Alþýðublaðið - 29.05.1965, Síða 5

Alþýðublaðið - 29.05.1965, Síða 5
ACLT Á SAMA STAÐ FÓLKSBÍLL SEM SLÆR í GEGN ALLSSTAÐAR VANDAÐUR FALLEGUR STERKUR SPARNEYTÍNN ÓDÝR BÍLL STÓKGLÆSILEGT ÚTLIT, STERKÚR FJÖLSKYLDUBÍLL, SÉRSTAKLEGA SPARNEYTINN. SJÁLFFJÖÐRUN Á IIVERJU HJÓLI. VÉLIN 4 STROKKA 42 HESTAFLA, VATNSKÆLD, STAÐS ETT AÐ AFTAN, GÓLFGÍRSKIPT- ING. VÖNDUÐ MIÐSTÖÐ. MIKIÐ FARANGURSRÝMI, VÖNDUÐ SÆTÍ, EINSTAKLEGA ÞÆGlLEGUR í AKSTRI. OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO<OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO<OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO< i Við reynsluprófun, sem unnin var af bílstjórum á vöktum, var HILLMAN IMP ekið stanzlaust 160.000 km., sem sam- svarar því, að bílnum hefði verið ekið 4 sinnum umhverfis hnöttinn eða 9—10 ára akstur. Bíllinn reyndist frábær- lega vel. Hann var aðeins smurður reglulega þ.e. á 8000 km fresti og engin bilun kom fram á vél né gangverki Bíll- inn reyndist sérstaklega sparneytinn.-------------------- ---- ------------------------ ---- — -------- ----------- — Það kom heldur engum á óvart, að HILLMAN IMP várð nr. 2 í flokki smábíla í MONTE CARLO-AKSTURSKEPPN- INNI, en af 237 bílum sem hófu aksturskeppnina, lánaðist aðeins 22 að ná marki í hinni erfiðu keppni, sem háð er í Ölpunum og er 610 km vegalengd við erfiðustu aðstæður. Bílstjóri HILLMAN IMP bílsins, sem varð nr. 2 í mark, var Mr. David Pollard. Stúlkan Rosemary Smith, 26 ára gömul, varð nr; 4 í mark og hlaut 2. verðlaun keppninnar í kvenna- flokki. — Hún ók Hillman Imp fólksbíl. HVER VILL EKKI EIGNAST FÓLKS- BÍL, SEM HEFUR REYNZT JAFN FRÁ- BÆRLEGA VEL OG SETT HVERT METIÐ Á FÆTUR ÖÐRU í GÓÐ- AKSTRI? HILLMAN IMP ER í SÉRFLOKKI EN KOSTAR AÐEINS FRÁ KR. 152.000, — TIL KR. 154.800,— TIL AFGREIÐSLU STRAX. SÝNINGARBÍLAR Á STAÐNUM. Egill Vilhjálmssors h.f. LAUGAVEGI118. — SÍMI 22240. VANDAMÁL SMÁRlKJANNA JÓN ÚR VÖR, rithöf- undur, hefur sent rit- stjóra Alþýðublaðsins bréf í tilefni af grein minni hér í blaðinu s.l. laugardag. Er bréfið fyrst og fremst um utanríkis- mál, en er ritað í tilefni af margræddri ræðu minni á aldarafmæli Þjóð- minjasafnsins. Ég er ekki vanur að skrifa um það, þótt vikið sé í blöðum að einhverju, sem ég hefi sagt eða skrifað. En túlk- un ungs ritliöfundar á úti- fundi hernámsandstæð- inga á þessari ræðu minni á dögunum og bréf Jóns úr Vör nú eru þess eðlis, að ég tel enn ástæðu til þess að fara um þetta mál nokkrum orðum, enda er hér urn mál að ræða, sem er mjög mikilvægt og mikið rætt hvarvetna í heiminum. Hér eiga hlut að máli ágætir rithöfund- ar, sem eiga fullan rétt á því og eiga það skilið, að orðum þeirra sé gaum ur gefinn- Þeim mun mið ur þykir mér, að ekki heldur Jón úr Vör skuli hafa áttað sig á því, hvað fyrir mér vakti í þessari ræðu. Til þess finnst mér ég þó mega ætlazt. Til hins kemur mér auðvitað ekki til hugar að æ*last, að við hljótum að verða sammála. Ég er einn þeirra manna, sem skipti hik- laust um skoðun, ef ég tel rétt rök hníga að því. En á þeim mikilvægu atriðum, sem ég fjallaði um í Þjóð- minjasafnsræðunni, hefi ég nákvæmlega sömu skoðun nú og þá.'Efni ræð- unnar var í stuttu máli þetta: Nútíminn er tími stór- velda og ríkjabandalaga. Olnbogarúm smáríkja er smám saman að verða minna og minna. Stór- -rekstur ú framleiðslu og sístækkandi markaðir valda síbatnandi lífskjör- LAUGARDAGSGREIN um. Þróunin virðist stefna í þá átt, að framfarir verði mestar hjá „hinum stóru,” en hætta á, að „hinir smáu“ dragist aftur úr. Þess vegna taka smáríkin upp síaukna samvinnu sín •í milli og taka í vaxandi mæli þátt í samþjóðlegri samvinnu, t. d. með aðild að alls konar bandalögum. Þessi þróun er ekki hættu laus fyrir smáríkin. Öll alþjóðasamvinna, öll að- ild að hvers konar þjóða- bandalögum er í eðli sínu skerðing á algjöru full- veldi. Það virðist vera tímanna tákn, að slík sam- vinna sé óhjákvæmileg til þess að öðlast hlutdeild í framförum 20. aldar á sviði tækni, framleiðslu og viðskipta. En þótt ákveðn- ir heimshlutar og jafnvel heimurinn allur sé að verða ein heild í ríkari mæli en áður með svo að segja hverju árinu, sem líður, fjarlægðir í sífellu að styttast og þýðing landa mæra í raun og veru ávallt að minnka, þarf þá í kjöl- far þess að sigla, að gildi þjóðernis og þjóðlegrar menningar fari minnk- andi? Þetta er megin- spurningin, sem ég vildi svara. Ég svaraði hennj þá og ég svara henni enn af- dráttarlaust neitandi. Þótt ríki í öllum heimshlutum séu nú sífellt að tengjast nánari og nánari böndum, á sviði hernaðar, stjórn- mála, viðskipta og menn- ingar, þá tel ég það hvorki þurfa né mega leiða til þess, að nokkurt þjóðerni glatist, nokkur þjóðtunga týnist eða nokkur þjóð- menning spillist. En ein- mitt vegna hinna sívaxandi samskipta þjóða í millum taldi ég nauðsyn á að vekja athygli á þessu. Og ekki hvað sízt taldi ég og tel ég íslendingum nauðsyn- legt að gera sér grein fyrir þessu vandamáli. Mér fannst einmitt 100 ára af* mæli Þjóðminjasafnsins vera tilvalið tækifæri til þess að minna þjóð mína á, að þótt framtíðin kynn* að bera það í skauti sínw, að tengsl hennar við aðrar þjóðir héldu áfram að' vaxa, hér eftir eins Og hingað til, þá yrði hú» jafnan að gæta þess vel, að standa vörð um þjóð- erni sitt og tungu og þjóð- legan arf sinn allan. Þetta var efni þessarar margumtöluðu ræðu. Sama hugsunin hefur verið látin í ljós í öllum náíægum löndum við ótal tækifæri á undanförnum árum. Nú ný 'íega ræddi Gerhardseíft, forsætisráðherra Norð- manna, þetta vandamál f ræðu, sem hann flutti í tilefni af heimsókn for- sætisráðherra íslands, dir. Bjarna Benediktssonar, til Framhald á 15. síðu ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 29. maí 1965

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.