Alþýðublaðið - 13.07.1965, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 13.07.1965, Blaðsíða 6
wmmKl wm . s . ... ■ • ■ ? A . ■ ■ * 'fiiii&fiih&i*:: $ \ ! f ELTINGARLEIKUR UM ÁLFUNA Harry Guramings Poe og stúlkan, sem loks varð brúður hans eftir eltingarleik um Evrópu þvera og endilanga. HARRY GUMMINGS POE, 22 ára skrifstofumaöur í stóru vöruhúsi í baenum Monroe í Bandaríkjunum fékk á sínum tíma tækifæri til náms viö háskólann í Honolulu, og þar fékk hann einnig tækifæri til að kynn asi undurfagurri dóttur einnar dándiskonu í Saigon, systur Douh Van Mings (Stl|ra-Minhs) hershöfð- ingja, sem þátt tók í sam. særinu gegn einræðisherr. anum Diem. Móðirin neitaði náttúrlega um leyfi sitt til ráðahagsins og vísaði til þess, að dóttir- in, Daniele Coutures, sem er 18 ára, væri of ung. Hin- ir ungu elskendur reyndu þá að flýja til Frakklands en móðirin stöðvaði þau enn — nú með aðstóð lögregl- unnar. Þeim tókst þó að kom ast til Ítalíu, Þýzkalands og Hin fagra frænka vietnamiska hershöfðingjans og Bandaríkja- maðurinn hennar á tröppum lúxushótels nokkurs. Nú eru þau peningalaus, þrátt fyrir ættgöfgi eiginkonuunar. Englands og loks til Skot- lands, þar sem þeim var að vísu leyfiiegt að ganga í hjúskap en að því tilskildu, að þau hefðu a.m.k. dvalizt í landinu um mánaðar skeið. T’au höfðu ekki fjárráð til slíkrar dvalar og reistu því til San Remo, dægurlaga- staðarins fræga, þar sem þeim tókst loks að festa á sig hina „langþráðu,, hnapp eldu. Verður því ekki neit- að, að öll er saga þessa unga fólks meö afbrigðum ævin- týraleg — og í hæsta máta óvenjuleg, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Einhvern tíma hafði Kipling gamli orð á því, að austur væri austur og vestur væri vestur og það tvennt mundi aldrei mætast. Svo er þó að sjá á þessari mynd, að áhugi tízkudömunnar Pauline Bjick í London hafi beinzt mjög austur á bóginn, er hún teiknaði þessa klæðnaði. Hinar austrænu hug- myndir sjást í klæönaðinum að ofan, talið frá vin-itri: Dragt í þrem hlutum með löngum, þröngum búxum, efri hluta og víðu slái úr grænu og svörtu brokade með kúlíahatti. Þá kemur silki-sarong og pilsið klofið upp í mitti með tilsvarandi undirkjól. Þá kemur buxnadragt í tveim hlutum og Ioks sést svo sítrónugulur kjóll í tvennu lagi með víðum erm im. Birgitte Bardot dvelst um þessar stundir í París og er >að hvíla sig efíir hinn erfiða leik sinn í kvikmyndinni Viva Maria á móti Jeanne Moreau. Hún — sem stendur á þrítugu, — sést þar ávallt í fylgd með Bob nokkrum Zaguri, sem kvað fylgja henni eins og skugginn og e- víst áhaflega naskur við að foröa henni frá nærgöng ulum blaðaljósmyndurum. Hér á myndinni er hann ein mitt að bægia frá henni ein um slíkum. JACKIE AMBASSADOR? á fyrsta árinu manns síns. eftir dauða; SÖGUSAGNIR ganga um það í Wgshington, að Jaequeline Kennedy, ekkja hins ástsæla forseta Bandaríkjanna, muni ganga í utanríkisþjónustu lands síns og ef til vill verða send til Suður-Amerílm, þar sem mað ur hennar var afar vinsæll. — Fyrir skömmu fékk frú Kenne- dy heimboð til Frei, forseta Chile, og langar mikið til að þiggja boðið, en telur sig ekki geta farið fyrr en Johnson for seti er búinn að fara í opinbera heimsókn til Chile. Strax cftir að Johnson varð forseti bauð hann frú Kennedy að verða gmbassador í Mexíkó, en í það skiptið afþakkaði hún, því að hún vildi ekki taka neina ákvörðun um framtíðina >ooooooooooooooooooooc>oooooooc-ooc 6 13. júlí 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.