Alþýðublaðið - 22.06.1965, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 22.06.1965, Qupperneq 8
ALLIR BREYTING hefur orSið ennþá einu sinni á styrjöldinni í Viet- nam. Vietcong hefur hafið sum- arsókn sína, og bandaríska stjórn- in hefur ákveðið að hermenn hennar skuli taka beinan þátt í bardögunum. Nýtt skref hefur þannig verið stigið í átt til stækk- unar stríðsins. Stjórnin í Washington segir, að þetta feli ekki í sér breytingu á stefnu hennar. í aðalatriðum er þetta rétt.' Johnson forseti hefur ótal sinnum sagt á undanförnum mánuðum, að Bandaríkjamenn muni ekki láta hrekja sig frá Viet nam, heldur beita öllum ráðum til að koma í veg fyrir slikt. Til- gangur sóknar Vietcong er ein- mitt sá, að reka Bandaríkjamenn frá Vietnam, og þessu svara Bandaríkjamenn með því að senda liðsauka og taka beinan þátt í bardögunum. Yfir 50 þús. banda- rískir hermenn eru nú í Vietnam og þar verða bráðlega 70 þúsundir bandarískra hermanna og áður en sumrinu lýkur verða þeir 100 þús. talsins. Segja má, að nauðsynlegt hafi verið að stíga þetta skref, því að fyrri ráðstafanir Bandaríkjamanna hafi mistekizt. í febrúar ákváðu Bandaríkjamenn að gera loftárás- ir á Norður—Vietnam og beita sprengjuflugvélum gegn Viet- cong. Bandaríkjamenn og Suður- Vietnam voru illa búnir und r skæruhernað þann, sem Vietcong rak til að grafa undan stjórninni í Saigon, og ákveðið var að snúa taflinu við og taka upp baráttu- aðferðir, sem Vietcong og stjórn- in í Hanoi væru illa undir bún- ar, þ. e. loftárásir. ★ Enginn árangur. Með þessu var vonað, að bar- áttuþrek Suður-Vietnammanna mundi aukast, að innþrenging hermanna og vopna frá Norður- Vietnam mundi hætta og að leið- togar stjórnarinnar í Hanoi og Vietcong neyddust til að setjast að samningaborði þar sem talið var að þeir mundu viðurkenna sjálfstæði Suður-Vietnam. Loftárásirnar hafa ekki borið tilaétlaðan árangur. Öllum er nú ljóst, að Vietcong og ráðamenn í Hanoi vilja ekki samningavið- ræður. þvf að þeir telja sér sig- urinn vísan. Regntíminn en 'haf- inn, og bandarísku flugvélarnar koma því ekki að eins miklum notum og áður. Og í Ijós hefur komið, að Vietcong er öflugri í ár en í fyrra. Undanfarnar vikun hafa geysað óvenjulega harðir bardagar með hermönnum Saigon-stjórnarinnar og skæruliðum Vietcong, og Viet cong hefur haft yfirhöndina. Fjögurra mánaða loftárásir hafa því hvorki hrætt hermenn Viet- cong né dregið úr mætti þeirra. Þeir búa sig þvert á móti undir stórsókn og eru sannfærðir um, að henni muni lykta með brott- 8 22. júní 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ VISSIR UM TNA flutningi bandarískra hermanna frá Vietnam, þar eð Bandaríkja- menn séu orðnir þreyttir á að styðja hina fallvöltu stjórn í Sai- gon og að lagt verði svo fast að þeim af hálfu bandamanna þeirra og vanþróuðu ríkjanna. Forsetinn hefur nú heimilað bandarískum hersveitum í Suður- Vietnam að heyja styrjöld á eigin spýtur, og munu þær því ekki eingöngu gæta bandarískra her- stöðva og hjálpa suður—vietnam- iskum hermönnum, þegar þeir eru í erfiðri aðstöðu eins og þær hafa gert til þessa. Allt bendir því til þess, að í sumar muni eiga sér stað úrslitaátök með bandarísk- um hersveitum og Vietcong. Ráðamenn í Washington eru al- veg eins bjartsýnu og ráðamenn í Hanoi og leiðtogar Vietcong. — Rusk utanríkisráðherra tjáði utan rfkismálanefnd Öldungadeildarinn ar nýlega, að búizt hefði verið við sókninni, og fullvissaði hana um, að henni yrði hrundið. Rusk taldi að kommúnistar mundu ef til vill verða fúsir á að setjast að samn- ingaborði að svo búnu. ★ Uggur — en stuðningur. ★ Úrslitaátökin. Augljóst virðist, að stjórnin í Saigon geti ekki staðið gegn Viet- cong ein síns liðs. Baráttuhugur suður-vietnamisku hermannanna hefur minnkað eftir hina hörðu bardaga síðustu vikur, og stjórn- málaöngþveiti ríkir á ný í höfuð- borginni. Johnson forseti hefur sagt, að Bandaríkjamenn muni ekki láta hrekja sig úr landi, og þá er eina lausnin sú, að Banda- ríkjamenn taki aukinn þátt í styrjöldinni. Vaxandi uggs gætir á þingi um afleiðingar alls þessa. Að vissu leyti óttast menn jafnt banda- rískan sigur sem ósigur í hinum væntanlegu átökum í sumar. Ef Bandaríkjamenn sigra Vietcong sendir stjórnin í Hanoi þá 400.000 þjálfaða hermenn sína suður á bóginn? Þetta mundi hafa í för með sér stórstyrjöld og heill bandarískur her mundi flækjast í hana. Og ef Bandaríkjamenn bíða ósigur mun krafa sú um loftárásir á Hanoi og jafnvel Kina, sem nú er aðeins borin fram af nokkrum herforingjum, hljóta stuðning þjóðarinnar allr- ar? Það mundi einnig hafa stór- styrjöld í för með sér. En þótt efasemdirnar séu mikl- Framhald á 15. síðu Fjarsjo oi R Hýðing Krists“ eftir Tintoretto. Habsborgarakeisarinn Rúd- olf II. var einstaklega slappur sem keisari- Á ríkisstjórnarár- um sínum, 1576 til 1612, neydd ist hann til að láta af hendi Ungverjaland, Mæri, Austur- ríkj og Bæheim. Sem maður og fagurkeri var hann hins vegar um marga hluti merkur. Hann hafði mikinn áhuga á itjörnufræði og bauð til sjn stjörnufræðingunum Johannes Kepler og Tycho Brahe til Hradcany-kastala i Prag, þar sem hann bjó, sér til styrktar og halds í stjarnfræðiathugun- um sínum. En hann hafði á- huga á fleiru og augu hans sáu fleira en stjörnur. Hann rafnaði að sér listaverkum í svo stórum stíl, að hann átti eitthvert s^ærsta og mekasta safn listaverka, sem þá var til í hejminum. En Rúdolf gekk engu behir að halda utan að málverkasafninu en ríkinu- 1 þrjátíu ára stríðinu komu hinir sæn ku hermenn Gústafs Adolfs og létu greipar sópa um Hradcany-kastala og fluttu með sér gríðarmikið af safni Rúdólfs heim til Svíþjóðar Hermitage-safnsins í Lenin grad. Sérfræðingar hafa iðu Framhald á 15. síðu. „Heilög Katrín og engillinn“ eftir feneyska málarann Veronese. Síðari I-Iafsborgarar gerðu svo sitt til að sundra safninu og eyðileggja það. Árið 1749 seldi María Theresa 69 málverk úr safninu fyrir smápeninga. Þeg ar Habsborgarar f'uttu aðsetur sitt frá Prag til Vínar, fluttu þeir safn Rúdolfs með sér- Á árunum 1865 til 1894 bættust hvorki meira né minna en £<12 myndjr við söfnin í höllum Vínarborgar, þeirra á meðal myndir eftir Cranach^ Bruegel og Bas ano. Þessi sundrun á safni Rúdolfs hélt síðan áfram, þar til nú er svo komið, að listaverk úr safninu hanga úti um allar jarðir, allt frá Metro politan-safninu í New York til Snyrting ungrar 1

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.