Alþýðublaðið - 13.05.1965, Page 7
Hvíta tígrisdýrið
í Rewah
INNI í miðju Indlandi, sunnan
hinnar miklu Gángessléttu, uppi
í hinu kollótta og veðraða fjall
lendi sem myndar norðurjaðar
Deiean hásléttunnar, er Rewha.
Og þar inni í djúpum skógum,
f slökkum og daladrögum milli
krappra hæða, hefst við einhver
Sjaldgæfasta tegund kattadýra
sem til er og einnig einhver hin
fegursta: hvíta tigrisdýrið.
Hinum stóru dýrum jarðarinn-
ar er alls staðar að fækka. Þarf
svæði, sem þau fá að hafa í friði
eru að minnka. Samgönguæðar,
ræktun, borgir, hvers konar
landsnytjar sem hinn ráðríki
maður vill af jörðinni hafa, allt
þetta stuðlar beint og óbeint að
því að hið stolta kyn stórra dýra
er á undanhaldi, en nagdýr og
smákvikindi, hin ómyndarleg-
ustu, blómgast hvarvetna við
sióðir mannsins. Dýrin eyðast af
veiði, en þeim er líka búin tor-
tíming af því að friðland þeirra
þrengist æ meir.
Hvít tígrisdýr er einna sjald-
gæfas'a afbrigðið af þeim 15-20
tegundum kattadýra sem sveima
um á Indlandi og skelfa frið-
samt fólk. Það finnst þó á fá-
einum öðrum stöðum en í Rew
ah, en sést svo sjaldan, að sér-
fræðingar telja að tif séu af því
örfá dýr. En Rajan af Rewah
hefur nokkur hvít tígrisdýr
í garðinum við kvennabúrið —
(hvort sem þar er nú nokkur
kvenmaður eða ekki) og ætlunin
er að viðhalda afbrigðinu und-
ir umsjá manna. En svo sjald-
gæft er þetta dýr, að það er
bannað að flytja það úr landi.
Indverjar vilja ekki fækka sínum
stóru dýrategundum, við það
mundi landið verða ófegurra og
reisn þess minnka.
Hvíta tígrisdýrið er með
svörtum þverröndum eins og
önnur tígrisdýr, og svarti litur-
inn er með dálítið brúnum blæ.
En í staðinn fyrir hinn gulbrúna
aðallit eru þau snjóhvít, jafnvel
virðast með örlítið blágráa
slikju. Augun eru kuldablá, en
gul í venjulegum dýrum. í sög-
um og frásögnum er getið um
hin sjaldgæf hvítu dýr, sem sjá-
ist svo sjaldan, að vofur voru al-
gengari — og fyrrum vár naum-
Frh. á 13. síðu.
ibúaskrá Reykja-
víkur nýkomin úf
íbúaskrá Reykjavíkur (mann
tal Re(ykjavíkur) 1., desember
1964 er nýkomin út- Er hún í
einu bindi, 1280 bls. í fólíó-
broti. Fremst í henni eru leið
bejningar um notkun hennar
ásamt táknmálslykli o.fl. Vegna
nýrrar vélasamstæðu, sem tek
in var í notkun á síðasta ári
hafa verið gerðar ýmsar breyt
ingar á tilhögun íbúaskrárinnar
og eiga þær allar að vera til
bóta.
í íbúaskrá Reykjavíkur eru
allir íbúar Reykjavíkur, í götu
röð. Auk húsauðkennis, nafns
fæðingardags og fæðingarnúm-
ers, eru eftirfarandi upplýsing
ar í skránni um hvern einstakl
ing í Reykjavík: Nafnnúmer
hjúskaparstétt, fæðingarstaður
(kaupstaður eða sýsla), trúfélag
og ríkisborgararéttur. Ennfrem-
ur lögheimli aðkomumanna og
dvalarstaður fjarvera$idi Reyk
víkinga.
íbúaskráin er hin mikilvæg
asta uppsláttarbók fyrir s*ofn-
anir, fyrirtæki og aðra sem hafa
mrkii samskipti við alnrenning.
íbúaskráin kostar kr- 1,500.00
í bandi og fæst hún í Hagstof
unni, Arnarhvoli (inngangur frá
Lindargötu), sími 24460. Upplag
bókarinnar er takmarkað- Þess
skal getið, að á undanförnum
árum hefur íbúaskráin selzt
upp á fáum mánuðum eftir út-
komu og færri fengið hana ea
vildu.
Hagstofa íslands.
Elliheimili
Akureyrar
fær stórgjöf
Elín Óladóttir^ fædd 19. sept.
1877, dáin 13. sept 1963, mælti
svo fyrir í erfðaskrá sinni a<9
Elliheimili AkunOyrar skyldi
móttaka kr. 200.000 00 til mirm
ingar um foreldra hennar, Sig
ríði Magnúsdóttur og Óla Gui?
mundsson snikkara á Akureyri
og skal fénu varið til útbúnað
ar á herbergi, sem bæri þeirra
nafn.
Elín Óladóttir réðist í vist til
Stefáns skólameistara Stefáns-
sonar og konu hans, Steinunnar
Frímannsdóttur að Möðruvöjl-
um í Hörgárdal árið 1897. Árií>
1930 flutti hún á heimili Valtýs
Stefánssonar ritstjóra og Krist
ínar Jónsdóttur og vann þar
að hú'störfum af sömu árvekni
og áður þar til yfir lauk.
Afmæli Skotfélagsins
í VOR mun Skotfélag Reykja-
víkur minnast þess, að 15 ár eru
liðin frá því að það var endur-
reist, en eins og ýmsum er kunn-
ugt, er þetta félag iíklega lang-
elzta íþróttafélag landsins. Heim
ildir eru fyrir því, að fyrir miðja
19. öld var starfandi skotfélag
í Reykjavík, og i samsæti þess
var sunginn hinn hressilegi
Skotfélagssöngur, sem Matthías
orti og hefst á orðunum:
Burt með íslands ellidrunga
út með gamalt kíf.
Þetta gerðist 22. febrúar 1878.
í starfsemi þessarar hreyfingar
hafa skipzt á skin og skúrir, hún
hefur legið niðri árum saman
og ér saga hennar nú án efa
glötuð um löng árabil.
Árið 1950 var þessi félags-
skapur endurvakinn eða stofn-
aður aftur í núverandi mynd
og hefur starfað óslitið síðan.
Helztu forvígismenn þessa máls
og brautryðjendur næstu árin
voru m. a. Bjarni R. Jónsson,
forstjóri, Erlendur Vilhjálmsson
skrifstofustjóri, Lárus Salómons
son lögregluþjónn, Þorbjörn Jó-
hannesson kaupmaður. Alls voru
stofnfélagar 88. Fyrstu stjórnina
skipuðu þessir menn:
Lárus Salómonsson, form.
Bjarni R. Jónsson,
Erlendur Vilhjálmsson,
Benedikt Eyþórsson,
Gunnlaugur Þorbjörnsson,
Hjörtur Jónsson,
Njörður Snæhólm.
Það var félaginu til láns f
upphafi að eignast dugmikla og
ötula forvígismenn; því við ýmiss
konar örðugleika var að etja m.
a. tortryggni og andúð ýmissa
aðila. sem vissu ekki eða hirtu
ekki um að vita tilgang félags-
ins, sem var sá einn, að gera
áhugamönnum um skotfimi, sem
voru þá eins og nú, fjölmargir,
kleift að stunda hana sem íþrótt
ó viðeigandi hátt. Vart varð
þeirrar skoðunar, að þessir menn
væru að leika eins konar stríðs
ieiki eða heræfingar, en það var
hinn mesti misskilningur, enda
á skotfimi nú á geimöld litt
meira skylt við nútímahernað en
langstökk og eða spjótkast. Hitt
er að vísu satt, að skotfimi er
eins og flestar fornar íþróttir
sprottin upp úr þeirri viðleitni
karlmanna að verða liðtækir her-
menn eða hraustir veiðigarpar,
og hernaðarþjóðir hafa lagt á-
herzlu á að þjálfa menn í skot-
fimi í sambandi við heræfingár.
Flestir herfræðingar líta nú samt
á venjulegan herriffil sem jafn
frumstætt og úrelt tæki í nú-
tímahernaði og kylfa steinaldqr-
mannsins cða riddarasverð iiá
miðöldum.
Skotfimi hefur hins vegar vqr-
Framh. á 10. síðu.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 13. maí 1965 J