Bene-
diktsson framkvæmdastjóri, for-
maður Síldarverksmiðju Ríkisins
um ára skeið.
Sveinn hefur mjög komið við
sögu útgerðarmála um áratuga
skeið, og þó alveg sérstaklega
síldveiðar norðanlands og austan
Þekkir hann betur tU um þau
mál en flestir ef ekki allir núlif-
andi menn.
Að úrlausnum þessara mála hef-
ur hann gengið með sínum al-
kunna dugnaði. Eiga landsmenn
honum mikið að þakka fyrir dugn-
að hans, ósérhlífni og framsýni i
þessum málum.
Kona Sveins er Helga Ingi-
mimdardóttir, hin ágætasta kona,
eiga þau hjón þrjá sonu og eina
dóttur, hin efnilegustu böm öll
sömul.
í dag munu fjölmargir senda
Sveini og fjölskyldunni hugheilár
heiUaóskir í tilefni afmælisins og
þá um leið minnast í huganum
hans ágætu foreldra frú Guðrúnar
Pétursdóttur frá Engey og Bene-
dikts Sveinssonar alþingisforseta.