Alþýðublaðið - 13.07.1965, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.07.1965, Blaðsíða 2
líeimsfréttir ....sióastlidna nótf' ★ SAIGON: — Vietcong-hreyfingin ítrekaði í gær viðvörun ÆÍna um, að hún muni biðja um sjálfboðaliða frá Norður-Vietnam og öðrum vinveittum löndum ef Bandaríkjamenn hætti ekki árás sinni. Jafnframt halda bandarískir fótgönguliðar áfram að streyma á land í Suður-Vietnam og með komu þeirra verða 71.000 bandarisk ir hermenn í landinu. ★ HANOI: — Norður-vietnamiska fréttastofan tilkynnti í gær, að Norður-Vietnam og Sovétríkin hefðu undirritað nýja samninga er miði að eflingu landvarna Norður-Vietnam. í samningnum, sem tmdirrilaður var á sunnudag eftir viðræður norður-vietnamiskr- nr sendínefndar undir forsæti Le Thanh Nghi varaforsætisráðherra við sovézku stjórnina, heiti Rússar nauðsynlegum stuðningi við baráttu Norður-Vietnam gegn árásum Bandaríkjamanna. Hitabylgjan er allt að kæfa suður í Róm, og fólk reynir að kæla sig sem bezt það getur. Þessir tveir náungar hafa t. d. haft sig út á Tíberfljót með gúmmíhringi, spiiaborð og spil og spila þar „Scopa“, en ★ PEKING: — Blöð í Peking herma, að fjölmenn sveit ung- snenna sé farin frá Hanoi til að berjast gegn bandarískri árás í Suður-Vietnam og bjarga landinu. Fleiri sjálfobðaliðasveitir verði seinna sendar suður á bóginn. ★ MOSKVU: — Farandsendiherra Bandaríkjanna, Averell Harriman, kom í 'gær til Moskvu í orlof. Áreiðanlegar heimildir herma þó, að Harriman muni ræða við flokksleiðtogann Leonid Bresjnev og Aleksei Kosygin forsætisráðherra. ★ HELSKINKI: — Albanir héldu uppi hörðum árásum á Eússa á heimsfriðarráðstefnunni í Helsinki í gær. Aibanski fulltrú inn kvað Rússa hafa tekið þátt í samsæri með Bandaríkjamönnum uin að skipta með sér heimsyfirráðum. ■k KHARTOUM: — Um 25 manns biðu banda í óeii'ðum í bænum Juba í Suður-Súdan á laugardaginn. Suður-súdanskir upp reisnarmenn gerðu árás á herbúðirnar í bænum og 25 uppreisnar «nenn voru felldir. Aðrar féttir hema, að 100 menn hafi fallið. ★ ALGEIRSBORG: — Forsætisráðherra Alsír, Houari Boumedienne, lýsti því yfir í gær, að stjórn hans mundi gæta hiutleysis í deilum austurs og vesturs og fylgja sparnaðarstéfnu í iananlandsmálum. ★ PARÍS: — Utanríkisráðherra Frakka, Couve de Murville, gerði grein fyrir stefnu stjórnar sinnar í Vietnam-málinu er hann ræddi í gær við aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, George Ball. i ★ PEKING: — Forsætisráðherra Uganda, Milton Obote, kom í gær í heimsókn til Kína. Heimsóknin stendur ekki í sambandi við Vietnam-friðarnefnd brezka samveldisins, en búizt er við að Yietnam-deilan verði helzta umræðuefnið í viðræðum Obote við ttdnverska leiðtoga. ★ HANNOVER: — Níu Austur-Þjóðverjum á aldrinum 16 til 25 ára tókst að flýja um helgina frá Austur-Þýzkalandi til Nieder- sachsen í Vestur-Þýzkalandi. Tveir þeirra voru úr austur-þýzka hernum. það spil er mikið iðkað um þessar mundir suður þar. 14.404 sáu Jámhauslnn Sýningar Þjóðleikhússins hóf ust þann 20. september með sýn ingu á leikritinu „Kraftaverkið“ en lauk þann 30- júnj síðastlið inn með sýningu á óperunni ,,Mad ame Butterfly“. Leikritið „Táningaást", óperett an „Sardasfurstinnan" og barna leikritið „Mjallhvít" voru tekin upp frá fyrra ári. Þjóðleikhúsið tók til afnota nýtt leiksvið, tilraunaleiksvið í Lindar bæ og hófust sýningar þar 4. nóv, með sýningu á leikritinu „Kröfu hafar“ eftir Strindberg, en það leikrit sýndi Þjóðleikhúsið einu sinni á Lstahátíðinni vorið 1964. Verkefni leikhússins urðu 17, þar af 3 í Lindarbæ. Með hinu nýja litla sviði í Lindarbæ var bætt úr mikilli þörf Þjóðleikhúss ins fyrir tilraunasvið og gaf sú reynsla sem af þvi fékkst á leik árinu ágæta raun. Einn erlendur gestaleikur var, Kóreu-ballettinn „Arirang" frá Suður-Kóreu. Þrjú ný íslenzk leikrit voru sýnd á leikárinu og hefur það ekki áður skeð, að svo mörg ný íslenzk verk hafi verið sýnd á einu og sama leikári. , Flestar urðu sýningarnar á leik ritinu „Hver er hræddur við Virg iniu Woolf?“ eða 33- En flestir sáu „Járnhausinn" liinn nýja ís lenzka gamansöngleik, eða 14.404 á 25 sýningum. Það leikrit verður tekið til sýningar aftur í haust. Sýningar urðu alls 255 í Reykj'a vík, þar af 53 í Lindarbæ. Sýning argestir urðu alls 84901. Verið er nú að sýna „Hver er h.ræddur við Virginiu Woolf?“ úti á landi og verða væntanlega milli 40 og 50 sýningar á því leikriti þar. Um tölu sýningargesta á þeim sýning um er ekki hægt að segja. Fer hér á eftir skrá yfir sýning 'ar Þjóðleikhússins á nýloknu leik ári- 220 MILLJÓNA GREIÐSLUHALLI Kraftaverkiff eftir William Gib son. Leikstjóri Klemenz Jónsson, 25 sýningar- . Táningaást eftir Ernst Bruun Olren. Leikstjóri.: Benedikt Árna son, 5 sýningar. Forsetaefniff, eftir Guðmund Steinsson. Leikstjóri: Benedikt Árnason, 13 sýningar. Framhald á 14. síðu. Á árinu 1964 fóru heildartekj or rikissjóffs 313 milljón kr- fram «r áætlun, en gjöld fóru liins veg ar 588 milljónir fram úr áætlun. Halli ríkissjóffs á rekstrarreikh ingi og eignabreytingum varð alls 256 milljjónir^ en greiffsluhalli árs ins tæplega 220 milljónir króna. Þessar upplýsingar er aff finna í greinargerff um afkomu ríkis sjóffs áriff 1964, sem fjármálaráff lærra, Magnús Jónsson hefur sent tolaffinu. Segir einnig í greinar gerffinni, .aff horfur séu á greiðslu toalla árið 1965 miffaff viff niffur stöðutölur fyrstu sex mánaða árs ins. Fer greinargerff ráðherra hér á eftir. Þar eð reikningsskilum ríkis sjóðs fyrir árið 1964 var ekki lok ið, er þingi var slitið, reyndist ekki auðið að gefa Alþingi yfir lit um afkomu ríkssjóðs- Þykir því ráðuneytinu .rétt að birta nú meg inniðurstöðutölur. Heildartekjur ríkissjóðs árið 1964 voru í fjárlögum áætlaðar 2696 milljónir kr„ en urðu 3009 millj. kr- og fóru þannig 313millj. kr. fram úr áætlun eða 16,1%. Ár ið 1963 fóru þær 17,3% fram úr áætlun. Heildargjöld voru í fjárlögum á ætluð 2677 millj. kr-, en urðu 3235 millj. kr„ og fóru því 588 milljónum kr. fram úr áætlun eða 22,0% • Árið 1963 fóru þau 12,2% fram úr áætlun. Halli ríkisssjóðs á rekstrarreikn og eignahreyfingum nemur því alls tæpl. 256 millj. kr„ en greiffslu lialli ársins varð tæpl- 220 miilij. kr. Mismunur þessara tveggja talna stafar að meginhluta tii af lækkun á geymdu innheimtufé, sem ekki telst til greiðsluhalla. Til skýringar á þessum halla og jafnframt því, að bæði tekjur Framhald á 14. síffu Tíu hjargasf eftir flugslys BOSTON, 12. júlí (NTB-Reut- er). — Tíu mönnum úr banda rískri herflugvél sem nauðlenti á Atlantshafi í nótt, var bjargaff í dag um borff í bandarísk tig vest ur-þýzk herskip. í vélinni voru 19 menn og eitt lík er ófundiff, Flugvélin hrapaði í sjóinn um 160 km norðaustur af Nantucket- eyju. Eldur lvafði ko'mið upp í öðr um hreyfli vélarinnar. oooooooooooooooc | Allgóð I síldveiði I I um helgina | OOOOC < OOOKXX Reykjavík KB SÍLDIVEIÐI var allgóff un» helgina, en þá fengu 47 skip 49. 060 mál og tunnur. Síld þessi fékkst affallega á tveimur svæff um, öðru, sem er 80—90 mílur suðaustur af Gerpi, en hitt er f um 120 — 130 mílna fjarlægff frá Gerpi í svipaða stefnu. Munu bátarnir vera flestir á syffra svæff inu. Þegar blaffiff átti tal viff síld arleitina á Dalatanga síffdegis I gær, höfffu þangaff enn ekki borg izt neinar fréttir um afla ein stakra skipa í gærdag) en mörg skip voru úti. Veffur hefur veriff gott á miðunum aff undanförnu. Spmngjuæði í Chicago CHICAGO, 12. júlí. — (NTB- Reuter), — Fimrn dulfarfullar sprengingar fimm undanfarna daga í Chicago hafa vakiff ótta um, aff „brjálaffur sprengjumaff. ur“ leiki lausum hala í borginni. Sprengingarnar hafa valdiff miklu tjóni á eignum og farartækjum og lögreglan er ráðþrota. Fyrsta sprengingin varð á mið- vikudag er hundruð gluggarúða brotnuðu. Tvær síðustu sprenging arnar urðu á bílastæði í morgun. Sameiginlegt er með öllum spreng ingunum, að þær hafa orðið seint um kvöld eða snemma morguns. Eignaljónið af völdum spreng. inganna er talið nema 1.4 milljón dollara. ! Laust eftir k.l. 9 vavff tíu árai drengur fyrir bíl á mótum Snorra brautar og Flókagötu. Kvartaffi hann um þrautir í fæti. Var hann fluttur á Slysavarffstofuna cn meiffsl hans eru ekki talin alvaf leg. J 2 13. júlí 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.