Alþýðublaðið - 26.06.1965, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.06.1965, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 26. júní 1965 - 45. árg. - 140. tbl. - VERÐ 5 KR. itimpillinn hefur ekkert söfnunargíidi Reykjavík. — OO. FYRSTA DAGS umslögin, sem stimpluð voru í Surtsey sl. mið vikudag, hafa ekkert gildi fyrir frímerkjasafnara og eiga ekk- ert erindi í frímerkjasöfn, sagffi Guido Bernhöft, einn mesti írímerkjasafnari lands- ins í viðtali við blaðið í gær. Það eru aðeins pósthús, sem leyfi hafa til að stimpla frí- merkt umslög og þótt einhver setji síðan á þau gúmmístimpil getur það aldrei aukið verðgildi þeirra fyrir safnara. Það var framtakssamur Vest- mannaeyingur, Páll Helgason, sem fór með 4500 umslög út í Surtsey á útgáfudegi nýju Surtseyjarmerkjanna og setti þar á þau gúmmístimpil, og þar með voru þau stimpluð í Surts- ey! Á þetta að auka verðgildi þeirra að mun. Á hverju um- slagi eru þrjú frímerki að sam anlögðu verðgildi kr. 7.00, en síðan voru þau seld á kr. 50,00, og runnu út eins og heitar lummur og seldust upp á fyrsta degi og hafa kaupendur sjálf- sagt haldið að þarna væru þeir Framhald á 15. siðu B Flutninga- og veröjöfn- unarsjóður fyrir síld El Toro, Kaliforníu, 25. júní WTB-Reuter). 84 BANDARÍKJAMENN týndu lífi þegar flutningaþota af gerðinni C-135 hrapaði til jarðar í grennd við El Toro í Kaliforníu i dag. Allir, sem i vélinni voru, fórust, en það voru 72 laudgöiiguliðar auk 12 manna áhafnar. Þotan var á leið til Okinawa um Honolulu. Formælandi nokkur kvaðst telja, að hermennirnir hefðu átt að fara til Vietnam. Þotan tilheyrði flutningadeild heraflans (MATS). Flugstöðin í Travis í Kaliforníu tilkynnti, aff þotunnar væri saknað, og flakið* fannst sjö kílómetrum frá El Toro. Þotan lagði af stað frá El Toro kl. 9,45 að íslenzkum tíma, og skömmu síðar misstu menn sam- band við hana. Rigning var og skýj að, þegar slysrð var. C-135 er sams konar þota og Boeing 707. Reykjavík. GEFIN voru út í gapr t-ráðabirgðalög, sem fjalla um verðjöfnun milli -síldar í bræðslu og : ;íldar í salt. Lögin heimila rikisstjórninni að ákveða gjald af hverju máli bræðslusíldar og að greiða uppbót á hverja uppsaltaða síldartunnu til að hækka fersksíldarverð til sölt- unar. Ennfremur heimila lögin að greiddur verði flutningastyrkur þeim skipum, sem flytja síldarafla að austan norður, og að 4 milljón- um króna skuli varið til að gera út sérstakt fluíningaskip, er flytji kælda síld til söltunar eða frystingar til hafiia vestan Tjörness og við Steingrímsfjörð. Bráðabirgðalögin fara hér á eftir: FORSETI ÍSLANDS gjörir kunnugt: Sjávarútvegsmálaráðherra hefur tjáð mér, að verðþróun á síld til söltunar og bræðslu, hafi orðið sú undanfarið að hætt sé við að örð- ugt reynist að fá síld til söltunar á komandi sumri að óbreyttum að- stæðum. Geti þetta ástand dregið yerulega úr síldarsöltun og þann- ig haft alvarleg áhrif á aðstöðu jslands á erlendum mörkuðum fyrir saltsild og stórspillt afkomu jnöguleikum þeirra, sem atvinnu hafa af síldarsöltun. Því beri brýna nauðsyn til að komið verði á verðjöfnun milli síldar í bræðslu og síldar í salt. Þá sé enn fremur nauðsynlegt að draga úr bið fiskiskipa í Aust- fjarðahöfnum og gr*iða jafnframt fyrir siglingum síldveiðiskipa með eigin afla til hafna norðanlands. Loks hafi atvinnurekendur á undanf örnum árum átt örðugt upp dráttar í ýmsum kaupstöðum og kauptúnum norðanlands, vegna aflaleysis og af öðrum ástæðum. Til þess að bæta úr þessu ástandi ,er ráðgertað hefja s^rstakar að jgerðir, sem hafi í för með sér ^nokkurn kostnað. Fyrir. því eru hér með sett bráðabirgðalög samkvæmt 28. gr. stjórnarskrárinnar á þessa leið: 1. gr. Ríkisstjórninni er heimilt að á- kveða að af allri bræðslusild, sem veiðist frá og með 15. júní til 31. desember 1965 á svæðinu frá Rit norður og austur að Stokksnesi við Hornaf jörð, greiðist sérstakt gjald, kr. 15.00 á hvert landað mál bræðslusildar, hvar sem henni er landað. Af hausum og slógi frá sildar«öltunarstöðvum greiðist hálft gjald. Síldarverksmiðjur þær, sem veita síldinni móttöku, inna gjaldið af hendi til sjóðs- stjórnar samkvæmt 4. gr. 2. gr. Fé því, sem innheimtist sam- Framhald á 14. sfðu. Fra HAB Dregið hefur verið í happ drætti Alþýðublaðsins. Fyrri dráttur 1965. Vinningar komu á eftirtal in numer, 1662 Flugferð fyrir 2 Reykjavík— New York — Reykja vík. 18742 Hálfsmánaðarferð fyrir tvo með skipi til inegin lands Evrópu. Vinnjnganna skal vitjaff á skrhVofu Hapodrættitsins Hverfisgötu 4, sími 22710. Skrifstofan er opin al?a virka daga kl. 9—5, nema laugandaga kl- 9—12. HAPPDRÆTTI ALÞÝÐUBLADSINS KvöEdsalan hefsf á mánudag Reykjavík — GO Á MÁNUDAG hefst hin fyrir- hugaða kvöldþjónusta verzlana í Reykjavík, á þvi að 20 mat- vörubúðir í hinum ýmsu hverf- um borgarinnar verða opnar til klukkan 9 það kvöld og fram eftir vikunni til föstudags' kvölds. Eitt hundrað og tuttugu verzlunum hefur verið skipt í sex hópa ,sem munu skiptast á um að veita þessa þjónustu, eina viku í senn. Tegund verzlunar og stærð hafa ráðið mestu um niðurröð- un búðanna, en í öllum borgar hverfum verða opnar búðir með helztu nauðsynjavörur. — Nöfn þeirra búða sem opnar eru hverju sinni, verða tilkynnt í dagbókum dagblaðanna og auglýst er í öllum kvöldþjón- ustubúðum hvar opið er hverju sinni. Samkvæmt upplýsingum Magnúsar L. Sveinssonai- skrif stofustjóra Verzlunarmannafé- lags Reykjavíkur, var samið við VR í marz sl. um kvöldvinnu starfsfólksins. Þeir sem verða á vakt hverju sinni, koma ekki Framhald á 15. siðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.