Alþýðublaðið - 15.06.1965, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 15.06.1965, Blaðsíða 16
Augnveikin og herþjónustan /mjmwmmm 45. árg. - Þriffjudagur 15. júní 1965 - 131. tbl. O0<><><><><><>0<><><><><><><><><>^^ SEM BETUR fer höfum við aldrei þurft að gegna herþjón- ustu hér á landi, þótt öðru hvoru hafi þær raddjr heyrzt, að lítið leggðist fyrir kappana — sjálfa afkomendur Egils Skallagríms- sonar, — að þurfa að láta erlenda dáta verja sig og vernda. Hins vegar er auðvelt nú á dögum að gera sér í hugarlund, að ungir menn beiti öllum ráðum til þess að losna við að fara í herinn. om*@w% ' Ég dúmpaði á sögnprófinu. . Ég kunni raunar fullt af ártölum, en vissi bara ekki hvað gerðist þá. • . . trí Það er til fólk, sem segist ógjarnan vilja tala illa um náungann. Samt er það þetta fólk, sem gerir það". ¦ . Hér á eftir fer ofurlítil saga um eitt slíkt dæmi: Hann átti að gegna herþjón- ustu í fyrsta sinn, en áður en að því yrði, þurfti hann að sjálfsögðu að fá læknisvottprð. Hann notaði imyndunarafl sitt eins og hann frekast gat til þess að ljúga upp sjúkdómum, sem hann þjáðist af, — en allt kom fyrir ekki. Loksins tókst honum þó þetta. Það var hjá augnlækninum. Hann var látinn setjast í stól og nokkra metra frá honum var tafla með stöfum á. Læknirinn bað hann að lesa af töflunni. — Hvaða töflu? spurði hann. — Töflunni þarna, sem er við hliðina á hurðinni. — Eg sé nú bara alls enga hurð. Þetta hreif. Læknirinn úrskurðaði, að hann þyrfti heldur betur að láta rann saka í sér sjónina — og hann varð þess vegna ekki hæfur til að gegna herþjónustu, að minnsta kosti um sinn. Um kvöldið fór hann í bíó til að halda upp á daginn. Þegar hlé- ið hófst ög ljósin voru kveikt í salnum snéri þessi kunningi okk- ar sér við. Og hver blasir þá við hönum? Enginn annar en augn- læknirinn, sem hann hafði fyrr um daginn átt viðskipti við. Nú var úr vöndu að ráða. En vinur okkar fékk snjalla hugmynd á augabragði. Hann vék sér að lækninum og sagði: — Afsakið herra, er ekki þessi strætisvagn á leið í bæinn? spang IFOT, Moldín kallar Sækir nú að mér sumarnáttagleðin sælt er að róta upp mold í veðri heitu Ég töfraður stari á túlipanabeðin og tíni ánamaðka í laxabeitu. KANKVÍS. ^<xx><x><xx>o<xxx><x>o<x>o<>o<><><xx><xx>ö Sex stunda sýningartími — EG ÉR búinn að taka 10 til 12 þús. fet af kvikmyndafilmum af Surti síðan hann byrjaði fyrst að gjósa og er samanlagður sýn ingartími þessara filma 5—6 klst. sagöi Ósvald Knudsen í viðtali við Alþýðubiaðið. Af öllu þessu not- aði ég ekki nema lítinn hluta í Surtseyjarmyndina, sem sýnd var í Gamla Bíói. — Ekki er hægt að segja, að Surtseyjarkvikmyndin sé fullgerð því hann er enn að gjósa og hef ég haldið áfram að kvikmynda síðan ég gekk frá myndinni. Eg hef fylgzt með nýja gosinu frá byrjun og var með Sigurði Þór- arinssyni þegar fyrst varð vart við að eyjan var horfin. Enn hef ég ekki ákveðið hvort ég geri fleiri Surtseyjarmyndir eða' bæti við þessa, sem fullgerð var, en ég ætla að halda öllu þessu saman. — Eg hef ekki tekið gosdrun- urnar upp í Surti. Öll hljóðin í myndinni etu tilbúin af Magnúsi Blöndal. — Það hefur ekki unnist tími til að annast aðrar myndatökur síðan Surtur byrjaði að gjósa og er þetta eina verkefnið sem ég hef unnið að á hálfu öðru ári og enn hef ég ekki ráðgert að taka mér neitt annað fyrir hendur. — Þetta hefur verið tímafrekt, ekki Vandaðar súkkulaðiöskjur voru ákaflega vinsæíir grip ir á Viktoríutímabilinu og vin sældir þeirra héldust, þr^tt fyrir breyttan smekk og méð nokkrum breytingum á gerð þeirra fram á tima seinni heimsstyrjaldar, sem inn leiddj svo óhrjálegan smekk með afneitun hinnar rómán tísku, Ijóðrænu fegurðar í myndgrerð og stíl. . . Séra Árelíus í Tímanum aðeins myndatakan og frágangur myndanna, heldur hefur maður oft þurft að bíða dögum saman eftir að komast á staðinn og hentugum myndatökuskilyrðum og á meðan er ekki hægt að sinna öðrum verkefnum. — Surtseyjarmyndin sem ég er að selja tii Bandaríkjanna er ekki að öli u leyti sú sama og hér var sýnd. Unnið verður úr því efni sem ég hef safnað og verða gerðar úr því fleirj en ein mynd. Verða þetta fræðslumyndir aðallega ætl- aðar til kennslu og verða gerðar útgáfur bæði fyrir háskóla og fyrir barnaskóla. Inn á þessar myndir verða síðan settar viðeigandi skýringar og kort.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.