Alþýðublaðið - 08.07.1965, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 08.07.1965, Blaðsíða 11
,,IVIilljónafarmur' ‘ í leigu- flugvél Loftleiða nýlega Breiðablik sigraði FH í 2. deild nýlega Keflavík og Fram leika á Njarðvíkur- vellinum í kvöld. 1. deildarkeppnin í knaít* spyrnu heldur áfram í kvöld, þá leika Fram o?r Keí'lavík á Njarffvíkurvelli. Leikurinn hefsí kl. 20.30- Þetta er fyrsti leikurinn í 2. umferð og mjögr þýðingarmikill fyrir bæði lið in, Fram er neðst meff 3 stigf og Keflavík er í fimmta sæiL meff 4 stig. í HINUM MIKLU íþróttaönnum helgarinnar- fóru fram tveir leikir í 2. deild íslandsmótsins í knatt- spyrnu. Breiðablik vann FH í Kópa vogi 4—3 og úrslitin komu á óvart, þar sem FH vann fyrri leikinn 8.0. Á ísafirði sigraði ÍBÍ Vest- mannaeyjar með 2 —O í fjörugum leik. Staðan í A-riðli er nú sú, at$ Þróttur hefur 9 stig eftir 5 leiki, Siglufjörður og Haukar 3 stig eftir 3 leiki og Reynir í Sandgerði 1 stig í 5 leikjum. í b-riðli eru Vestmannaeyjan og ísafjörður með 8 stig hvort eítir 5 leiki, Breiðablik hefur 6 stig í fimm leikjum, FH 5 stig í sex leikj um og Víkingur 1 stig í 5 leikjum. Annaðkvöld heldur keppnin í 2. deild áfram, þá leika FH og Vik* ingur á Melavelli kl. 20.30. Fjögur fræg knattspyrnu- lið komu v/ð i Keflavík ÞAÐ VAR sannkallaður „gull- farmur", sem ein Loftleiðaflugvél in flutti vestur um haf sl. föstudag xneð viðkomu á Keflavíkurflug- velli. í vélinni voru hvorki meira né minna en fjögur úrvals Evróp ísk knattspyrnulið, á leið til New York, og er það áreiðanlega algert einsdæmi að hægt sé að senda jafnmarga knattspyrnumdnn í einni og sömu flugvélinni, svo Loftleiðir geta vissulega litið á það scm traust, að þeim skyldi vera falið að koma þeim á leiðarenda. Liðin, sem hér voru á ferðinni, voru: Kilmarnock frá Skotlandi, West-Bromwich frá Englandi, Po lonia frá Póllandi og Ferenevaros frá Ungverjalandi. Þegar leik- mennimir höfðu stigið út úr vél- inni og gengu inn í flugstöðvar bygginguna, í hinu fegursta veðri, sem komið hafði hér i marga daga, mátti álíta að blái liturinn væri í sérstöku uppáhaldi hjá þeim, því allir voru þeir klæddir blálitum fötum, dökkbláum jökkum og Ijós- bláum buxum. nema Skotarnir, sem voru — ekki í sínum fr-ægu köflóttu pilsum — heldur í dökk- bláum skyrtum. Ekki var til staðar neinn af framámönnum íslenzkra knattspyrnumála, en hins vegar lét Albert Guðmundsson, knatt- spyrnusnillingur sig ekki vanta. Gekk hann til móts við þá og heils- aði knattspyrnuhópnum innilega. Síðan tóku hann og Mac Craeg, þjálfari Kilmarnock og skozka landsliðsins tal saman og ræddust lengi við. Svo mikið hafði Mac Craeg við Albert að ræða að hann gaf sér ekki tíma til snæðings með félög- um sínum. (Það er víst meira en hægt er að segja um íslenzka stall bræður hans á undanförnum ár- um). Eftir að knattspyrnumennirnir höfðu matast í veitingasal hótels ins, þyrptust þeir að minjagripa- sölunni til að verzla og ekki var hægt að sjá að Skotarnir vær-u neitt fastheldnari á aurana sína en aðrir, nema síður væri. Salan á minjagripum þessa stuttu stund, sem þeir dokuðu við, var óvenju góð. hins vegar var bar-inn í fríhöfninni með eindæmum fá setinn, en margir gáfu honum hornauga í laumi. Vegna þess hve skamman tíma knattspyrnumennirnir höfðust við á Keflavíkurflugvelli ,var ekki mögulegt að ræða við einn úr hverju liði eins og áætlað var, og af þvi að pólska liðið er hvað ó- þekktast fyrir lesendum íþrótta síðunnar. þótti okkur tilhlýðileg- ast að reyna að spjalla örlítið við einhver-n úr þeirra hópi. Með góðri aðstoð Sigrúnar Dun- gal, lilaðfreyju, tókst að ná í þjálf ara Poloiiia, Matyas að nafni, en hann er maður á fimmtugs aldri og hefur verið þjálfari hjá Polon- ia i tvö ár. — Frá hvaða bor-g er Polonia- liðið? — Frá borginni Bytan, sem er námu- og iðnaðarborg með um 200 þúsund íbúa. Félagið var stofnað 1945 og er því aðeins 20 ára. — Og hvernig hefur árangurinn ver-ið? — Mjög góður. Félagið hefur Nokkur mótvindur var í 100 m- og 110 m. grindahlaupi þannig að tíminn var verri en efni stóðu til- Ólafur Guðmundsson, KR sigr- ’ aði bæði í 100 m. og 400 m. Ragn ar Guðmundsson, Ármanni kom á óvart í 100 m. hlaupi og vann m. a. | Einar Gíslason, KR. Ragnar er I efni í góðan spretthlaupar-a og langstökkvara, en æfir því miður ekki nóg. Kristján Mikaelss., sem nú keppir fyrir Ármann, þjófstart- aði tvívegis í 400 m. hlaupinu og var vísað úr leik, en hann fékk að hlaupa með sem gestur og fékk tímann 51.1 sek. Sigur Ólafs í 400 m. var öruggur, en ánægju- legast í sambandi við hlaupið var hin mikla þátttaka, alls voru kcppendur 9. Hlaupið var í tveim riðlum og tími réði röð, Sigurður Geirdal, UBK, er í stöðugri fram- för og sigraði nú Helga Hólm, FÆREYSKA liðið Kyndill frá Tórshavn lék viff Hauka f Hafn- arfirði í fyrrakvöld. Leikurinn var skemmtilegur og jafn og lauk meíl sigri Hauka 21—19. Geta fær- eyska liffsins kom nokkuð á óvart. m. á ÍR- vallarmet UMFK, en Helgi sigraði í 400 m. á Landsmóti UMFÍ. Ómar Ragnars son, ÍR, hljóp einnig vel, og fór fram úr Helga á síðustu metrun um. Halldór Guðb.ss., KR, náði sínum bezta tíma í 1500 m. hlaupi, keppn islaust og hljóp nú í fyrsta sinn á betri tíma en 4 mín. — 3:59,1 mín. Þórarinn Arnórsson, ÍR sem ekki hefur verið með á siðustu mótum vegna tognunar, fylgdi Halldóri. eftir fyrstu 2 hringina og náði sin- um næstbezta tíma. í 5000 m. hlaupi hafði Kristleif- Framliald á 15. siffu Jón Þ. stökk 2,05 mótinu og setti Bræðurnir HaEIdór og Kristleif- ur náðu góóum árangri í 1500 og 5000 m. Ungverska liðiff Ferensvaros gengur út í flugvél Loftleiða. I tvívegis orðið Póllandsmeistari. Árið 1954 og 1962, en fimm sinn- um í öðru sæti. — Hvernig var frammistaðan í síðasta meistaramóti? — Við höfnuðum aðeins í 5. sæti, en fengum þó svolitla upp- bót á því þar sem okkur tókst að vinna hinn svonefnda „Sumarbik- ar“, en í þeirri keppni tóku þátt 48 lið frá 12 löndum. — Hvað er keppnistímabilið langt hjá ykkur? — Það byrjar í marz, en endar í desember. — Æfingar? — Við æfum fimm sinnum í viku og keppum að minnsta kosti einu sinni. — Eru knattspyrnumenn ykkar hátt launaðir? — Ha, launaðir? Þetta eru allt áhugamenn .... og þegar hann sá efann í svip okkar bætti hann við .... Já, þeir vinna við ýmiskonar störf, eru iðnaðarmenn, skrifstofu menn og námsmenn. — Vinnur nokkur í námum? - Nei. Framh. á 15. síðu. HALLDÓR í fyrsta skipti undir 4 mín. FRJÁLSÍÞRÓTTAMÓT ÍR fór fram á Laugardalsvellinum í fyrra kvöld í ágætu veðri. Þátttaka var allgóff í mótinu og keppni skemmtileg í ýmsum greinum. Langbezta afrek mótsins vann Jón Þ. Ólafsson, ÍR í hástökki, 2.05 m. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 8. júlí 1965r|l|

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.