Alþýðublaðið - 12.05.1965, Qupperneq 15
>
MADE IN U.SA.
„Camel stund
er ánægju stund!"
!
%
W
i
Kveikið í einni Camel og njótið
ánægjunnar af gæðatóbaki, mildu
og hreinræktuðu tóbaksbragði.
BEZTA TQBAKIÖ GEFUR BEZTA REYKINN.
Eigið fcamel stund istrax i dag!
Rætt við Eyleif
Framhald af 11. síðu.
þekkir hann. Kom þetta vel í ljós,
þegar við vorum staddir einhvers
istaðar út í borginni, þá var alveg
auðséð, að hver einasti. maður
þekkti hann- Ég geri ráð fyrir
því; að fólk hér heima geri sér
yfirleitt ekki grein fyrir því
hversu þekktur og vinsæll hann
er í Skotl. Þórólfur lék 10 leiki
með aðalliðinu og liðið tapaði að
eins 1 leik af þeim- Það er gerði
það að verkum, að hann lék ekki
fleiri leiki, var leikurinn gegn
Inter, en í þeim leik gat hann ekki
verið með. Hann var því settur
SÆNGUR
REST-BEZT-koddar
Endurnýjum göinlu
sængurnar, elgum
dún- ogr fiðurheld ver.
Seljum æðardúns- og
gæsadúnssængur _
og kodda at ýmsum
stærðum.
DÚN- OG
FIÐURHREINSUN
Vatnsstíg 3. Síml 18740.
mwwMtwwwwwwwtw
út úr liðinu í tveim síðustu leikj
unum fyrir þann leik, vegna þess
að þeir voru að samæfa liðið sem
átti að leika gegn ítölum- Eftir j
þann leik var liðið orðið vonlaust 1
um sigur í deildarkeppninni og j
voru því reyndir ýmsir ungir leik
menn í síðustu leikjunum, m.a.
til þess að þreifa fyrir sér með
hvað ætti að nota og hvað ætti
jafnvel að selja. Ég held að Þór
ólfur, eins og ég sagði áðan, sé
alveg öruggur að öllu óbreyttu,
að komast í liðið á næsta keppnis
tímabili og því hafi þeir ekki not
að hann i síðustu leikjunum.
—Hvað með þín framtíðará-
form?
— Hvað knattspyrnunni við-
kemur þá hef ég ekki áhuga á
því að gerast atvinnumaður, enda
held ég að ég hafi tæplega getu
til þess, a-m.k. eins og er. Fram
kvæmdastjóri Rangers bauð mér
að koma út í haust, en ég sagði
honum að ég hefði tæplega tæki
færi til þessi. Sagði hann þá að ég
væri velkominn til þeirra hvenær
færi mér það einhvern t'ma.
færi mér það einhverntíma.
— Við lásum það í blaði ný-
lega, að þú hyggðist jafnvel fara
til Reykjavíkur og leika með liði
þaðan?.
— Já, ég sagði við blaðamann
frá Tímanum, sem kom til Skot
lands, eitthvað í þá átt, að ef ég
kæmist ekki í nám í þeirri iðn-
grein, sem ég hef áhuga fyrir að
læra, hér á Akranesi þá færi ég
til Reykjavikur- En það eru allar
horfur á því að ég hefji nám í
rafvirkjun hér á Akranesi á næst
unni.
— Og nú fara leikirnir að byrja
hér heima. Þú ættir að vera vel
undir þá búinn.
— Maður skyldi ætla það. Ég
leik fyrsta leikinn í kvöld á móti
Hafnfirðingum í Litlu bikarkeppn
inni, þá ætti það að koma í ljós.
Við þökkum Eyleifi fyrir
spjaRið og vonumst til þess að
hann eigi eftir að gleðja áhorf-
endur með skemmtilegum leik á
knattspyrnuvellinum í sumar eins
og hann gerði á sl. sumri og geri
þó heldur betur en þá-
Hdan.
Hannes á horninu
Framhald af 2. síðu
Og flestar eða nær aHar til bóta
svo að við ættum að ge‘a lifað
góðu lífi í landinu. — Það er svo
okkar hlutverk að reyna að beina
lífi okkar á rétta og örugga braut.
Mér finnst oft þegar ég. lít til
baka og minnist fyrri tíðar( að
eina hættan, sem að okkur steðji
nú liggi í — allsnægtum.
Hannes á horninn.
KÚRDAR
Framhald af í. síðu.
ið til þess að Aref vísaði öRum
tilboðum Kúrda eindregið á bug,
var hins vegar hernaðarlegs eðl-
is. Kúrdar kröfðust þess, að þeir
fengju að hafa eigin her í nokk-
ur ár unz stjórnin í Bagdad hefði
sýnt, að henni væri alvara með
tilslökunum sínum. í þessum her
skyldu vera 2.000 menn.
★ Lagt fast að Aref.
Lagt hefur verlð fast að Aref
erlendis frá, að hann bindi endi
á styrjöldina gegn Kúrdum og
hætti hinum tilgangslausu morð-
um og mannvígum. Ekki sízt er
fast að honum lagt að hætta loft-
árásum á þorp, en mörg hafa
verið jöfnuð við jörðu í loftá-
rásum.
Rússar hafa reynt að telja um
fyrir Aref og Bandarikjamenn
hafa gert hið sama. Nasser for-
seti Egyptalands hefur tjáð Tahir
Yaliya, forsætisráðherra írak, að
hann muni ekki skipta sér af
ákvörðunum Aref-stjórnarinnar,
en hún geti ekki búizt við stuðn
Vinir og samstarfsmenn hafa með mörgum hætti minnzt
með hlýhug áttræðisafmælis míns nú nýverið.
Færi ég þeim öllum þakkir mínar og innilegar kveðjur.
Jónas Jónsson frá Hriflu.
ingi af Egypta hálfu í herferð-
inni gegn Kúrdum.
Aref er í rauninni eini dyggl
bandamaðurinn, sem Nasser hef
ur í Arabaheiminum. Nasser
neyðist næstum því til að styðja
hann, en vill það sem sé ekki.
Og hann er í þeirri klfpu, að
Aref virðist ekki vera nógu
traustur í sessi til að þola ósig-
ur eða geta leitt landið út í al-
gera borgarastyrjöld og farið
með sigur af hólmi.
Ástandið er hinum egypzka
valdhafa erfitt og getur orðið
enn erfiðará viðureignar, ef
bardagarnir harðná og þróast f
deilu milli Egyptalands og íranS
(Persíu). Á síðustu árum hefur
slik deila verið i aðsigi, endá
hafa Persar sífellt aukið stuðn-
ing sinn við Kúrda og upp á
síðkastið hafa þeir sent vopn til
konungssinna í Jemen, þar sem
F.gyptar hafa mikinn her manna.
Bifreiða- j
eigendur
Sprautum, málum auglýsingajr
á bifreiðar.
I
Trefjaplast-viðgerðir. hljóð- i
einangrun.
BÍLASPRAUTUN
JÓNS MAGNÚSSONAB f
Réttarholti v/Sogaveg
Síml 11618. |
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 12. maí 1965 15 í