Alþýðublaðið - 23.07.1965, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 23.07.1965, Qupperneq 2
ftíSs *»••****$* ,«•»•■ *• »* **»*#»* •i'íSviwti.Ji Frltz Helckert er mjög: glæsilegt skip, eins og sjá má þar sem það Iiggur við' Ægisgarð í Reykja- víkurhöfn. Þetta er í annað sinn sem skipið kemur hingað' til lands. í fyrra sinnið iagðist það einnig að bryggju I Reykjavík, en þaö er sjaldgæft að stór skemmtiferðaskip geri það. Mynd: JV. Hefur flutt 25 þúsund farþega og búa þeir um borð í skipinu meðan staðið er við hér í Reykjavík. Skipið er í eigu skipaútgerðar ríkisins í Aústur- Þýzkalandi, en hún á tvö skemmtiferðaskip, sem bæði sigla með austur-þýzka ferða- menn og eru í leigusiglingum. Hér er Fritz Heckert til dæmis á vegum sænskrar ferðaskrif- stofu, Reso. Fritz Eckert hefur alls flutt um 25 þúsund farþega, að því er Willi Eckholz skipstjóri, sem verið hefur með skipið í tvö og hálft ár, tjáði fréttamönnum. Skipið fer reglulegar ferðir um Eystrasalt og Norðursjó, en siglir einnig til Miðjarðarhafs- ins. Það var byggt fyrir fé frá samtökum verkalýðsfélaga í Austur-Þýzkalandi. Fritz sá Heckert, sem skipið heitir eftir, var þýzkur verkalýðsforingi, sem varð landflótta á Hitlers- tímanum og dvaldist þá í Rúss- landi, þar. sem hann lézt árið 1936. Reykjavík - EG FRÉTTAMÖNNUM var í gær- morgun boðið að skoða austur- þýzka skemmtiferðaskipið Fritz Heckert, sem hér verður fram að helgi, en hingað kom skipið með fulltrúa á 19. norræna skóiamótið, sem nú stendur yfir hér. Skip þetta er nýlegt, byggt árið 1961 og hefur einu sinni áður komið hingað til lands. Fritz Heckert er rúmlega átta þúsund brúttólestir að stærð, 142 metra langt og 17.5 metra breitt. Á skipinu er 180 manna áhöfn, en farþegar eru um 370 Skipið er allt hið vistlegasta og um borð eru tvær sundlaug- ar, önnur inni en hin úti, — aftur undir skut. Borðsalir og vistarverur farþega eru smekk lega innréttaðar og allur aðbún- aður um borð hinn bczti. MSbeimsfréttir ..........siáastisdína nótt ★ SAIGON: — Bandarískar sprengjuflugvélar réðust í gær á fitaði í Norður-Vietnam aðeins 65 km frá landamærum Kína, nær fandamærunum en nokkru sinni fyrr. Herskip úr 7. flotanum ■gerðu í gær árásir á stöðvar Vietcong norðarlega á strönd Suður- Vietnam. Minnst 86 Vietcongliðar féllu í bardögum í gær. Fund- izt hefur boðskapur frá Ho Chi Minh forseta þar sem Vietconglið um er skipað að halda norður á bóginn vegna hins alvarlega á- stands þar. ★ BRÍÍSSEL: —• Farandsendiherra Johnsons forseta, Aver- éll Harriman, kom í gær til Brússel frá Moskvu, þar sem hann liefur dvalizt í nær hálfan mánuð og rætt tvívegis við Kosygin forsætisráðherra. í Brússel ræddi Harriman við Spaak utanríkis ráðherra, aðallega um Vietnam-málið. ★ París: — Bandaríkjastjórn hefur beðizt afsökunnar vegna flugs bandarískrar könnunarflugvélar fyrir viku yfir bannsvæðið umhverfis frönsku kjarnorkustöðina Pierrelatte í Rhone-dalnum. *agt er að gerðar verði ráðstafanir til að slíkt gerist ekki aftur. f'réttir hafa hermt, að svo kunni að fara að flytja verði aðalstöðvar NATO frá París vegna atburðarins. ★ MOSKVU: — Réttarliöld hófust í gær í máli brezka kenn- arans Gerald Brooke í Moskvu og játaði hann að hafa stundað undirróður gegn sovézka ríkinu. Réttarhöldin líktust velskipu- fagðri árás á helztu samtök rússneskra útlaga, sem brezka sendi- ráðið í Moskvu er sakað um að hafa haft samband við. Brooke kveðst hafa smyglað áróðri fyrir samtökin inn í Sovétríkin. ★ KAIRÓ: — Mustafa Amine, stofnandi og aðalritari stærsta blaðs Kairó. „A1 Akhbar, var í gær ákærður fyrir njósnir í þágu Bandaríkjanna. ★ BÚKAREST: — Kommúnistiskar heimildir á þingi rúmenska Itommúnistaflokksins segja, að svo virðist sem sovézkir og kín- verskir leiðtogar á ráðstefnunni hafi komizt að þegjandi samkomu lagi um vopnahlé í liugkerfideilunni. ★ MADRID: — Franco liershöfðingi gaf í gær út víðtækustu uáðunartilskipun sína til þessa. Fanghelsisvist flestra pólitískra fanga verður stytt um 25—50%. ★ LONDON; — Leiðtogi brezka íhaldsflokksins, Sir Alec Douglas-Home tilkynnti í gær að hann mundi segja af sér sem flokksleiðtogi jafnskjótt og eftirmaður hefur verið valinn. ★ BERLÍN: — 36 flóttamenn hafa verið drepnir af austur- Iþýzkum landamæraverðum síðan Berlínarmúrinn var reistur í ágúst 1961. 16 hafa drukknað en 3.479 Austur-Þjóðverjum hefur 'tekizt að komast heilu og höldnu til V-.Berlínar. Útgefendur métmæla tollum og kvoðum NÝLEGA var haldinn aðalfund ur Bóksalafélags Islands, sem er eamtök íslenzkra bókaútgefenda. Formaður félagsins, Oliver Steinn Jóhannesson, flutti ítarlega skýrslu stjórnar, en gjaldkeri, Steinar Þórðarson, lagði fram end tirskoðaða reikninga. Á fundinum var rætt um þá k'vöð á íslenzkum bókaútgefend- -um að verða lögum samkvæmt að afhenda Landsbókasafninu endur •gjaldslaust 12 eintök af hverri út igefinni bók. Var þessi lagaskylda taiin x hæsta máta ósanngjörn, en til samanburðar var upplýst, að hókaútgefendum í Noregi er gert ■að; skyldu að afhenda aðeins 3 ein tök, í Bandaríkjunum 2, Svíþjóð 6, Englandi 6 og í Danmörku 3 ein tök af hverri bók. Vakin var at- fiygli á því, að með því að gera íslenzkum bókaútgefendum í að skyldu að afhenda 12 eintök af hverri nýútkominni bók, væri þessi aukaskattur á meðalstóru bókaforlagi um 30 þús. ,r. Mót- mæltu fundarmenn þessari ein- stæðu ofsköttun, þar sem bóka útgefendum er gert að afhenda íslenzka ríktnu hluta af fram- leiðslu sinni endurgjaldslaust, og Rvík, — ÖTJ. FIMM íslendingar taka þátt í Norðurlandameistaramótinu í skák sem hófst í Osló í gær, og ste’nd ur til 31. júlí. í landsliðsflokki eru þeir Freysteinn Þorbergsson og Magnús Sólmundarson, en í meist araflokki þeir Benedikt Halldórs töldu áríðandi, að þessum skyldu eintökum yrði fækkað stórlega til samræmis við hin Norðurlöndin. Fundurinn samþykkti einróma eftirfarandi tillögu: „Aðalfundur Bóksalafélags ís- lands leyfir sér að vekja athygli Framhald á 15. síðu son, Harvey Georgsson og Jóhann Þói'ir Jónsson. í landsliðsflokki eru þáttlakendur. 12. Það eru tveir frá hverju landi, og auk þess Norð ux’landameistararnir frá því síðast en þá urðu tveir jafnir, þeir Björn Brink Clausen og Manne Framh. á 14. síðu. FLUGDAGUR A SAUÐÁRKRÖKI S VIFFLU GFÉL A G Sauðárkróks og félag íslenzkra einkaflug- manna gangast fyrir fiugdegi á Sauðárkróksflugvelli næstkom- andi sunnudag 25. júlí. Flugmála stjóri Agnar Koffoed Hansen sei- ur mótið kl. 14.00, síðan verður flugsýning. Einkaflugmenn munu fjölmenna norður á vélum sínum og fara í 'hópflug yfir flugvellinum. Sýnt verður listflug á svifflugum og ýmis önnur svifflugatriði. Þá munu þotur frá varnaliðinu koma í heimsókn. Hin nýia þyrla landhelgisgæzlunnar verður til sýnis og einnig munu koma þang að vélar frá Birni Pálssyni og Tryggva Helgasyni og sennilega einnig vélar frá Flugsýn og Þyt. Svifflugmenn frá Reykjavík og Hafnarfirði koma með svifflugur sínar. Þorskabítur flytur s'ild Rvík, — ÓTJ. Togarinn Þorsteinn Þorskabítur verður eftir helgina gerður út til þess að flytja kælda síld til sölt unar og frystingar á norðurlands hafnir. Ríkisstjórnin skipaði nefnd til að fjalla um þetta mál, undir forystu Vésteins Guðmundssonar verksmiðjustjóra, og sat hún fund með sildarsaltendum á Siglufirðí til að ,ræða flutningana og ann að. Á aukafundi í borgarstjórri Reykjavíkur í gær var til umræðu hækkun á gjaldskrá Hitaveitunnar Var þetta önnur umræða um mál ið og var samþykkt á fundinum að hækka gjaldskrána um 10%. Þetta var síðasti fundur borgar stjórnar fyrir sumarleyfi, en fund ir hefjast að nýju í september. 100 taka Jbátt í Norðurlandamóti £ 23. júlí 1965 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.