Alþýðublaðið - 13.07.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 13.07.1965, Blaðsíða 7
■S7/ÍU:yieKl!E\ GUMMlúG&Ag' ínFTPtHtMÍ WRStílF’TI T~ TO-VirtriíUi ■fíSKfXjCtH Grein þessa skrifa'ði Haralil- ur Ásgreirsson, verkfræðing urí síðasta tölublað Tímariís Verkfræðingafélags íslands. Fjallar hann þar um mjög athyglisvert efni, og telur A1 þýffublaðið, aff grcinin eigi erindi til sem flestra. Höf- um viff því fengiff gófffúslegt leyfi til aff birta hana hér. SVO sem alkunnugt er orðið voru BÍðastliðið sumar framkvæmdar, að tilhlutan Einars Guðfinnssonar hf., Bolungarvík, tilraunir með eildanflutninga 'í tankskipi. Mikið hefur verið skrifað og rætt um þessa tilraun, en skýrsla okkar Hjalta Einarssonar um hana birt- ist í 22. tölublaði Ægis 1964. Ritnefnd TVFÍ hefur nú snúið sér til mín sem hugmyndasmiðs að þessum tilraunum og óskað þess, að ég gerði nokkra grein fyrir vali mínu á búnaði og hugmynd- um um áhrif slíkra flutninga fyrir fiskveiðarnar og fiskiðnaðinn. Tildrög þess að hugmyndin vaknaði voru þau, að ég hafði ver ið fjölskylduráðunautur við bygg- ingu verksmiðjunnar í Bolungar vík, en eftir að verksmiðjan var fullbyggð brást síldveiðin alger lega fyrir Vesturlandi, en á und anförnum haust- og vorvertíðum hafði verið mildl framleiðsla á síldarafurðum á Suðvestur- og Vesturlandi. Hlutverk verksmiðjunnar er að yinna fiskúrgang, sem til fellur á staðnum, og opna möguleika á ýmiskonar síldariðnaði. Verksmiðj an átti þannig að geta aukið starfs- tíma iðnfyrirtækjanna á Staðnum, auk þess að vera sjálfstætt fram- leiðslufyrirtæki. Árið 1957 skrifuðum við Hjalti Einarsson grein í TVFÍ, þar sem við minntumst á sjókælingu á fiski í tönkum fiskiskipa, og rökt- um möguleika sem því væri sam- fara. Hugsunin um það að nota tank- skip til flutninga, bæði á bræðslu og annarri vinnslusíld, var því Btrax mjög aðlaðandi. Kostir tank ekipslns til þess að leysa þetta hlutverk af hendi eru líka meiri, þegar litið er á möguleikana á því að lesta skipin á miðunum. Staf- ar þetta af því að tankskipin eru miklu lægri og stöðugri á vatninu en önnur samstærða flutninga- skip. Að þessu athuguðu virtist hinn tæknilegi aðalvandi vera fólginn ‘í þvi að finna réttan dælu- búnað fyrir slíkt skip, auk þess sem miklar upplýsingar vantar enn um geymsluhæfni fisks í slíkum tönkum. Fjöldi tegunda og gerða er til af dælum, sem geta dælt fiski. Öll- um þessum dælum er það sameig inlegt, að þrýstingur andrúms- loftsins rekur fiskinn að sogopum þeirra. Afköst þeirra eru því fyrst og fremst háð flatarmáli sogopsins og þeirri lyftjhæð, sem loftþrýst ingurlnn vlnnur á móti. Dælur munu vera allmikið not- aðar við strendur. Chile og Perú, til þess að dæla smásíldinni upp úr nótinni — aðallega miðflótta- aflsdælur. Ég stóð fyrir tilraun með slíka dælu vorið 1963. Var tilraunin gerð á m.s Hafrúnu ÍS 400 og voru allir, sem að þeirri til- raun stóðu, sammála um að árang ur væri neikvæður. Nú er hins- umini i uutuuu. Harctldur Ásgeirsson, verkfræðingur: íldarflutningar, tilraunir og horfur vegar. verið að gera aðra slíka til- raun, og má vera að betri árang ur náist. Vafasamt verður þó að teljast, að dælubúnaður fiskiskipa hafi verulegan hagnað í för með sér, nema hagkvæmt reynist að landa með sama búnaði. Ber þar til, að háfunartækni flotans er nú orðin svo mikíl, að 150 tonna af köst á klst, eru orðin algeng. Ólíklegt má telja að hagur vei'ði að því, nema þá í mjög fáum til- fellum. í flestum tilfellum myndu bæði skipin þurfa að bíða meðan LOFTFUÆt.! At> Teikning af síldardæiu. verið er að draga nótina, ef flutn- ingaskipið væri þá á annað borð nærri. Verkefnið var því að setja saman hagkvæma aðferð til þess að dæla síldinni með miklum hraða úr fiskiskipinu yfir í tankskipið og til þess að dæla upp úr tönkunum án þess að því fylgi efnistöp eða venulegar skemmdir á síldinni. Þegar síld er flutt til bræðslu verður að gera ráð fyrir að hún verði orðin nokkun-a daga gömul, þegar hún kemur á áfangastað. Þá er mikilvægt að geta landað án verulegrar vatnsíblöndunar, því ella verður að gera ráð fyrir mikl um efnistöpum (allt að 10%) í vatnið. Til þess að koma síld í dauða- stirðni til að mora þarf 15—20% af vatni og tekur blandan þá upp flæðieiginleika vatnsins. Ef slíkri blöndu er dælt, verður þó vatns- ílæðið miklu meira en.samsvarar blöndunni, og reynslan - sýnir að þetta vatnsflæði verður gjarnan jafnt rúmtaki fisksins eða jafnvel eitthvert lágt margfeldi af því. Nauðsynlegt er því að bæta mjög miklu vatni í sildina ef forðast á að dælan dragi loft gegnum hana. Hinsvegar getur loftflæði, komið verulega í stað þessa vatnsflæðis, en þá þarf kerfið að vera búið sér stökum lofttæmidælum. Kimmereykerfið, sem notað var við tilraunirnar sl. sumar, er sam sett af afkastamikilli lofttæmidælu og skipti búnaði lexchange, sjá mynd). Dælan afkastaði um 1800 m3/klst. við 75% loft.þynningu„ og var það meginástæðan fyrir .valinu á þessu kerfi, en önnur atriði koma þar einnig til. Þegar lofttæmi er á kerfinu, rennur fiskurinn . und- an þrýstingi andrúmsloftsins gegm um barkana, án þess á leið han» verði nokkur spaði eða skrúfa (impeller), og fellur niður> í hó)f skiptibúnaðarins, sem veltir hon- um yfir á flytjarakerfi. Þykki blöndunnar hefur því tiltölulega lítil áhrif á gæði fisksins, enda þótt flæðihraðinn markist af henni. Þó er. hægt að tengja vif> sogendann mjórri barka og „ryk- suga“ síðustu dreggjar af botni skipanna, sé þess þörf. Afköst lofttæmidælunnar em það mikil, um 1800 m3/klst„ aíF mikið loftflæði má vera með síld- inni, en einmitt það leyfir dæf ingu á síld til bræðslu án þess a<5 bætt sé í hana vatni. Blóðvativ hennan er í flestum tilfellum næg> - anlegt til þess að hafa smyrjandf áhrif. Jöfn dreifing loftsins er , mikið atriði þegar verið er a dæla „þurri“ bræðslusíld. Loftiff tekur að vísu upp verulegt rým% í börkunum og dregur þannig úv afköstum, en þar á móti kemur, að þetta loft léttir súluna og hef ur það gagnverkandi áhrif, eink- ■ um þegar dæla þarf upp í vera lega hæð. Það sem ræður afköst- . um venjulega er hinsvegar, hversu . ört áhafnirnar geta fengið síldina . til að renna að inntaksopinu. Segja má að kerfi þetta hæfi vcl ■ verkefninu, þar sem hægt er að fá ört rennsli um það með notkun ■ á hæfilegu vntnf eins er þa9 ■ nothæft án vatns. Af þeirri litlu reynslu, sem . fékkst af notkun þessara tækjat , sl. sumar, er varla ástæða til a<k • hafa áhyggjur af dælingunni millk skipa, en rnikill vandi er að nýta slíka tækni til sem mestra hags bóta fyrir fiskiðnaðinn í heild. Algengasta aðferðin við vernd- un fisks frá skemmdum er att kæla hann, og þá helzt með ís. Hægt er með þessu móti að marg- falda geymslutíma ferskrar síkJ ar. Nauðsynlegt er þá að kælirig' in verði sem mest og sem jöfnust. Þegar taka þarf á móti fiski og ~ kæla i þvi magni sem síldveiði- tæknin krefst, verður mjög erfitk að nota ísunartæknina. Lágmat k*. ísþörf til kælingar á síld m«n vera um 10%, — en lestunarhrað- inn getur auðveldlega orðið um 100 tonn af síld á klst. Venjulesf vinnubrögð við ísun koma þvfr- varla til greina. Sjókæling gæti hér leyst vandann, og má í þvt' sambandi benda á ágæta grein eftir Hjalta Einarsson verkfræðin# í 10. —12. tbl. 4. árg. Frosts. „Sjó- kæling sem geymsluaðferð fyrir ferskan fisk‘. Með sjókælingu es hægt að hringrása kælisjónum gegn um tankana og ná þannig - miklu betra valdi á hitastiginu, sem auk þess getur verið lægra er» við ísun eða-Ll —4-2°jC. Til þesa að þessj aðferð verði aðgengileg er þó forsenda að flutningaskipitP sé búið tönkum. Ef pipukerfi yrðk notað yrði það þó að vera mjög aff ■ kastamikið til þess að það taki ekki of langan tíma að kæla síld- ina. Úr þessu mætti þó nokkuíf draga með því að hafa nokkurf. magn af ís fyrir í t.önkunum. ÞA ber að hafa. í huga möguleika, sem terigdir eru notkun fljótandi loíts til slíkra hluta. Framfarir á þessi* sviði hafa orðið mjög miklar, og ekki ólíklegt að þessi aðferð verði Framhald á 15. síffu 1 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 13. júlí 1965 y

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.