Alþýðublaðið - 13.05.1965, Síða 15
Norrænt skólamót
haldið hér í sumar
Reykíjavik, 11. maí ÓTJ.
Um sjö hundruð kennarar frá
hinum Norð'urlöndunum taka þátt
I norrænu skólamóíi sem haídjð
verður í Reykjavík dagana 22.
til 24- júli* Að meðtöldum þátttak
endum héðan munu því að öllum
líkindum sitja mótið um 1000
manns.
Norrænt skólamót var haldið
fyrst árið 1870, þá í Gautaborg
og var þá ákveðið að halda slíkt
mót fimmta hvert ár. Styrjaldir
og önnur atvik hafa valdið því
að ýmist varð að fella niður mót
in eða fres+a þeim, en hefur þó
gengið slysalítið eftir heimsstyrj
Bldina síðari. Á skólamótum þess
um er fjallað um þau. mál sem
efst eru á baugi hverju sinni í
skóla- og uppeldismálum, og að
þessu sinni verður höfuðviðfangs
efnið: þróun í uppeldi og kennslu.
á Norðurlöndum. Margt merkra
erinda verður flutt á mótinu, og
verða þau gefin út í bókarformi
að því loknu og send þátttakend
um. Undirbúningi norrænu skóla
mótanna er þannig hátbað að
| formaður Helgi Elíasson, fræðslu
málastjóri, dagskrárnefnd, for-
stjórnir kennarasambanda við-1 maður Magnús Gíslason, náms-
komandi landa tilnefna menn í
undirbúningsnefnd, ásamt yfir-
stjórn fræðslumála, lands þess er
mótið er haldið í, svo og borgar
stjórn þeirrar borgar, sem mótið
fer fram í- Starfar nefnd síðasta
móts, þar til ný hefur verið vaiin
í samræmi við þetta hafa átján
menn verið tilnefndir í íslenzku
undirbúningsnefndina. Fjórir af
Menntamálaráðuneytinu, þrír af
Reykjavíkurborg, fimm af Sam-
bandi ísl. barnakennara og einn
af sambandi Menntaskólakennara
Undirbúningur hefur þegar stað
ið í ein tvö ár, enda veitir ekki
af, þar sem þarf að fá húsnæði
fyrir 330 manns. Hinir erlendu
fulltrúar koma með þýzku skipi
sem leigt verður til ferðarinnar,
og búa um borð í því. Nefndirnar
er sjá um framkvæmd og tilhögun
mótsins eru þrjár:
Það er framkvæmdanefnd,
Athugasemd frá Áka Jakobssyni
Út af hinni furðulegu fréttatii-
kymiingu embættis Saksóknara
ríkisins varðandi ákæru á hendur
Jósafati Arngrímssyni o.fl. tel ég
mjg knúinn til að taka það fram
að Jósafat var ekki verktaki að
verkum þeim sem málið hefur
snúizt um.
Þær nafnritunar ..falsanir" sem
áttu sér síað eru framkvæmdar
vegna bókhald-hagræöingar hjá
liinum bandarísku aðilum, vegna
strangra reglugerðarfyrirmæla,
samkvæmt einstökum fyrirmælum
þeirra hverju sinni, framkvæmd
á skrifstofum viðkomandi stofn-
ana á 'Keflavíkurflugvelli, og allar
ávísanir og skjöl undantekníngar-
laust undirrituð og staðfest af hin
um bandarísku forstjórum við-
komandi stofnana.
Nafnritanir þessar voru með
fullri vitund og samkvæmt fyrir-
mælum hinna bandarísku yfir-
manna stofnana þessara- „Nafn-
ritanafal:anir“ þessar voru ekki
notaðar í neinum samskiptum
manna á meðal, heldur eingöngu
sem bókhaldsgögn hinna banda-
rísku stofnana.
Enginn fjárdráttur eða fjár-
svik áttu sér stað í sambandi við
þetta mál, enda hafa engar kær-
ur borizt um slíkt og saksóknar-
embættið verður að viðurkenna
þessa staðreynd vegna þess að
það treystir sér ekki til að hafa
uPPi fjársvikaákæru í máli þessu-
Saksóknarembættið sparaði all-
ar yfirlýsingar og fréttatilkynn
ingar til blaða s. 1. vetur, þegar
Jósafat Arngrímsson var af nokkr
um dagblöðum borinn sökum um
milljónatuga króna fjársvik, á
meðan hann sat í gæzluvarðhaldi
og gat ekki borið hönd fyrir höf-
uð sér.
stjóri, og gestanefnd, forliaður,
Ingi Kristinsson, skólastjóri.
Það er rétt hjá Þjóðviljanum
að rannsóknardómarinn hefur
forðazt að beina rannsókn sinni
að hinum bandarísku aðilum, sem
fyrirskipuðu þessar „falsanir”.
í sambandi við þetta Keflavík
urmál vil ég taka þetta fram. Mál
þetta var hafið með slíku offorsi
af hálfu saksóknaraembættisins
og rannsóknardómarans 'að menn
héldu að hér væri um stórfellt
fjársvikamál að ræða. Hin mikla
rannsókn sem vafalaust kostar nú
þegar mörg hundruð þúsund
krónur, leiðir hins vegar í ljós að
engin fjársvik eða fjárdráttur
hefur átt sér stað, og ennfremur
leiðir rannsóknin í ljósf að gæzlu
varðhaldsúrskurður yfir 3 mönn-
um var algerlega ástæðulaus,
enda einn gæzluvarðhaldsfanginn
ekki einu sinni ákærður.
Það er rannsóknarefni hvernig
þetta svokallaða Keflavíkurmál
er uppkomið- Mér virðist mikil
þörf á að rann'-akað verði hvert
er upphaf þessa máls, einkum
ineð tilliti til Þess að réttarör-
ýggi í landinu er 1 hættu ef háegt
er að setja í gang refsivörzlu-
stofnanir þióðfélagsins af annar-
legum ástæðum.
Út af ákæru í tékkamáli ísfélags
Keflavíkur skal fram tekið að þar
liggja ekki fyrir neinir tékkar
sem gefnir hafa verið út án lieim
ildar’ opinberrar lánastofnunar,
enda það staðfest í framlialdsrann
sókn-
Enginn þessara tékka var gef-
inn út af Jósafat Ai’ngrímssyni.
Engar upplýsingar liggja fyrir
í máli þessu um fjárhagstjón af
útgáfu þessara tékka.
Áki Jakobsson, hrl.
Breytingartillaga
við handritamáiið
DANSKI þingmaðurinn og pró-
fessorinn dr. Bprge Diderichsen
hefur borið fram breytingartil-
lögu á handritafrumvarpinu þess
efnis, að sú grein þess er fjallar
um afhendingu Sæmundar-Eddu
og Flateyarbókar falli niður.
Handritafrumvarpið verður
tekið til annarrar umræðu á
d-anska þinginu í dag, og fer þá
fram atkvæðagreiðsla um breyt
ingartillögu Diderichsens.
í samningaviðræðum þeim sem
fram fóru milli Dana og íslend
inga um handri'amálið 1961, var
það ófrávíkjanlegt skilyrði af ís
lendinga hálfu að Sæmundar—
Edda og Flateyjarbók yrðu af-
hent-
Happdrætti
háskólans
Reykjavík 10. maí
Mánudaginn 10. maí var dreg
ið í 5- flokkj Happdrættis Há-
skóla íslands. Dregnir voru 2.100
vinningar að fjárhæð 3,920.000 kr.
Hæsti vinningurinn, 200.000 kr-
kom á heilmiða númer 51.939.
Voru báðir lieilmiðarnir seldir í
umboðinu í Stykkishólmi.
100 000 kr. komu einnig á heil
miða númer 33.751 sem voru báð
ir seldir í umboðinu í Keflavík.
10.000 kr-
244, 2230, 7250, 7810, 7894, 10552
13777, 14420, 14652, 16999, 18037
21082, 25075, 28955, 29952, 35346
36361, 37175, 41186, 43641, 45991
48142, 50849, 52562, 52673,’ 59968.
Stórgjafir til
Kirkjubæjar
Nýverið afhenti prestur Óháða
safnaðarins í Reykjavík, séra Em
il Björnsson, safnaðarstjórninni
að gjöf ti-1 kirkju safnaðarins kr.
88.000 krónur frá safnaðarkonu
sem ekki vill lá'a nafns síns getið
Minnist hann þess jafnframt að
á liðnum vetri hefði kirkjunni hor
izt önnur stórgjöf eða um 80000
kr- sem varið var til framkvæmda
við kirkjuna. Sú gjöf var einnig
frá safnaðarkonu, sem ekki vildi
láta nafns síns getið að svo stöddu
Presturinn kvað nú mega skýra
frá því að þá gjöf hefði Guðrún
Þorgeirsdóttir Grettisgötu 60 gef j
ið kirkjunni, en Guðrún er nú
nýlátin. Hún var gjaldkeri í Kven
félagi Óháða safnaðarins í mörg
ár, en Það félag hefir jafnan^
unnið að óvenjulegum dugnaði'
og fórnfýsi að fjáröflun til áð.
byggja kirkju safnaðarins og búaj
hana sem veglegasta á allan háttj
eins og raun ber vitni. Geta má
þess í því sambandi að Kven'élag,
Óháða safnaðarins hefir hazar |L
safnaðarheimilinu Kirkjubæ ái
sunnudaginn kemur, (16. maf) tflf
ágóða yrir starfsemi sina til efl-
ingar kirkjunnar. j
SMURT BRAUÐ
Snittur.
Optð frá kl. 9—23.30.
Brauðstofan
Vesturgötu 28.
Sími 16012
SÆNGUR
REST-BEZT-koddar
Endurnýjnm gimln
sængnrnar, elgum
dún- og fiðurheld ver.
Seljum æðardúns- og
gæsadúnssængnr —
og kodda at ýmsum
stærðum.
DUN- OG
FIÐURHREINSUN
Vatnsstíg 3. Sími 18740.
IVBADAIVSE BUTTERFLY
SÍÐASTA verkefni Þjóðleik-
hússins á þessu leikári er óper-
an Madame Butterfly eftir Gia-
como Puccini, og verður hún
frumsýnd þann 3. júní n. k. Æf-
ingar á óperunni eru nú í full-
um gangi og kom sænski leik-
stjórinn Leif Söderström til
landsins fyrir nokkrum dögum
til þess að stjórna æfingum á
óperunni. Leif Söderström er
ungur maður, aðeins 27 ára að
aldri og er nú fast ráðinn leik-
stjóri við Óperuna í Stokk-
hólmi.
Hljómsveitarstjóri verður
Nils Grevillius, en hann liefur
verið aðalhljómsveitarstjóri
við Stokkhólms óperuna í nær
því 30 ár og er mjög þekktur
maður í sinni listgrein. Auk
þess hefur hann verið hljóm-
sveitarstjóri á ýmsum óperu-
húsum víðsvegar í Evrópu.
Aðal kvenhlutverkið verður
sungið af óperusöngkonunni
Rut .Tacobsen frá óperunni í
Gautaborg sem hefur oft sung
ið þeita hlutverk áður. Rut Jae
obsson er ung söngkona, sem
hlotið hefur mikinn frama í list
grein sinni á síðari árum.
Guðmundur Guðjónsson syng
ur annað aðalhlutverkið, en
hann söng þetta hlutverk fyrir
tveimur árum sem gestur í Ár-
ósum og lilaut mjög lofsamlega
dóma fyrir hjá dönskum gagn-
rýnendum.
Auk þeirra, sem að ofan
greinir, syngja þau Guðmund-
ur Jónsson og Svala Nílssen
stór hlutverk í óperunni, en
með minni hlutverk fara Ævar
Kvaran, Hjálmar Kjartans,
Sverrir Kjartansson o. fl.
Óperan Madame Butterfly,
er sem kunnugt er eitt af höf-
uðverkum ítalska tónsnillings-
ins Giacomo Puccini. Tvær
þekktar óperur hafa verið sýnd
ar eftir hann hér á landi: Tos-
ca, sem var flutt á vegum Þjóð-
leikhússins árið 1957 með
Stefáni Islandi og Guðrúnu
Símdnardóttur í aðalhlutverk-
um, og La Boheme, sem einn-
ig var flutt í Þjóðleikhúsinu og
stóð Félag íslenzkra einsöngv-
ara að þeirri sýningu.
Leiktjöld eru gerð af Lárusi
Ingólfssyni.
Myndin er af höfundi Óper-
unnar.
IMHHHMMMHMMMMMMMHMMHMMMW4 MWWMMWWMMMMMMWWMMWMMWW
ALÞÝ0UBLAÐIÐ — 13. maí 1965 15