Alþýðublaðið - 13.05.1965, Side 3
HELSIN GFORS: — Stjórn
Virolaineng í Finnlandi sigr
aði í gær með 103 atkvæðum
gegn 85 í atkvæðagreiðsíu
um tillögíu um vfcntraust á
stjórnina vegna stefnu hennar
í efnahagsmálum. ; Allir
Þingmenn stjórnarflokkann
; greiddu stjórninni atkvæði, en
vinstri flokkarnir greiddu 'at
: kvæði gegn henni.
MIAMI: — Yfirvöld á Kúbu
hafa handtekið 31 Kúbumann
sem grunaðir eru um að hafa
afhent baþdarísku leyniþjón
ustunni mikilvægar upplýsing
■ar um her— og efnahagsmál.
RÓM: — Pólskir farþégar á
skemmtiferðaskipi hafa beðið
um hæli sem pólitískir flótta
menn. 12 þeirra vilja fara til
V—Þýzkalands.
MOSKVU: — Blaðið „Rauða
stjarnan" minntist í gær 70
ára afmælis Eidemans hers
höfðingja, sem líflátinn var i
hreinsununum 1937.
Hermenn Vietcong hörfa frá Song Be
KHARTOUM: — Umma—
flokkurinn í Súdan, sem er
hægrisinnaður, vann óvæntan
sigur í þingkosningum í land
inu- Ko ningar fóru ekki fram
í suðurhluta lansins vegna and
stöðu flokk'anna þar.
SAIGON, 12. maí (NTB-Rauter).
— Skæruliðar kommúnista, sem
gerðu árás á Song Be í Suður-
Vietnam í gær, hörfuðu þaðan í
dag og biðu mikið manntjón. Mik
ill fjöldi bandarískra og suður-
vietnamískra flugvéla vörpuðu
sprengjum á skæruliðana á und-
andhaldinu.
í —
Jafnframt gerðu maijgar banda
riskar flugvélar loftárfesir í dag
á hernaðarleg skotmörf í Norður
Vietnam. Þá kom nýir liðsauki
FERÐAHANDBÓKIN ER KOMIN ÓT
FERÐAHANDBÓKIN, 4. útgáfa,
er nýkomin í bókabúðir. Bókin er
aukin mjög og endurbætt og er í
lienni að finna fjölda nýmæla,
enda er bókin sjálf 24 blaðsíðum
stærri en í fyrra. Þá er til viðbót-
ar að telja 16 síðna fylgirit, þann-
ig að alls er stækkun bókarinnar
40 síður. Bókinni fylgir einnig
nýtt SHELL-vegakort, sem ein-
mitt er að koma á markað þessa
dagana. Gætir einnig margra nýj
unga á vegakortinu. Ferðahand-
bókin, fylgiritið Gönguleiðir og
hið nýja Shell-kort eru í hagan-
lega gerðri, tveggja hólfa plast-
möppu, sem ferðafólk getur auð-
veldlega notað til þess að geyma
ýmiss fleiri gögn í.
Mörg nýmæli eru í bókinni, svo
sem áður segir og yrði það langt
mál upp að telja, ef allt yrði rak-
ið. Nefna má t. d. leiðarlýsingu
eftir Gfsla Guðmundsson, sem
nefnist læiðir um Austurland. Lýs
ir Gísli þar leiðum allt frá Jök-
ulsá á Fjöllum til Jökulsár á
Breiðamerkursandi. Fyrir er í bók
inni leiðarivsing eftir sama liöf-
und og tekur hún yfir Mýrar, Snæ-
fellsnes, Dali og Vestfirði. Fylgja
þessum lvsingum sérkort af Vest-
ur- og Austurlandi, bar sem veg-
ir eru svndir og erfiðustu vega-
mót afmörkuð og þau jafnframt
sýnd á sérkortum. Öll eru þessi
sérkort ný, þeim hefur verið breytt
með tilliti til fenginnar reynslu.
Fylgiritið, sem nú er með bók-
inni, nefnist GÖNGULEIÐIR og er
samið af Sigurjóni Rist. Fylgirit-
ið er 16 síður og skipti6t í lýsingar
á gönguleiðum í öllum landshlut-
um. Er þar að sjálfsögðu stiklað á
stóru, ferðafólki gefnar þýðingar-
Frákkar viður-
kenna stjórn
Caamanos
París 12. maí (NTB-Reuter.)
De Gaulle forseti gagnrýndi á
ný íhlutun Bandaríkjanna í Dóm
inikanska lýðveldinu á ráðuneytis-
fundi í Pa'ís í dag- Franska sendi
herranum í Santo Domingo hef
ur verið fyrirskipað að svara *il
mælum svokallaðrar þingræðis-
stjórm-r um diplómatíska viður-
kenningu.
Þetta e’- talið samsvara raun-
verulegri viðurkenningu á stjórn
Caamanos ofursta þótt á það sé
lögð áherzla að Frakkar taki ekki
afs'öðu til deilna hinna ýmsu
stjórnmálahópa í Domingo—lýð-
veldinu.
mestu leiðbeiningar varðandi val
gönguleiða. Mun þeim er hyggja á
göngur án efa mikill fengur að
leiðsögn Sigurjóns.
Kaflinn Bifreiðaslóðlr á Miðhá-
lendinu, sem einnig er eftir Sig-
urjón Rist, hefur höfundur gjör-
breytt og endurskoðað frá rótum,
sökum liinna miklu breytinga, sem
átt hafa sér stað í samgöngumálum
hálendisins, og þeirrar reynslu,
sem fengist hefur í notkun þess-
arar lýsingar á undanförnum ár-
um. Kaflanum fylgir nýtt Mið-
hálendiskort og er það prentað í
tveimur litum. Gerir litaskipting-
in bað kleift að flokka bifreiða-
slóðirnar eftir gæðum og auðveld
ar bað notkun kortsins.
Hið almenna veeakort frá
SHELL, sem fylgir bókinni er nú
merkt bókstöfum lágrétt, en tölu-
stöfum lóðrétt. Eru bær merkingar
notaðar víða í Ferðahandbókinni
til bess að auðvelda fólki leit á
kortinu.
f Ferðahandbókinni er auk þess,
sem á undan er talið, að finna f jöl-
margar unnlvsingar, sem koma
fólki að gagni. hvort heldur, sem
hað er að undirhúa ferðalag eða
er á ferðalagi. enda er kiörorð út-
gefanda: Farið með svarið í ferða-
Iagið. í bókinni eru t. d. aðvörun-
Framh. á 14 sfðu.
1.000 bandarískra fallhlífaliða til
Saigon.
Bandarískur formælandi sagði
í dag, að fundizt hefðu lík 59
Vietcong-hermanna við Song Be,
en sennilega hefðu skæruliðar tek
ið með sér um 250 saérða á flótt
anum eftir átökin í bænum, sem
er rúmlega 100 km norðaustan
við Saigon.
Þetta var einhver harðasta árás
in, sem Vietcong-menn hafa gert
um tveggja mánaða skeið Orrust
an stóð í tólf klukkustundir og
sennilega féllu 600 í liði Vietcong
og 1000 særðust, að sögn banda-
ríska formælandans
Fimm bandarískir hermenn
féllu, 62 særðust og 43 er sakn-
að. Um 50 óbreyttir borgarar féllu.
Búizt er við fleiri árásum af
hálfu Vietcong næstu daga, og
orðrómur er á kreiki um stór-
fellda árás í sambandi við 74 ára
afmæli Ho Chi Minh, forseta Norð
ur-Vietnam 19. maí.
Leynistöð Vietcong hermdi f
dag, að hert yrði á baráttunni í
tilefni afmælisins og í tilefni þess
að 11 ár eru liðin frá ósigri
Frakka við Dien Bien Phu.
Aukin bjartsýni
í Kýpur-málinu
LONDON, 12. maí (NTB-Reut
er) — Utanríkisráðherrar Tyrk-
lands og Grikklands hafa skýrt frá
þvf á NATO-fundinum f London
að þeir hafi ræðst við um mögu-
leika á friðsamlegri lausn Kýpur-
deilunnar. Formælandi NATO seff
ir að ráðherrarnir séu bjartsýnir
á friðsamlega lausn þótt þá greint
enn mikið á.
Leitað oð vopnum
sænskra nazista
STOKKHÓLMI, 12. maí (NTB-
TT). — Sænska lögreglan hóf í
dag leit um alla Svíþjóð að vopn
um og skotfærum, sem nazista-
félag það í Stokkhólmi, sem kom
ið hefur verið upp um, hefur
komið fyrir víðs vegar um land-
ið. Jafnframt var haldið áfram yf-
irheyrzlum yfir leiðtogum félags-
ins sem voru handteknir í gær.
ins, sem voru handteknir í gær
Síðdegisblaðið ,,Expressenn“,
sem átti mikinn þátt í því að
koma upp um nazistasamtökin,
segir að þau hafi samið nákvæm
ar áætlanir um fjöldamorð á
sænskum Gyðingum. Blaðið segir,
að í gögnum þeim, sem fundizt
hafa, sé dauðadómur yfir Bern-
hard Taschys dósent, kunnum
menningarfrömuði og Gyðingi,
sem oft hefur komið fram I út-
varpi og sjónvarpi.
Blaðið birtir myndir af skjöl-
um, sem það hefur afhent lög-
reglunni. í einu skjalinu segir,
að félagið muni nota nýtízku sorp
eyðingarstöð skammt frá Stokk-
hólmi og nýtízku dýraaflifunár-
stöð á Strömsholm til að útrýma
Gyðingum.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 13. maí 1965 J