Alþýðublaðið - 13.07.1965, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.07.1965, Blaðsíða 4
IVtinningarorö Ritstjórar: Gylti Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Rltstjórnarfull- trúi: Eiður Guðnason. — Símar: 14900 ■ 14903 — Auylý.singasími: 14900. Aðsetur: Alþýðuliúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prcntsmiðja Alþýðu- blaðsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 eintakið. Utgefandi: Alþýðuflokkurinn. MERKUR ÁFANGI FYRIR nokkrum dögum voru 20 ár liðin síðan fyrsta íslenzka flugvélin fór í millilandaflug með far þega og póst. Er þetta merkur, áfangi í flugmálasögu þjóðarinnar. Flugferðir milli íslands og annarra landa voru að sjálfsögðu stopular í upphafi, en nú er •svo komið, að fjöldi flugferða er á hverjum einasta degi milli íslands og annarra landa, og þurfum við ■ekki annað en að hugsa til granna okkar Færeyinga, til að sjá hve vel við erum hér settir. Sjálfsagt hefur engan órað fyrir því fyrir tutt- úgu árum, að framfarir í þessum efnum ættu eftir :áð verða svo örar sem raun ber vitni. íslenzku flugfélögin eru sterk og hafa þau borið hróður lands og þjóðar víða, enda halda þau uppi ómet anlegri landkynningarstarfsemi, sem á mikinn þátt í því hve ferðamannastraumurinn til íslands hefur vax ið jafnt og þétt. Það er mikil grózka í íslenzkum flugmálum um þessar mundir, ný félög eru stofnuð, nýjar flugvélar 'keyptar og flugfloti okkar hefur aldrei verið full- komnari en nú. Frumherjar flugsins á Islandi unnu mikið og gott brautryðjendastarf, sem seint verður metið að verð- leikum. Flugsamgöngurnar eru okkur í senn ómet- anlegar og lífsnauðsynlegar og mundum við vafa- laust búa við annan kost í þeim efnum í dag, ef ekki hefðu snemma verið stofnuð íslenzk flugfélög, sem bafa eflzt og vaxið eftir því sem árin hafa liðið. Geimfarar og jarðfræði ÞESSA dagana er staddur hér á landi hópur til- -vonandi geimfara og eru állar líkur á, að einhver þessara manna verði fyrsti maðurinn til að stíga fæti á tunglið, en það er nú næsta mark geimvísindanna. Til Islands koma þessir menn til jarðfræðiþjálf- *unar, þar sem sérfræðingar telja, að hér á landi megi í óbyggðum finna landslag, er svipi til þess, sem menn telja að sé á tunglinu. Þetta minnir okkur enn einu sinni á það, að land ið okkar er um marga hluti sérkennilegt og suma «einstakt. f augum jarðfræðinga er ísland paradís, þar sem tilefni gefst til margskonar einstæðra rann- sókna, sem hvergi er hægt að iðka annars staðar. Þótt svo við eigum marga og góða vísindamenn á sviði jarðfræði og skyldra greina höfum við þó hvergi nærri gert nógu mikið á þessum vettvangi þar sem við höfum bæði aðstöðu og tækifæri til að láta að okkur kveða. Að því kemur vafalaust að stofnað verður til kennslu í jarðvísindum við Háskóla íslands. Að því márkí ættum við að keppa og frewta að ná því sem allra fyrst. 4 -13. júlí 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÁSDÍS M. SIGURÐARDÓTTIR Fædd 18. marz 1884 — dáin 6. júlí 1965- Vinkona okkar hjóna, Ásdís M. Sigurðardóttir verður til moldar borin í dag. Hendingar ollu því, að við kyntumst henni á efri ár um hennar. Hún varð tengdamóð ir einkavinar míns, dr- Róberts A. Ottóssonar og síðar nemanda míns og vinar Magnúsar Jónsson ar fjármálaráðherra. Frú Ásdís var styrk kona, and lega sem líkamlega. Hún hafði seiglu eylendingsins, sem aldrei lætur hugfallast, ekíkeirt getur bugað. Segja má, að hún hafi dájð við vinnu sína, enda þráði hún er ekkert heitar en að verða aldrej öðrum til byrði. Skapgerð frú Ásdísar var af þeirri gerðinni, að hún var ekki allra. Hún mat fólk misjafnlega. En þá, sem hún mat mikils, lét hún sér annt um, og þeim var hún tryggðatröll. F,rú Ásdís var tákn um þá grónu, gömlu, íslenzku menningu, gestrisin, fróð, lesin, hugsandi. Hún var eins og stokk in út úr íslendingasögunum- Þá er ég frétti andlát frú Ás dísar, duttu mér í hug vísuorð stórskáldsins, Stephans G. Steph hanssonar: „Bognar aldrei, brotn ar í bylnum stóra seinast“- Vandamönnum frú Ásdísar, ekki sízt manni hennar, Magnúsi, fyrr verandi oddvita Sigurðssyni, og dætrum hennar, frú Guðríði og Ingibjörgu, færi ég hjartanlega samúð okkar hjóna við fráfall þess arar merku, hugprúðu konii. Halldór Halldórsson. ' .; - Er nú fyrirliggjandi Nokkrir bílar til afgreiðslu fyrir sumarfríin. ATH.: breytt símanúmer 22-4-66 CORTINAN ÁFRAM j FARARBRODDI! Ennþá hefur FORD-verksmiðjunum í Englandl tekizt að endurbæta CORTINUNA. Ekki með útlitsbreytingum, heldur með t'ækniframförum. M.a.: Loftræsting — með lokaðar rúður. Diskahemlar á framhjólum. Smuming óþörf. Ný vélarhlíf. — Nýtt mælaborð. — Nýtt stýri. Sami undirvagn. — S.ama vél. — Sama „bodý4' SVEINN EGILSSON H.F. UMBOÐIÐ LAUGAVEG 105 SÍMI 22466

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.